Ásdís Kalman / Spectrum / 10/09/2015-27/09/2015

asdis.kalman.syning.15.ils.grafik-1

Fimmtudaginn 10 september kl. 17 opnar Ásdís Kalman málverkasýningu sína „Spektrum” í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, Reykjavík.  Með verkum sínum leitast hún við að fanga og festa á mynd orkuflæði og ljósaminningar.

Sýningin í sal Íslenskrar grafíkur er tíunda einkasýning Ásdísar. Hefur hún  einnig hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis.  Ásdís hefur í gegnum árin að mestu notast  við olíu á striga í sköpun sinni.

Ásdís lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist frá málaradeild árið 1988. Hún lauk B.A.-gráðu í kennslufræði frá Listaháskóla Íslands vorið 2004.
Ásdís hefur unnið við myndlist frá því að hún lauk námi í faginu og hefur einnig kennt myndlist til margra ára, síðustu árin við Ingunnarskóla.

Sýningin stendur yfir til 27.september og opnunartímar verða fimmtudagar og föstudagar á milli kl.15.00-18.00 og laugardaga og sunnudagar á milli kl. 14.00-18.00.