Laugardaginn 8. október nk. efnir félagið Íslensk grafík til sýningar á nýjum verkum félagsmanna í samstarfi við Manhattan Graphics sem staðsett er á besta stað í New York. Efnt var til sameiginlegra sýningaskipta með félagsmönnum Manhattan Graphics og munu sýnendur frá Bandaríkjunum opna sýningu í Grafíksalnum 10. nóvember nk. .
Þátttaka í sýningunum er mjög góð og mikil breidd í verkum sem gefur góða mynd af þróttmikilli starfsemi félaganna. Dágóður hópur mun vera viðstaddur opnun í New York, sem er eins og áður segir laugardaginn 8. október milli 18:30 og 20:30 og eru allir velkomnir.
Sýnendur 33: Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir, Anna Torfadóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Díana M. Hrafnsdóttir, Einar Gíslason, Elva Hreiðarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Friðrika Geirsdóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gunnhildur Þórðardóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Guðbjörg Ringsted, Hafdís Ólafsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Iréne Jensen, Iðunn Thors, Kristín Pálmadóttir, Kristín Tryggvadóttir, Laura Valentino, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Margrét Birgisdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Ríkharður Valtingojer, Rut Rebekka Sigurjónsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir, Valgerður Björnsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Þórgerður Einurð, Þóra Sigurðardóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir.
Manhattan Graphics Centre, 250 West 40th Street, fifth floor, NYC 10018