Félag filmuljósmyndara á Íslandi heldur sína árlegu samsýningu dagana 22. október til 6. nóvember í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (gengið er inn hafnarmegin). Verk 14 ljósmyndara verða sýnd sem kanna víðfemar lendur hliðrænnar ljósmyndunar, svo sem gum bichromate og pappírsnegatívur sem og hefðbundnari stækkanir og stafræna prentun skannaðra negatíva. Heill heimur myndrænnar sköpunar bíður handan stafrænnar […]

Laugardaginn 8. október nk. efnir félagið Íslensk grafík til sýningar á nýjum verkum félagsmanna í samstarfi við Manhattan Graphics sem staðsett er á besta stað í New York. Efnt var til sameiginlegra sýningaskipta með félagsmönnum Manhattan Graphics og munu sýnendur frá Bandaríkjunum opna sýningu í Grafíksalnum 10. nóvember nk. . Þátttaka í sýningunum er mjög […]

(english below) Í Gilinu Málverk og Grafík   Sýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur opnaði í Grafíksalnum laugardaginn 1. október kl. 14:00 Tilurð verka eru sterk tengls við íslenska náttúru. Málverkin eru olía á hörstriga, máluð 2015 til 2016, grafíkin er olíu sáldþrykk á 300 gr. pappír. Þetta er 21. einkasýning Rutar Rebekku, sem er fædd í […]

Laugardaginn 10. september kl 15:00 – 18:00 opnar Margrét Hlín Sveinsdóttir málverkasýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, Reykjavík. Margrét hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Verk Margrétar eru í opinberri eigu á Íslandi og í Svíþjóð og hún hefur hlotið starfslaun og styrki. Margrét útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands  […]

Samsýningin Nálgun verður opnuð í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin), fimmtudaginn 28. júlí kl. 18. Þar sýna saman þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir. Sýningin hverfist um efnisleika og ásýnd huta er tengjast mismunandi rýmum og stöðum. Verk listamannanna spanna ólíkar aðferðir og miðla en til sýnis verða […]

Anita Jensen ljósmyndari og grafík listamaður frá Finnlandi og handhafi Gran verðlauna 2015 opnar sýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, hafnarmegin laugardaginn 9. júlí kl. 15-17. Sýninguna nefnir hún Mono no aware / “Slices of life” Mildi tregi  en í japanskri menningu er samleið tíma og fegurðar löng hefð. Mo Mono no aware / “Slices of […]