Magdalena Margrét Kjartansdóttir // ÓRÓ // 13/05/15-25/05/15

3myndir

ÓRÓ

Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir í sal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 hafnarmegin, stór verk handprentuð á örþunnan japanskan pappír.

Magdalena hefur verið að fást við konuna og kvenleikann síðustu áratugina. Í fyrstu verkunum fékkst hún við æskuna og sakleysið; nú eru konurnar hennar að eldast og þroskast í takt við hana sjálfa.

Magdalena endurnýtir eldri verk og setur í nýtt samhengi. Hún krumpar þau og klippir, rífur, leggur, límir og steypir saman í stór verk, þrykkjum sem spanna allan listferilinn, og úr verður einskonar yfirlitsverk. Elsta þrykkið er frá árinu 1982, það yngsta frá árinu 2014.

Magdalena Margrét hefur fyrir löngu skipað sér í framvarðarsveit íslenskra grafíklistamanna með sérstæðum og persónulegum stíl.

Sýningin opnar kl.17. þann 13.maí og stendur frá 14.-25. maí. Opnunartími 14.00-18.00 fimmtudaga – sunnudaga.

NEONDERTHAL // 06/02/2015

neonderthalSafnanótt – Vetrarhátíð 2015 // Museum Night – Winter Lights Festival 2015

Verið þið velkomin á Neon þrykk stuð á Safnanótt föstudaginn, 6.febrúar á milli 20:00-21:00 á verkstæði Íslenskrar Grafíkur. Neon-derthalar taka á móti ykkur í blússandi træbal-diskóstuði.

Please join us for NEONderthal printmaking on friday february 6th between 8-9pm at the IPA studio. All Neonderthals (and their friends and kids) welcome!

check out more events http://winterlightsfestival.is/