Pjétur Stefánsson og Þór Sigmundsson opna fyrstu sýningu ársins í Grafíksalnum
laugardaginn 16.janúar kl.15.
Verið velkomin


Pjétur Stefánsson og Þór Sigmundsson opna fyrstu sýningu ársins í Grafíksalnum
laugardaginn 16.janúar kl.15.
Verið velkomin


Danski listamaðurinn Jens D Nielsen opnar sýningu sína Landslag
föstudaginn 23. október 2015, kl. 17-20 hjá Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin)
Sýningin stendur frá 24. október til 8. nóvember. Sýningin, sem ber vinnuheitið ”Kortlagt landslag”, er framhald fyrri sýningar með styttra heitinu ”Landslag”, sem var í Norræna húsinu í 2011. Jens D Nielsen en hann er heiðursfélagi í danska grafíkfélaginu og með langan listferil. Jens D Nielsen er hér á landi núna og því er möguleiki á viðtali við hann um sýninguna.
Á sýningunni “Before Iceland” sýnir hún 33 einþrykk unnin í þurrnál með chine collage og segir um verkin að hún líti á grafík sem eina aðferð við teikningu frekar en prentmiðil eða:
“I tend to think of printmaking as another way to draw rather than ‘making a print’ per say. The tools of printmaking give my inclination to draw new tensions to push against and going back and forth between [painting, drawing and printmaking] mediums invigorates the questions I ask in my work.”
Fimmtudaginn 10 september kl. 17 opnar Ásdís Kalman málverkasýningu sína „Spektrum” í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík. Með verkum sínum leitast hún við að fanga og festa á mynd orkuflæði og ljósaminningar.
Sýningin í sal Íslenskrar grafíkur er tíunda einkasýning Ásdísar. Hefur hún einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Ásdís hefur í gegnum árin að mestu notast við olíu á striga í sköpun sinni.
Ásdís lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá málaradeild árið 1988. Hún lauk B.A.-gráðu í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands vorið 2004.
Ásdís hefur unnið við myndlist frá því að hún lauk námi í faginu og hefur einnig kennt myndlist til margra ára, síðustu árin við Ingunnarskóla.
Sýningin stendur yfir til 27.september og opnunartímar verða fimmtudagar og föstudagar á milli kl.15.00-18.00 og laugardaga og sunnudagar á milli kl. 14.00-18.00.
Þóra Einarsdóttir opnar sýninguna “Nærmynd” í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, hafnarmegin, 21. ágúst, kl. 17-19. Á sýningunni verða olíumálverk og dúkristur þar sem viðfangsefnið er gömul yfirgefin hús sem Þóra heimsótti á Vestfjörðum og á Vesturlandi árið 2014. Þar veltir listakonan fyrir sér spurningunni af hverju hús og staðir eru yfirgefnir? Þóra stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1991-1995 og hefur síðan sótt námskeið hjá hinum ýmsu myndlistarmönnum. Þóra hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis m.a. í Róm og á Sikiley og í Louvre safninu í París. Sýningin Þóru stendur til 6. september, opið alla daga kl. 14-18. Allir velkomnir.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar
Ísland-Iceland-IJsland fimmtudaginn 23. júlí kl. 17.00.
Welcome to Hlif Asgrimsdottir exhibition
Ísland-Iceland-IJsland Thursday July 23th at 17.00.
Sýningin stendur til 27. júlí og er opin frá kl. 14.00-18.00.
The Exhibition is open Thursday July 24 – Sunday July 27 from 2-6pm.
Verk Hlífar Ásgrímsdóttur eru undir áhrifum af umhverfislist og málverkum sem máluð eru í einum lit. Verkin eru skipulega uppbyggð og bera með sér tilfinningalega tjáningu. Duchamp var upphafsmaður hugmyndarinnar um READYMADE og setti fram tilbúna hluti sem hann skilgreindi sem listaverk og gaf nafn.
Hlíf grefur upp rusl í formi rúlluplasts sem hefur verið skilið eftir á jörðinni og það hefur dregið í sig liti frá sandi, grasi og mold. Vegna áferðar, óvæntra forma og lita þá hengir hún rúlluplastslengjurnar upp eins og READYMADE án umgjarðar og án málningar. Ósnert, eins og það er. Á þann hátt sýnir hún veruleikann þar sem plastefni breytir eiginleikum hafsins og jarðarinnar.
Vatnslitamyndirnar eru málaðar þar sem sjónarhornið er hvorki samhliða né hornrétt, og inniheldur óhlutbundna vídd og landslag. Litaáferð og margar umferðir af undirmálningu búa til mörg blæbrigði og skapa andstæður milli ljóss og skugga. Margar umferðir litanna gera það að verkum að landslagið er að hverfa en absrakt áhrif koma í staðinn. Einnig skrifar hún orðið Ísland á ýmsum tungumálum.
Hlíf Ásgrímsdóttir’s work is influenced by both environmental art and modernist monochrome paintings. Her work is between organized composition and emotional expression. Duchamp created the concept of the READYMADE and the selecting of found objects which were then declared as artwork. Hlíf digs up trash in the form of plastic sheets that has been left on the ground and is marked by the colors from the sand, grass and mud. Because of the texture, unexpected forms and colors, she hangs the plastic sheets up as READYMADE without framework and without painting it. Untouched. This is her way of portraying reality in which the plastic material is changing the sea and the earth. In the watercolors, the texture and many traces of transparent under-painting create shifting tones and make the contrast between light and dark. Applied in many layers, their landscape cause concentrated colors to fade away, giving an effect of abstract feeling. Also she writes the word, Iceland in various languages. A perspective which is neither parallel nor at right angles, the watercolors often incorporate both landscape and abstract world.
Nánari upplýsingar/Information:
Hlíf Ásgrímsdóttir
tel: 8645879 / 5619347
Wish you were here er örsýning og póstkorta prójekt málarans Soffíu Sæmundsdóttur og fjöltæknilistakonunnar Heike Liss sem kynntust á námsárum sínum í Kaliforníu. Frá janúar 2015 hafa þær búið til og sent hvor annarri póstkort þar sem þær fást við landslag hvor með sínum hætti. Á meðan á sýningunni stendur munu listakonurnar sýna kortin sem hafa ferðast milli heimshluta en einnig munu þær setja upp einskonar framleiðslustöð í Grafíksalnum og halda vinnunni áfram sem á þessari stundu er óljóst hvert stefnir.
Sýningin opnar fimmtudaginn 16. júlí klukkan 17-19
Eftir það er hún opin föstudag, laugardag og sunnudag kl. 14-18.
Grafíksalurinn er í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 hafnarmegin.
Wish you were here is a mail-art project by Icelandic painter Soffia Saemundsdottir and German multi-media artist Heike Liss.
Since January 2015 Saemundsdottir and Liss, who met while studying in California, have been making and sending postcards that explore their perceptions of landscape. For the duration of the exhibition the two artists will not only show the cards that they have already produced but also set up a makeshift studio at the IPA Gallery in Reykjavik to continue to work on this open-ended venture.
The exhibition opens on thursday July 16th from 5-7 pm and is open from 2-6pm. after that until sunday July 19th. The IPA Gallery is at Tryggvagata 17 in Hafnarhusið by the harbour side.
Heike Liss works in a variety of media, including video, photography, drawing, sculpture, site-specific installation and public intervention. Her biggest inspiration is everyday life—the world and the people around her. She studied Ethnology and Cultural Anthropology at the University of Tübingen before attending Mills College, where she received a Master’s degree in Studio Art. Heike’s award-winning work has been exhibited internationally in museums, galleries and at film festivals. She has collaborated with choreographer François Verret, musicians Ellen Fullman, GAW, Marcus Weiss, Sylwia Zytynska, and Theresa Wong, multi-media artists Ellen Lake, Nomi Talisman, and Michael Trigilio, painter Soffia Saemundsdottir and poet Lyn Hejinian, to name a few. In 2011 she co-founded the dance theater collective this sweet nothing with composer Caroline Penwarden and choreographer Sonsherée Giles. Their first collaboration (Was It a Dream I Loved) was presented to critical acclaim in February 2012 in Oakland, California.
Since 2014 Heike is performing live visuals with her long time collaborator and travelling companion Fred Frith, as well as other musical improvisers such as Ikue Mori, Lotte Anker, and Shelley Hirsch. She lives and works in Oakland and Basel and teaches at the Universidad Austral de Chile in Valdivia.
Soffia Sæmundsdóttir works mainly in painting and drawing and has been active in the icelandic/international art scene for the past decade. She’s inspired by landscape and nature and seeks unknown places to explore. She’s a printmakers graduate from the Icelandic College of Arts and Craft and did her MFA in painting at Mills College California 2001-3. She has had numerous solo shows and participated in group shows in Iceland and abroad and has collaborated with fellow artists as well as with international printmaking collaborations. She has been an artist in residence around the world such as Lukas Künstlerhaus in Ahrenshoop Germany and at Leighton Studio’s at Banff, Canada. She’s a Joan Mitchell Painter’s and Sculpture Award Recipient and a price winner in Winsor and Newton International Painting Millennium Competition. She was the Chairman of Icelandic Printmakers Association 2011-2015 and is now on the association’s show committee. She lives and works in Reykjavik greater area.
Verið velkomin á sýningu mína í Sal Íslenskrar Grafíkur, norðanmegin í Hafnarhúsinu.
Þar eru til sýnis nokkrir skúlptúrar og lágmyndir unnar úr rekavið.
Opnun föstudag 5. júní kl 17-18:30.
Verkefnið fór af stað 1. janúar 2009 í fjöru er afmarkast af fótboltavelli við Sörlaskjól og dælustöð við Faxaskjól. Á bakkanum fyrir ofan fjöruna safnast fyrir töluvert af rekavið. Þegar sjávarstaða og vindur er þannig, feykir aldan spýtum og steinum upp á land. Það sem upp hafði safnast í gegnum árin fjarlægði ég og hreinsaði þannig svæðið af öllu utanaðkomandi.
Upp frá því í eitt ár safnaði ég öllu því sem kom á land. Mjög misjafnt var hvort og hversu mikill reki kom uppá land og ýmislegt skemmtilegt kom í ljós. Ég safnaði, þvoði og þurrkaði rekann og hélt þriggja mánaða “birgðum” saman. Þennan efnivið er ég núna að nota í sýninguna Snart hjarta fyrir Sýningarsal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu.
Hugmyndir verkanna koma víða að og þau geta skírskotað til margra hluta. Oft vinn ég þannig að náttúran eða umhverfið gerir/gefur hluta af verkinu og ég útfæri það svo, stundum á undan og stundum á eftir.
Þegar ég týndi rekann var kreppan mikið í umræðunni og fannst mér því áhugavert að nýta mér auðlind sem var fleygt á land eftir dyntum veðurs og stöðu tungls. Í gegnum aldirnar hefur rekinn auðvitað verið nýttur til margra hluta eins og til húsbygginga og sem girðingarefni.
Salurinn er opinn miðvikudaga til sunnudaga 14-18
ÓRÓ
Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir í sal Íslenskrar grafíkur Tryggvagötu 17 hafnarmegin, stór verk handprentuð á örþunnan japanskan pappír.
Magdalena hefur verið að fást við konuna og kvenleikann síðustu áratugina. Í fyrstu verkunum fékkst hún við æskuna og sakleysið; nú eru konurnar hennar að eldast og þroskast í takt við hana sjálfa.
Magdalena endurnýtir eldri verk og setur í nýtt samhengi. Hún krumpar þau og klippir, rífur, leggur, límir og steypir saman í stór verk, þrykkjum sem spanna allan listferilinn, og úr verður einskonar yfirlitsverk. Elsta þrykkið er frá árinu 1982, það yngsta frá árinu 2014.
Magdalena Margrét hefur fyrir löngu skipað sér í framvarðarsveit íslenskra grafíklistamanna með sérstæðum og persónulegum stíl.
Sýningin opnar kl.17. þann 13.maí og stendur frá 14.-25. maí. Opnunartími 14.00-18.00 fimmtudaga – sunnudaga.