
Verkið er koparæting unnið út frá ljósmynd (ImageOn filmu) síðan ætt í járnklorid. Það er þrykkt af listamanninum sjálfum með tveimur litum Prussian Blue og svörtum frá Charbonnel á 300 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Stærð myndar er 20x15cm og pappírsstærð 28x20cm. Upplag verksins er 80 eintök.
Íslensk náttúra er aðaluppsprettan í listsköpun Kristínar. Kraftur náttúrunnar og það ófyrirsjánlega eins og hlýnun jarðar hefur verð henni hugleikið.
Hún heillast af landinu við fætur okkar, yfirborði og blæbrigðum og tekur oftast nærmyndir af viðfangsefninu, samanber Grafíkvinamyndin. Undanfarin ár hefur Kristín tengt ljósmyndun og grafíktækni þ.e. ætingu.
Kristín lauk námi frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Hún hefur eingöngu unnið að myndlist síðan, aðallega í grafík en einnig í olíumálun.
Árið 2015 var Kristín valin ásamt þremur íslenskum grafíklistamönnum til að taka þátt í norrænni samsýningu “GraN” í Listasafni Akureyrar. Kristín hefur haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis.
Verið hjartanlega velkomin á Safnanótt föstudaginn 5.febrúar kl.18:00-23:59 og laugardaginn 6.febrúar og sunnudag 7.febrúar frá kl.14-18