(english below)
2004
1. gr.
Félagið heitir ÍSLENSK GRAFÍK
- gr.
Hlutverk félagsins er:
• að vera hagsmunafélag grafíklistamanna.
• að stuðla að framgangi grafíklistamanna á Íslandi.
• að gangast fyrir samsýningum félagsmanna.
• að kynna erlenda grafík á Íslandi, svo og íslenska grafík á erlendum vettvangi. - gr.
Sameiginlegir punktar varðandi inntökuskilyrði í eftirtalin myndlistafélög:
FÍM, Íslensk Grafík, Textílfélagið, Myndhöggvarafélagið, leirlistafélagið og einstaklingsaðild að SÍM.
Umsækjandi skal uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum.
2. Að hafa starfað alvarlega að listsköpun í minnst 2 ár að námi loknu, eða stundað framhaldsnám jafn lengi.
3. hafa tekið þátt í alþjóðlegri sýningu, styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum en að ofan greinir.
4. hafa haldið eina eða fleiri einkasýningar í viðurkenndum sýningarstöðum.
5. hafa verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi.
6. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd.
7. Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun.
Sækja skal um skriflega eigi síðar en 30 dögum fyrir aðalfund viðkomandi félags. Með umsókninni skal fylgja, auk ofangreindra gagna, 5 litskyggnur eða ljósmyndir af nýlegum verkum ásamt upplýsingum um stærð og efni(með umsókn í félagið Íslensk Grafík þarf að senda 5 grafíkmyndir en ekki skyggnur) auk náms – og starfsferils.
Stjórn félagsins fjallar um umsóknir og leggur niðurstöðuna fyrir félagsfund til endanlegrar afgreiðslu.
Sætti umsækjandi sig ekki við niðurstöðu matsaðila getur hann vísað málinu til aðalfundar og ræður þar einfaldur meirihluti atkvæða.
4.gr.
Stjórn félagsins skipa þrír menn, formaður, ritari og gjaldkeri. Skulu þeir kosnir skriflega á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður sé kosinn sérstaklega. Formaður skal ekki sitja í stjórn lengur en í 5 ár. Einnig skulu kosnir á aðalfundi tveir meðstjórnendur í stjórn, skulu þeir og vera endurskoðendur reikninga félagsins.
Í forföllum formanns gegnir ritari störfum hanns, en sá varamaður tekur fyrr sæti í stjórn, sem fleiri atkvæði fékk við kosningu. Séu atkvæði jöfn skal hlutkesti varpað á aðalfundi.
Sýningarnefnd félagsins skipa þrír menn og einn varamaður og skulu þeir kosnir skriflega á aðalfundi til eins árs í senn. Sýningarnefnd og stjórn félagsins koma saman þegar þörf krefur.
Verkstæðisnefnd félagsins skipa þrír menn og einn varamaður og skulu þeir kosnir skriflega á aðalfundi til tveggja ára í senn. Einn nefndarfulltrúi skal vera úr stjórn, en þó ekki formaður félagsins. Verkstæðisnefnd og stjórn koma saman þegar þörf krefur.
Nefndir félagsins skila skýrslu á aðalfundi ár hvert.
- gr.
Aðalfund skal halda að vori, fyrir aðalfund Sambands íslenskra Myndlistarmanna. Fundurinn skal boðaður skriflega með tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn er lögmætur ef 10 félagsmenn mæta. Félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur þess þörf eða þriðjungur félagsmanna óskar þess. Félagsfundi skal boða skriflega með minnst þriggja daga fyrirvara. Formaður kallar saman stjórnarfundi þegar honum þykir þurfa eða einhver í stjórninni óskar þess, ekki færri en tvo fundi á ári. Aðalfundur ákveður árgjald félagsins. Gjaldkeri afhendir endurskoðendum reikninga félagsins viku fyrir aðalfund. - gr.
Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi eða á framhaldsaðalfundi, sem stjórnin getur kvatt saman, þyki henni nauðsyn bera til, enda sé lagabreyting boðuð í skriflegu fundarboði. Til þess að samþykkja lagabreytingu þarf löglega fundarsókn (þ.e. 10 fél.) og sé meirihluti fundarmanna samþykkur breytingunni. - gr.
Þeir sem skulda félagsgjöld í eitt ár falla eftir ítrekun út af félagatali. En borgi þeir eftir það munu þeir verða samþykir sem félagar á ný. - gr.
Félagssýning verður haldin að minnstakosti þriðja hvert ár. Fyrirkomulag sé sveigjanlegt og ákveðið af stjórn og sýningarnefnd hverju sinni með samþykki félagsfundar. - gr. Nýr félagsmaður þarf að vera gildur félagsmaður í 1 ár áður en hann fær Grafíksalinn leigðann á félagsmannakjörum
2004
1. gr.
The Association is called The Icelandic Printmakers Association
- gr.
The role of the association is:
• To be an organised interest group for members
• To encourage the progress of printmaking in Iceland
• To organize combined exhibitions for members
• To introduce international printmaking to Iceland and Icelandic printmaking abroad - gr.
The same admission requirements are for the following associations; FÍM (Society of Icelandic Painters), The Icelandic Printmakers Association, The Icelandic Textile Association, The Icelandic Sculpture Association, The Icelandic Ceramic Association and the Association of Icelandic Visual Artists.
The applicant has to fulfill four of the following requirements:
1. Completed fours years of art studies at University level.
2. Have worked as an artist for two years after graduating or have a postgraduate qualification in the field.
3. Have participated in an international exhibition supported by a public body or have participated in no less than five combined exhibitions
4. Held one or more private/solo exhibitions at recognized galleries or museums.
5. Have been selected by a committee to make a public art work.
6. At least one art work should be owned by a public institution or bought by a museum council or committee.
7. Have had a public grant or received the national artists salary award. 8. In addition to the above requirements one can add any information about other art activities.
The applicant should apply no later than 30 days before the annual meeting of the association. The application should include the following documents; 5 pictures of one’s art work and method description and curriculum vitae.
The committee will make the decision if the applicant is accepted or not.
If the applicant is dissatisfied with the decision then he/she has the right to debate this at the annual meeting where the majority vote is final.
4.gr.
The managing committee includes the following positions; foreman, secretary and financial officer. They will be voted in at each annual meeting. The foreman is voted separately and can be in that position no longer than five consecutive years. Furthermore two assistants will also be voted on an annual basis.
When the foreman is absent the secretary takes a temporary control of this role.
The exhibition committee consists of three permanent people and one extra available on request. Both committees meet when necessary.
The studio committee consists of three people and one extra available on request and they are also voted at the annual meeting however for two years at a time. One committee member should be from the managing committee however it cannot be the foreman. The studio and the managing committee meet when necessary.
All committees have to write an annual report to summaries the activities.
- gr.
The annual meeting should be held each spring before the annual meeting of the Association of Icelandic Visual Artists. The meeting has to be announced two weeks in advance of its occurrence. The meeting is only valid if at least 10 members attend. Other meetings can be arranged if the managing committee recommends it or one third of the members demand it. Other meetings have to be announced with three days notice. The foreman or someone else in the managing committee can arrange for meetings to occur if he/she thinks it is necessary however they should be no less than two a year. At each annual meeting the annual membership fee should be discussed. The financial officer will deliver the bills and other necessary documents to the association’s accountant no later than a week after the annual meeting has occurred. - gr.
The regulations of the association can only changed or debated at the annual meeting or at a continued meeting which the managing committee can hold if they think it is necessary. To be able to vote for changes there has to be at least 10 members at the meeting and the majority vote is final. - gr.
Members that have not paid the membership fee for a whole year will automatically be disbarred. If payment is forthcoming then their membership is reinstated. - gr.
A combined members exhibition has to be held at least once every three years. The organizing of that can be flexible and decided by the managing and exhibition committee with the agreement from the association’s meeting. - gr. A new member will only be able to rent the gallery, Grafíksalinn, on members´ terms after having been a valid member for 1 year.