NEONDERTHAL // 06/02/2015

neonderthalSafnanótt – Vetrarhátíð 2015 // Museum Night – Winter Lights Festival 2015

Verið þið velkomin á Neon þrykk stuð á Safnanótt föstudaginn, 6.febrúar á milli 20:00-21:00 á verkstæði Íslenskrar Grafíkur. Neon-derthalar taka á móti ykkur í blússandi træbal-diskóstuði.

Please join us for NEONderthal printmaking on friday february 6th between 8-9pm at the IPA studio. All Neonderthals (and their friends and kids) welcome!

check out more events http://winterlightsfestival.is/

 

Íslensk grafík & Boston Printmakers

B&ISamstarf og samsýning Íslenskrar grafíkur og Boston Printmakers 2014.

Í tilefni Menningarnætur og 45 ára afmælis félagsins Íslensk grafík stendur mikið til í vikuna 18.-24. ágúst. Félagið tekur á móti bandarískum grafíklistamönnum úr Boston Printmakers Association sem koma gagngert til landsins til að njóta menningar, samfagna íslenskum félögum sínum á tímamótunum og kynna grafíklistina.

Efnt hefur verið til margháttaðs samstarfs, unnið verður sameiginlega á verkstæði félagsins þessa viku og á Menningarnótt og jafnframt verður opnuð samsýning félaganna í sýningarsal Grafíkfélagsins í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu (gengið inn að norðanverðu). Sýningin verður formlega opnuð þann 21.ágúst n.k. kl. 17 og stendur til 15. september.

Opið er fim-sun kl. 14-18.

Samstarf félaganna heldur svo áfram á erlendri grundu, annars vegar verður opnuð sýning á verkum beggja félaga í Belmont Gallery í Belmont Massachusets í október og í Scandinavian Centre á Boston svæðinu í nóvember eingöngu með íslenskum grafíkverkum. Jafnframt verður gefin út sameiginleg grafíkmappa á næsta ári. Samstarf félaganna og skipulagning er að undirlagi Bob Tomolillo sem hefur oftsinnis komið til Íslands enda kvæntur íslenskri konu Önnu Magnúsdóttur Tomolillo.

Á Menningarnótt verður verkstæði félagsins eins og oft áður opnað upp á gátt frá klukkan 15-20 og verða listamenn að störfum með kynningar á ýmsum aðferðum í grafík sem áhugavert er að kynna sér.

//

The Icelandic Printmaking Association and The Boston Printmakers collaborative project and exhibition.

Boston Printmakers are visiting us this fall and will exhibit with us at our gallery from August 21st – Sept. 15th. The opening reception will be on August 21st at 5pm. After that the gallery will be open from thursday-sunday, from 2pm-6pm. The trip is organized by Bob Tomolillo who is an active member of Boston Printmakers and is also married to the icelandic Anna Magnúsdóttir Tomolillo.

On Reykjavík’s Culture Night (August 24th) Boston printmakers will do demonstrations for the public between 3pm-8pm. Our studio and gallery will be wide open through those hours and everyone is welcome.

Our collaboration with the Boston Printmakers will continue to the west at the Belmont Gallery in Belmont Massachussets in oct. 2014 and then at The Scandinavian Centre in Boston.