Laugardaginn 10. september kl 15:00 – 18:00 opnar Margrét Hlín Sveinsdóttir málverkasýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, Reykjavík.
Margrét hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.
Verk Margrétar eru í opinberri eigu á Íslandi og í Svíþjóð og hún hefur hlotið starfslaun og styrki.
Margrét útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1988 og stundaði
framhaldsnám við Akademin Valand, Göteborgs universitet 1988-1990.
Sýningin stendur til 26. september og opnunartíminn er fimmtudaga, föstudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 14:00 – 18:00.