Exhibitions
Bergljót Svanhildur Sveinsdóttir // Vatnslitamyndir // 7/3/15-22/3/15
NEONDERTHAL // 06/02/2015
Safnanótt – Vetrarhátíð 2015 // Museum Night – Winter Lights Festival 2015
Verið þið velkomin á Neon þrykk stuð á Safnanótt föstudaginn, 6.febrúar á milli 20:00-21:00 á verkstæði Íslenskrar Grafíkur. Neon-derthalar taka á móti ykkur í blússandi træbal-diskóstuði.
Please join us for NEONderthal printmaking on friday february 6th between 8-9pm at the IPA studio. All Neonderthals (and their friends and kids) welcome!
check out more events http://winterlightsfestival.is/
Grafíkvinamynd 2015
Verk Grafíkvina árið 2015, “Brot” er dúkrista eftir Aðalheiði Valgeirsdóttur (f. 1958). Verkið er þrykkt af listamanninum sjálfum í þremur litum, með vatnsleysanlegum og eiturefnalausum þrykklitum frá Daler Rowney, á 250 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Lítill rauður flötur/brot er málað með vatnslit. Upplag verksins er 80 eintök. Stærð myndar er 14,5×19 cm og pappírsstærð 20x28cm.
Aðalheiður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982. Hún helgaði sig grafíklist á fyrstu árum ferils síns en hefur á síðari árum nær engöngu fengist við málverk í listsköpun sinni. Hún hefur haldið 19 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.
Aðalheiður hefur lokið BA og MA námi í listfræði frá Háskóla Íslands og starfar bæði sem myndlistamaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur.
Verk Aðalheiðar hafa sterka skírskotun í náttúru landsins og þau blæbrigði sem skapast af tíma, veðráttu og birtu í samspili við hugmyndir mannsins um umhverfi sitt og tengsl hans við það.
Pjetur Stefánsson & Þór Sigmundsson
Pjetur Stefánsson og Þór Sigmundsson sýna verk sín í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.
Sýningin opnar laugardaginn 17. janúar klukkan 15.00. Þetta er fjórða samsýning Pjeturs og Þórs á s.l. átta árum.
Að þessu sinni sýnir Pjetur teikningar og Þór höggmyndir.
Sýningin er opin á sunnudögum og laugardögum milli 14.00 og 18.00.
Íslensk Grafík // Samsýning Félagsmanna // 11.12.14-21.12.14 //
Pushed & Pulled // Iceland Film Photographer Assocation // 15.11.14-30.11.14
English below
Pushed & Pulled – Fyrsta sýning Félags filmuljósmyndara á Íslandi – 15.-30. Nov
Verk 16 ljósmyndara verða sýnd sem kanna víðfemar lendur hliðrænnar ljósmyndunar, svo sem polaroid, pinhole, tintype, gum bichromate og pappírsnegatívur sem og hefðbundnari stækkanir og stafræna prentun skannaðra negatíva.
Pushed & Pulled – The Iceland Film Photographer Association’s Debut Exhibition – Nov 15-30
16 photographers explore analog photography techniques, such as polaroid, pinhole, tintype, gum bichromate and paper negatives, as well as more conventional darkroom prints and inkjet prints from scanned film negatives.










