
LISTAMAÐUR GRAFÍKVINA 2023 – ÞÓRÐUR HALL
Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. Listamaður ársins 2023 er Þórður Hall og verða verk hans tíl sýnis 3.-5. febrúar í sal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.
“Uppspretta að mínum myndum er að megninu til íslensk náttúra, margbreytileiki hennar og samspil forma og ljóss í misjöfnum veðrum og árstímum. Það er mikilvægt fyrir mig að vera í snertingu við náttúruna og hið lifandi land sem enn er í mótum og mér mikill fjársjóður við öflun myndefnis. Eins er farið með þessa grafíkmynd sem er hluti úr myndaröð og skorin í dúk. Í gegnum tíðina hefur ég unnið jöfnum höndum með málverk, teikningar og grafík.” ÞH
“Landsýn”
Stærð myndarinnar er 15,0 x 12,5 cm, stærð pappír 28,0 x 20,0 cm í 80 eintökum. Lukas Studio Linol þrykklit á Hanemüllepappír 230 gsm. Tækni er dúkrista.
Þórður Hall stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsyninga bæði hér á landi og erlendis. Þórður hefur tekið vikan þátt félgsstarfi fyrir Íslenska grafík á árum áður. Hann starfaði um árabil við kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Iðnskólann í Reykjavík og Tækniskólann. Hann er félagi í Íslenskri grafík, Félagi íslenskra myndlistarmanna, Sambandi Íslenskra myndlistarmanna og Grafikens Hus í Svíþjóð. Verk eftir Þórð eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur.
Á Safnanótt verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 3. febrúar kl. 18.00-20.00.
Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 4. febrúar og sunnudaginn 5. febrúar á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.
Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.
Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.
Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 15% afslátt á innrömmunn á grafíkvinamyndum.
Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins. Allir velkomnir! Ókeypis aðgangur!