Anita Jensen ljósmyndari og grafík listamaður frá Finnlandi og handhafi Gran verðlauna 2015 opnar sýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, hafnarmegin laugardaginn 9. júlí kl. 15-17.
Sýninguna nefnir hún Mono no aware / “Slices of life” Mildi tregi en í japanskri menningu er samleið tíma og fegurðar löng hefð.
Mo Mono no aware / “Slices of life” Mildi tregi er lausleg þýðing úr japönsku en erfitt er fá nákvæma merkingu á Mo Mono no aware þar sem orðasambandið á við tilfinningu á mismunandi tímum, stað eða ástandi.
Anita útskýrir verk sín sem augnablik er líða hjá í lífinu hvað varðar trega, samkennd og samúð. Hún gerir það með þeim hætti að sameina þætti úr náttúrunni og gamlar japanskar ljósmyndir m.a. frá Kyoto, og brot úr gömlum þöglum kvikmyndum og tekur að láni og blandar saman ljósmyndunum með mismunandi mótífum og hlutum eins og blómum, fræum o.fl. frá Finnlandi og Japan.
Hún færir áhorfandanum sýn á hve lífið er tímabundið og með verkum sínum fangar hún augnablik sem verða að eilífri list.
Anita Jensen útskrifaðist frá Finnish Academi of Arts árið 1985. Hún hefur kennt grafík við Aalto University í yfir 26 ár, hlotið fjölda viðurkenninga og sýnt verk sín víða um heim.