Verið velkomin á sýningu mína í Sal Íslenskrar Grafíkur, norðanmegin í Hafnarhúsinu.
Þar eru til sýnis nokkrir skúlptúrar og lágmyndir unnar úr rekavið.
Opnun föstudag 5. júní kl 17-18:30.
Verkefnið fór af stað 1. janúar 2009 í fjöru er afmarkast af fótboltavelli við Sörlaskjól og dælustöð við Faxaskjól. Á bakkanum fyrir ofan fjöruna safnast fyrir töluvert af rekavið. Þegar sjávarstaða og vindur er þannig, feykir aldan spýtum og steinum upp á land. Það sem upp hafði safnast í gegnum árin fjarlægði ég og hreinsaði þannig svæðið af öllu utanaðkomandi.
Upp frá því í eitt ár safnaði ég öllu því sem kom á land. Mjög misjafnt var hvort og hversu mikill reki kom uppá land og ýmislegt skemmtilegt kom í ljós. Ég safnaði, þvoði og þurrkaði rekann og hélt þriggja mánaða “birgðum” saman. Þennan efnivið er ég núna að nota í sýninguna Snart hjarta fyrir Sýningarsal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu.
Hugmyndir verkanna koma víða að og þau geta skírskotað til margra hluta. Oft vinn ég þannig að náttúran eða umhverfið gerir/gefur hluta af verkinu og ég útfæri það svo, stundum á undan og stundum á eftir.
Þegar ég týndi rekann var kreppan mikið í umræðunni og fannst mér því áhugavert að nýta mér auðlind sem var fleygt á land eftir dyntum veðurs og stöðu tungls. Í gegnum aldirnar hefur rekinn auðvitað verið nýttur til margra hluta eins og til húsbygginga og sem girðingarefni.
Salurinn er opinn miðvikudaga til sunnudaga 14-18