Fréttir – News

Erum að taka á móti umsóknum um aðild fram að 29. maí 2023

Inntökuskilyrði – https://islenskgrafik.is/about/ipa-members/

Farið er yfir allar umsóknir á aðalfundi félagsins sem verður 30. maí 2023 sendið póst á islenskgrafik@gmail.com

We are accepting applications for membership until May 29th 2023

Membership Applicationhttps://islenskgrafik.is/about/ipa-members/

Every application is reviewed once a year at the annual general meeting, May 30, 2023.

To apply, please send the above information and application before May 30th: islenskgrafik@gmail.com

Reykjavík Art Book Fair 2023

30.mars – 2.apríl 2023

Íslensk grafík tók þátt í hátíðinni í portinu, en félagsmönnum bauðst að kynna og selja bókverk sín ásamt því að kynnast fullt af áhugaverðu fólki.

Soffía Sæmundsdóttir og Emilia von Telese stóðu vaktina ásamt því að Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður, bauð í listamannaspjall á verkstæði íslenskrar grafíkur.

Jólakveðja/ Christmas greetings

Íslensk grafík kynnir starfsemi sína á

Torg Listamessunni 2022

Grafíklist innlend og erlend til sölu. Verið velkomin á bás #6

Upplýsingar um Torg Listamessa hér.

Íslensk grafík afhendir RKÍ söfnunarfé til styrktar flóttamönnum

Í gær afhentu stjórnarmeðlimir Íslenskrar grafíkur ágóða af sölusýningu félagsins sem haldin var í lok maí sl. til styrktar flóttamönnum frá Úkraínu. 

Ferlið bakvið þessar 20/20 sýningar er að þeir sem tekið hafa þátt unnu grafíkverk í 25 eintökum í stærðinni 20×20 og þar blandast verkin inn í möppur með öðrum 20/20  listamönnum frá öðrum grafíkverkstæðum um allan heim.

Verkin hafa verið til sýnis víðsvegar um heiminn en á þessari sýningu gafst áhugasömum tækifæri til þess að líta listaverkin augum og kaupa.  Íslensku grafíklistamennirnir tóku höndum saman og ákváðu að gefa verk úr sinni möppu og láta ágóðann renna til félagsins og til flóttamanna Úkraínu .

Ókeypis bókaverksmiðja fyrir alla fjölskylduna! Sunnudaginn 3. júlí kl. 14 – 16

Fyrirlestur Sigurðar Atla Sigurðssonar um bókverk

Fyrirlestur Sigurðar Atla Sigurðssonar um bókverk fimmtudaginn  30. júní kl 17.00 í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Gengið inn hafnarmegin.

Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um bókverk í tengslum við sýninguna Sigla binda í sal Íslenskrar grafíkur. Sigurður kemur til með að fjalla um rannsóknarverkefni sitt á bókverkum íslenskra myndlistarmanna við Listaháskóla Íslands. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Aðalheiði L. Guðmundsdóttur og nemendur í meistaranámi við LHÍ. Einnig kemur Sigurður til með að fjalla um eigin útgáfu á bókverkum í gegnum Prent & vini og þær aðferðir sem þau styðjast við.

SOLANDER 250 – Bréf frá Íslandi

Morgunblaðið 14.júní 2022