Fimmtudaginn 10. nóvember verður opnuð sýningin Iceland – USA kl. 17-19 í sal Íslenskrar grafíkur .
Félagið Íslensk grafík tók þátt í sýningarskiptum við grafíkfélagið á Manhattan, Manhattan Graphics, þar sem félagsmenn Íslenskrar grafíkur sýndu í sal Manhattan Graphics í október sl. Nú eru félagsmenn Manhattan Graphics hingað komin til að endurtaka leikinn. Á sýningunni er breytt úrval grafíkverka og þátttaka góð en sýnendur eru Arlene Farenci, Gerry Wall, Robin Dintiman, Vicki Wojcik, Edgar Hartley, David Thomas, Judy Mensch, Annneli Arms, Tina Eisenbeis, Matthias Kern, Maggie Block, Hilary North, Erica Criss, Enrique Leal, Valerie Storosch, Paula Praeger, Linda Davies, William Tucker, Kirsten Flaherty, Dorothy Cochran, Liz Marraffino, Franco Marinai, Joan Greenfield, Sigrid Sperzel, Betty Wilde Biasiny, Monika De Vries Gohlke, William Waitzman, Abby DuBow, Margaret Nussbaum, Michele van de Roer, Douglas Collins, Judy Shepard, Beth Ganz, Vijay Kumar, Gillie Holme, Carolyn Sheeban og Tanaka Yasuyo.
Sýningin stendur til 27. nóvember næstkomandi en hluti hópsins verður viðstaddur opnuna.
Sýningin er opin fimmtudaga – sunnudaga frá kl. 14-18.
Aðgangur ókeypis.