Afmælissýning Íslenskrar Grafíkur // 23.08.14-28.09.14

 

Félagið íslensk Grafík verður 45 ára.

Í tilefni afmælisins verður efnt til samsýningar félagsmanna í í Artóteki – sýningarsal Borgarbókasafnsins – og verður opnunin á menningarnótt, laugardaginn 23. ágúst n.k. kl. 18:00.

 

Félagið Íslensk Grafík (einnig kallað Grafíkfélagið) var stofnað í núverandi mynd árið 1969 en var upprunalega stofnað árið 1954. Meginliðurinn í starfsemi félagsins hefur lengst af verið sýningarhald af ýmsu tagi, einkum sýningar á verkum félagsmanna innan lands og utan og útgáfa kynningarrita um íslenska grafíklistamenn og verk þeirra. Það hefur líka gefið út möppur með verkum félagsmanna og þannig stuðlað að aukinni dreifingu grafíklistar. Félagið hefur sömuleiðis staðið að kynningu á erlendri grafík hérlendis. Í félaginu eru í dag yfir 70 listamenn. Félagið rekur sýningarsal og verkstæði í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þar verður opið hús á menningarnótt frá kl.15- 20, áhugaverð sýning á verkum íslenskra og bandaríksra listamanna og listamenn að störfum.

 

Björg Þorsteinsdóttir var nýverið útnefnd heiðursfélagi Í.G. og verða verk hennar í öndvegi á sýningunni.

 

Sýningin verður opin á opnunartíma Borgarbókasafnsins.

 

þrykkaugl.

 

ig.visirig.visir