Verk Grafíkvina árið 2017, “Framundan” er unnið af Iréne Jensen f.1953.
Verkið er unnið í vistvænu ferli og tæknin er photopolymer filmu æting (ImageOn filmu) sem er ljósnæm og ætt í mildri sódalausn í myrkraherbergi.
Það er þrykkt af listamanninum sjálfum (multicolourplate) með sex ætingalitum frá Charbonnel á 300 gr. Hahnemühle grafíkpappír.
Engin mynd verður nákvæmlega eins, E.V. edition various.
Stærð myndar er 12×22 cm og pappírsstærð 20x28cm.
Upplag verksins er 80 eintök.
Viðfangsefni Iréne er manneskjan í mismunandi umhverfi og tíma, oftast á leiðinni til að finna eitthvað “nýtt og áhugavert” og líka finna ró innra með sér. Þemað er, Gangur lífsins.
Myndlistarnám; 1976-1977 Grundskolan för konstnärlig utbildning, Stokkhólmur, Svíþjóð. Iréne flutti tíl Íslands 1988, hof nám 1990 og lauk því 1994 frá Grafíkdeild Myndlista- og handiðaskóla Íslands. Hún hefur eingöngu unnið að myndlist síðan, aðallega í grafík.
Iréne hefur haldið 13 einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim.