Rakel Steinarsdóttir // 02/06/15- 17/06/15

family small

Verið velkomin á sýningu mína í Sal Íslenskrar Grafíkur, norðanmegin í Hafnarhúsinu.
Þar eru til sýnis nokkrir skúlptúrar og lágmyndir unnar úr rekavið.
Opnun föstudag 5. júní kl 17-18:30.

Verkefnið fór af stað 1. janúar 2009 í fjöru er afmarkast af fótboltavelli við Sörlaskjól og dælustöð við Faxaskjól. Á bakkanum fyrir ofan fjöruna safnast fyrir töluvert af rekavið. Þegar sjávarstaða og vindur er þannig, feykir aldan spýtum og steinum upp á land. Það sem upp hafði safnast í gegnum árin fjarlægði ég og hreinsaði þannig svæðið af öllu utanaðkomandi.

Upp frá því í eitt ár safnaði ég öllu því sem kom á land. Mjög misjafnt var hvort og hversu mikill reki kom uppá land og ýmislegt skemmtilegt kom í ljós. Ég safnaði, þvoði og þurrkaði rekann og hélt þriggja mánaða “birgðum” saman. Þennan efnivið er ég núna að nota í sýninguna Snart hjarta fyrir Sýningarsal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu.

Hugmyndir verkanna koma víða að og þau geta skírskotað til margra hluta. Oft vinn ég þannig að náttúran eða umhverfið gerir/gefur hluta af verkinu og ég útfæri það svo, stundum á undan og stundum á eftir.

Þegar ég týndi rekann var kreppan mikið í umræðunni og fannst mér því áhugavert að nýta mér auðlind sem var fleygt á land eftir dyntum veðurs og stöðu tungls. Í gegnum aldirnar hefur rekinn auðvitað verið nýttur til margra hluta eins og til húsbygginga og sem girðingarefni.

Salurinn er opinn miðvikudaga til sunnudaga 14-18

Magdalena Margrét Kjartansdóttir // ÓRÓ // 13/05/15-25/05/15

3myndir

ÓRÓ

Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir í sal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 hafnarmegin, stór verk handprentuð á örþunnan japanskan pappír.

Magdalena hefur verið að fást við konuna og kvenleikann síðustu áratugina. Í fyrstu verkunum fékkst hún við æskuna og sakleysið; nú eru konurnar hennar að eldast og þroskast í takt við hana sjálfa.

Magdalena endurnýtir eldri verk og setur í nýtt samhengi. Hún krumpar þau og klippir, rífur, leggur, límir og steypir saman í stór verk, þrykkjum sem spanna allan listferilinn, og úr verður einskonar yfirlitsverk. Elsta þrykkið er frá árinu 1982, það yngsta frá árinu 2014.

Magdalena Margrét hefur fyrir löngu skipað sér í framvarðarsveit íslenskra grafíklistamanna með sérstæðum og persónulegum stíl.

Sýningin opnar kl.17. þann 13.maí og stendur frá 14.-25. maí. Opnunartími 14.00-18.00 fimmtudaga – sunnudaga.

Grafíkvinamynd 2015

grafíkvinamynd merkt copy

Verk Grafíkvina árið 2015, “Brot” er dúkrista eftir Aðalheiði Valgeirsdóttur (f. 1958). Verkið er þrykkt af listamanninum sjálfum í þremur litum, með vatnsleysanlegum og eiturefnalausum þrykklitum frá Daler Rowney, á 250 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Lítill rauður flötur/brot er málað með vatnslit. Upplag verksins er 80 eintök. Stærð myndar er 14,5×19 cm og pappírsstærð 20x28cm.

Aðalheiður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982. Hún helgaði sig grafíklist á fyrstu árum ferils síns en hefur á síðari árum nær engöngu fengist við málverk í listsköpun sinni. Hún hefur haldið 19 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

Aðalheiður hefur lokið BA og MA námi í listfræði frá Háskóla Íslands og starfar bæði sem myndlistamaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur.

Verk Aðalheiðar hafa sterka skírskotun í náttúru landsins og þau blæbrigði sem skapast af tíma, veðráttu og birtu í samspili við hugmyndir mannsins um umhverfi sitt og tengsl hans við það.

 

www.ava.is

www.islenskgrafik.is

Pjetur Stefánsson & Þór Sigmundsson

Pjetur Stefánsson og Þór Sigmundsson sýna verk sín í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Sýningin opnar laugardaginn 17. janúar klukkan 15.00. Þetta er fjórða samsýning Pjeturs og Þórs á s.l. átta árum.

Að þessu sinni sýnir Pjetur teikningar og Þór höggmyndir.

Sýningin er opin á sunnudögum og laugardögum milli 14.00 og 18.00.

Liggjandi format Þór verk

Pushed & Pulled // Iceland Film Photographer Assocation // 15.11.14-30.11.14

English below

Print

 

Pushed & Pulled – Fyrsta sýning Félags filmuljósmyndara á Íslandi – 15.-30. Nov

Verk 16 ljósmyndara verða sýnd sem kanna víðfemar lendur hliðrænnar ljósmyndunar, svo sem polaroid, pinhole, tintype, gum bichromate og pappírsnegatívur sem og hefðbundnari stækkanir og stafræna prentun skannaðra negatíva.

Pushed & Pulled – The Iceland Film Photographer Association’s Debut Exhibition – Nov 15-30

16 photographers explore analog photography techniques, such as polaroid, pinhole, tintype, gum bichromate and paper negatives, as well as more conventional darkroom prints and inkjet prints from scanned film negatives.

Afmælissýning Íslenskrar Grafíkur // 23.08.14-28.09.14

 

Félagið íslensk Grafík verður 45 ára.

Í tilefni afmælisins verður efnt til samsýningar félagsmanna í í Artóteki – sýningarsal Borgarbókasafnsins – og verður opnunin á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst n.k. kl. 18:00.

 

Félagið Íslensk Grafík (einnig kallað Grafíkfélagið) var stofnað í núverandi mynd árið 1969 en var upprunalega stofnað árið 1954. Meginliðurinn í starfsemi félagsins hefur lengst af verið sýningarhald af ýmsu tagi, einkum sýningar á verkum félagsmanna innan lands og utan og útgáfa kynningarrita um íslenska grafíklistamenn og verk þeirra. Það hefur líka gefið út möppur með verkum félagsmanna og þannig stuðlað að aukinni dreifingu grafíklistar. Félagið hefur sömuleiðis staðið að kynningu á erlendri grafík hérlendis. Í félaginu eru í dag yfir 70 listamenn. Félagið rekur sýningarsal og verkstæði í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar verður opið hús á menningarnótt frá kl.15- 20, áhugaverð sýning á verkum íslenskra og bandaríksra listamanna og listamenn að störfum.

 

Björg Þorsteinsdóttir var nýverið útnefnd heiðursfélagi Í.G. og verða verk hennar í öndvegi á sýningunni.

 

Sýningin verður opin á opnunartíma Borgarbókasafnsins.

 

þrykkaugl.

 

ig.visirig.visir

Íslensk grafík & Boston Printmakers

B&ISamstarf og samsýning Íslenskrar grafíkur og Boston Printmakers 2014.

Í tilefni Menningarnætur og 45 ára afmælis félagsins Íslensk grafík stendur mikið til í vikuna 18.-24. ágúst. Félagið tekur á móti bandarískum grafíklistamönnum úr Boston Printmakers Association sem koma gagngert til landsins til að njóta menningar, samfagna íslenskum félögum sínum á tímamótunum og kynna grafíklistina.

Efnt hefur verið til margháttaðs samstarfs, unnið verður sameiginlega á verkstæði félagsins þessa viku og á Menningarnótt og jafnframt verður opnuð samsýning félaganna í sýningarsal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu (gengið inn að norðanverðu). Sýningin verður formlega opnuð þann 21.ágúst n.k. kl. 17 og stendur til 15. september.

Opið er fim-sun kl. 14-18.

Samstarf félaganna heldur svo áfram á erlendri grundu, annars vegar verður opnuð sýning á verkum beggja félaga í Belmont Gallery í Belmont Massachusets í október og í Scandinavian Centre á Boston svæðinu í nóvember eingöngu með íslenskum grafíkverkum. Jafnframt verður gefin út sameiginleg grafíkmappa á næsta ári. Samstarf félaganna og skipulagning er að undirlagi Bob Tomolillo sem hefur oftsinnis komið til Íslands enda kvæntur íslenskri konu Önnu Magnúsdóttur Tomolillo.

Á Menningarnótt verður verkstæði félagsins eins og oft áður opnað upp á gátt frá klukkan 15-20 og verða listamenn að störfum með kynningar á ýmsum aðferðum í grafík sem áhugavert er að kynna sér.

//

The Icelandic Printmaking Association and The Boston Printmakers collaborative project and exhibition.

Boston Printmakers are visiting us this fall and will exhibit with us at our gallery from August 21st – Sept. 15th. The opening reception will be on August 21st at 5pm. After that the gallery will be open from thursday-sunday, from 2pm-6pm. The trip is organized by Bob Tomolillo who is an active member of Boston Printmakers and is also married to the icelandic Anna Magnúsdóttir Tomolillo.

On Reykjavík’s Culture Night (August 24th) Boston printmakers will do demonstrations for the public between 3pm-8pm. Our studio and gallery will be wide open through those hours and everyone is welcome.

Our collaboration with the Boston Printmakers will continue to the west at the Belmont Gallery in Belmont Massachussets in oct. 2014 and then at The Scandinavian Centre in Boston.