Nálgun – Samsýning

Samsýningin Nálgun verður opnuð í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin), fimmtudaginn 28. júlí kl. 18. Þar sýna saman þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir.
Sýningin hverfist um efnisleika og ásýnd huta er tengjast mismunandi rýmum og stöðum. Verk listamannanna spanna ólíkar aðferðir og miðla en til sýnis verða meðal annars teikningar, olíumálverk, ljósmyndir og skúlptúrar. Heiti sýningarinnar, Nálgun, vísar til þess hvernig einstaklingurinn nálgast listsköpun sína og fyrirhugaða sýningu, en einnig til samtalsins við aðra sýnendur og sýningarrýmið – og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér.

Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 13-17 frá 28. júlí til 15. ágúst 2016. Aðgangur er ókeypis.Nálgun_sýnendur

Ragnheiður, Aðalheiður, Hulda og Anna.Nálgun