Exhibitions

“Project Space”- ÍSLENSK GRAFÍK (The Icelandic Printmaking Association) An exchange show with Manhattan Graphics Center

bodskort-mynd-mg

Laugardaginn 8. október nk. efnir félagið Íslensk grafík til sýningar á nýjum verkum félagsmanna í samstarfi við Manhattan Graphics sem staðsett er á besta stað í New York. Efnt var til sameiginlegra sýningaskipta með félagsmönnum Manhattan Graphics og munu sýnendur frá Bandaríkjunum opna sýningu í Grafíksalnum 10. nóvember nk. .

Þátttaka í sýningunum er mjög góð og mikil breidd í verkum sem gefur góða mynd af þróttmikilli starfsemi félaganna. Dágóður hópur mun vera viðstaddur opnun í New York, sem er eins og áður segir laugardaginn 8. október milli 18:30 og 20:30 og eru allir velkomnir.

Sýnendur 33: Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Anna Torfadóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Díana M. Hrafnsdóttir, Einar Gíslason, Elva Hreiðarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Guðbjörg Ringsted, Hafdís Ólafsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Iréne Jensen, Iðunn Thors, Kristín Pálmadóttir, Kristín Tryggvadóttir, Laura Valentino, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Birgisdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Ríkharður Valtingojer, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Þórgerður Einurð, Þóra Sigurðardóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir.

Manhattan Graphics Centre, 250 West 40th Street, fifth floor, NYC 10018

Rut Rebekka Sigurðardóttir – “Í Gilinu”

rut-rebekka-jpg

(english below)

Í Gilinu

Málverk og Grafík  

Sýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur opnaði í Grafíksalnum laugardaginn 1. október kl. 14:00

Tilurð verka eru sterk tengls við íslenska náttúru.

Málverkin eru olía á hörstriga, máluð 2015 til 2016, grafíkin er olíu sáldþrykk á 300 gr. pappír.

Þetta er 21. einkasýning Rutar Rebekku, sem er fædd í Reykjavík 1944.            Rut Rebekka hefur stundað myndlist í 42 ár og hennar helstu sýningar hafa verið á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie Gammel Strand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi, Piteaa Kunstforening Svíþjóð og fleiri stöðum. Rut Rebekka hefur tekið þátt í 24 samsýningum hérlendis og erlendis til dæmis í Beiing Kína, New York, Boston, Munchen, Heidelberg, Köln, Aarhus Kunstforening, Næstved Danmörku og fleiri stöðum.

Listnám sitt stundaði Rut Rebekka í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Handíða og Myndlistaskóla íslands, ásamt námskeiði í Skidmore College U.S.A.  Hún hefur unnið í vinnustofum í Danmörku, Sveaborg Finnlandi, Kjarvalsstofu París og verið gestakennari í myndlist við Skidmore College NY.

Sýningin er opin kl. 14:00 til kl.18:00 fimmtudaga til sunnudaga og lýkur sunnudaginn 16. október kl. 18:00.

Rut Rebekka „In The Canyon“

Paintings and Prints

Rut Rebekka opens her exhibition “In The Canyon” at the Icelandic Printmakers:Tryggvagata 17, (entrance  harbor side ) Saturday, October 1 at 14.

The emergence of these works come from the deep connection with Icelandic nature.
The oil paintings were painted from 2014 – 2015 and the silkscreen prints are from  2014.
This is her 21th  solo exhibition.

Rut Rebekka who was born in Reykjavík in 1944 has practiced art for 42 years. Her main exhibitions have been at the Reykjavik Art Museum, Hafnarborg Art Museum, The Nordic House, Gallerie Gammel Strand Copenhagen, Hamar Kunst Forening Norway, Piteaa Kunst forening Sweden among other locations. Additionally she has participated in 24 group exhibitions locally and abroad such as in Beijing China, New York, Boston, Munich, Heidelberg, Cologne, Aarhus Kunst Forening, Næstved Denmark.
Rut Rebekka studied at the Reykjavík College of Art, The Icelandic college of Arts and Crafts and also courses at Skidmore College USA. She has worked in artist residencies in Denmark, Sveaborg Finland, Paris and been a visiting lecturer in art at Skidmore College NY.
The exhibition is open from 14 to 17 Thursday to Sunday and ends on Sunday 16 October at 18. All are welcome.

Margrét Hlín Sveinsdóttir

Margrét Hlín Sveinsdóttir

Laugardaginn 10. september kl 15:00 – 18:00 opnar Margrét Hlín Sveinsdóttir málverkasýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, Reykjavík.

Margrét hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.

Verk Margrétar eru í opinberri eigu á Íslandi og í Svíþjóð og hún hefur hlotið starfslaun og styrki.

Margrét útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands  árið 1988 og stundaði

framhaldsnám við Akademin Valand, Göteborgs universitet  1988-1990.

Sýningin stendur til 26. september og opnunartíminn er fimmtudaga, föstudaga,

laugardaga og sunnudaga  kl. 14:00 – 18:00.

Nálgun – Samsýning

Samsýningin Nálgun verður opnuð í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin), fimmtudaginn 28. júlí kl. 18. Þar sýna saman þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir.
Sýningin hverfist um efnisleika og ásýnd huta er tengjast mismunandi rýmum og stöðum. Verk listamannanna spanna ólíkar aðferðir og miðla en til sýnis verða meðal annars teikningar, olíumálverk, ljósmyndir og skúlptúrar. Heiti sýningarinnar, Nálgun, vísar til þess hvernig einstaklingurinn nálgast listsköpun sína og fyrirhugaða sýningu, en einnig til samtalsins við aðra sýnendur og sýningarrýmið – og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér.

Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 13-17 frá 28. júlí til 15. ágúst 2016. Aðgangur er ókeypis.Nálgun_sýnendur

Ragnheiður, Aðalheiður, Hulda og Anna.Nálgun

 

Anita Jensen – Mono no aware / “Slices of life”

anita bodskort (1)

Anita Jensen ljósmyndari og grafík listamaður frá Finnlandi og handhafi Gran verðlauna 2015 opnar sýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, hafnarmegin laugardaginn 9. júlí kl. 15-17.

Sýninguna nefnir hún Mono no aware / “Slices of life” Mildi tregi  en í japanskri menningu er samleið tíma og fegurðar löng hefð.

Mo Mono no aware / “Slices of life” Mildi tregi er lausleg þýðing úr japönsku en erfitt er fá nákvæma merkingu á Mo Mono no aware þar sem orðasambandið á við tilfinningu á mismunandi tímum, stað eða ástandi.

Anita útskýrir verk sín sem augnablik er líða hjá í lífinu hvað varðar trega, samkennd og samúð.  Hún gerir það með þeim hætti að sameina þætti úr náttúrunni og gamlar japanskar ljósmyndir m.a. frá Kyoto, og  brot úr gömlum þöglum kvikmyndum og tekur að láni og blandar saman ljósmyndunum með mismunandi mótífum og hlutum eins og blómum, fræum o.fl. frá Finnlandi og Japan.

Hún færir áhorfandanum sýn á hve lífið er tímabundið og með verkum sínum fangar hún augnablik sem verða að eilífri list.

Anita Jensen útskrifaðist frá Finnish Academi of Arts árið 1985. Hún hefur kennt grafík við Aalto University í yfir 26 ár, hlotið fjölda viðurkenninga og sýnt verk sín víða um heim.

Díana Margrét Hrafnsdóttir / LAND

 

diana.jpg

“Díana Margrét Hrafnsdóttir myndlistarmaður opnar sýninguna LAND í
Grafíksalnum í Hafnarhúsinu Reykjavík fimmtudaginn 16.júní
kl.16:00-19:00. Sýningin verður opin fimmtud. til sunnud.
kl.14:00-18:00.
Sýningunni lýkur sunnud. 3.júlí.”

Díana Margrét útskrifaðist úr Grafíkdeild Listaháskóla Íslands árið
2000.  Hún var einnig við nám í leirlist í Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar
einkasýningar.

Díana Margrét er félagi í SÍM og Íslanskri Grafík, þar sem hún hefur
tekið þàtt í félagsstörfum.

Verkin á sýningunni LAND í Grafíksalnum eru flest unnin á stórar
tréplötur, en einnig kemur steinleir við sögu.

Hún sker mjög gróft í plöturnar þar sem svartur sandur og flæði vatns
renna saman í eina kraftmikla heild”

Þóra Sigurðardóttir – TEIKNING/RÝMI

boðskort IPA galleri ÞS

Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna TEIKNING / RÝMI föstudaginn 12. febrúar nk. kl. 18:00 í sýningarsal Félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 (inngangur hafnarmegin). Þóra sýnir teikningar og prent ásamt þrívíðum verkum sem eru unnin á tímabilinu 2014-16. Verkin fjalla um tíma, rými og afbökun þess, rýmið í teikningunni og teikninguna í rýminu.

„Líta má á arkitektúr sem markandi línu, landamæri þess sem þróast að innan og utan við það sem markað er. Þannig er hin afmarkandi lína einhverskonar útvörður eða jaðar rýmisins, blábrúnin, sem snertir bæði orku þess sem er fyrir innan sem og utan við. Listsköpun Þóru tekst á við þennan ramma með mjög svo efnislegum hætti; marglaga teikning afbakar form fyrirmyndarinnar og vísar þannig bæði inn í sjálfa sig, á sama tíma og hún tekst á við rýmið sjálft.“ (H.Þ.).

Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir. Helga mun fjalla um sýninguna og verk Þóru á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands þann 19. febrúar nk. Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir faglega og gagnrýna umræðu um þekkingarsköpun á fræðasviði lista, með áherslu á listrannsóknir.

Þóra Sigurðardóttir er fædd árið 1954. Hún útskrifaðist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1979 og úr grafíkdeild skólans árið 1981. Þóra sótti síðan framhaldsnám í Danmörku með áherslu á rými, skúlptúr og málverk og lauk þaðan námi árið 1991. Þóra á að baki á annan tug einkasýninga ásamt fjölda samsýninga bæði innanlands og utan. Þóra á verk í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur og fleiri söfnum auk verka í einkasöfnum hér heima og erlendis. Meðfram vinnu við myndlist hefur hún fengist við sýningarstjórn og kennslu og skólastjórn við Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans.

Velkomin á opnun föstudaginn 12. febrúar kl. 18:00

Listamaður Grafíkvina 2016 Kristín Pálmadóttir

grafikvinir2016.jpg
Verk Grafíkvina árið 2016, “Gróður” er unnið af Kristínu Pálmadóttur

Verkið er koparæting unnið út frá ljósmynd (ImageOn filmu) síðan ætt í járnklorid. Það er þrykkt af listamanninum sjálfum með tveimur litum Prussian Blue og svörtum frá Charbonnel á 300 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Stærð myndar er 20x15cm og pappírsstærð 28x20cm. Upplag verksins er 80 eintök.

 

Íslensk náttúra er aðaluppsprettan í listsköpun Kristínar. Kraftur náttúrunnar og það ófyrirsjánlega eins og hlýnun jarðar hefur verð henni hugleikið.

Hún heillast af landinu við fætur okkar, yfirborði og blæbrigðum og tekur oftast nærmyndir af viðfangsefninu, samanber Grafíkvinamyndin. Undanfarin ár hefur Kristín tengt ljósmyndun og grafíktækni þ.e. ætingu.

Kristín lauk námi frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Hún hefur eingöngu unnið að myndlist síðan, aðallega í grafík en einnig í olíumálun.

Árið 2015 var Kristín valin ásamt þremur íslenskum grafíklistamönnum til að taka þátt í norrænni samsýningu “GraN” í Listasafni Akureyrar. Kristín hefur haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis.

Verið hjartanlega velkomin á Safnanótt föstudaginn 5.febrúar  kl.18:00-23:59 og laugardaginn 6.febrúar og sunnudag 7.febrúar frá kl.14-18