Exhibitions

“Hér og þar” – Sævar Karl

Velkomin á sýningu Sævars Karls “Hér og þar” í Grafíksalnum við höfnina.

Sýningin stendur frá 24. ágúst, til 3. september, opið alla daga frá 15:00 til 18:00 

“Myndirnar eru málaðar undir berum himni og við glugga á vinnustofum mínum, hér í miðborg Reykjavíkur og þar í hjarta München, Hofgarten. Myndirnar eru málaðar að vori og í byrun sumars þegar litir og náttúrunnar eru hvað skarpastir. Mér finnst spennandi að sjá og túlka hvernig garðarnir, bæði hér og þar, breytast frá morgni til kvölds, eftir veðri og sólargangi. “

Sævar Karl

 www.saevarkarl.com og karlsaevar@saevarkarl.com  instagram  og Facebook

Hugur minn dvelur hjá þér

Heimaey 1973

Gíslína Dögg Bjarkadóttir sýnir verk sem tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið með tilliti til náttúrunnar og mannfélagsins.

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík 2023 í tilefni af 50 ára goslokaafmæli og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna.

Sýningin er opin 19. ágúst 13:00-20:00 og 20. ágúst 11:00 – 17:00

STORMUR – Hjörtur Matthías Skúlason

Hjörtur Matthías Skúlason opnar myndlistarsýningu sína, STORMUR, næstkomandi fimmtudag, 3. ágúst, kl 17:00-19:00 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin). Sýningin verður opin til og með 15. ágúst, opið verður fimmtudaga – sunnudaga kl 14:00-17:00.Verið öll hjartanlega velkomin.

Stormur

Stormurinn er afl sem er handan við ásetning og stjórn mannsins. Um leið eru verkin jarðbundin, full af barnslegum uppruna og sköpunarsögu. Við fæðumst, leikum okkur saman og sundur, hreyfumst með, feykjumst og fælumst undan veðrum í viðsjálum heimi. Líklegast eru dúkkurnar að fjölga sér eins og mannkyn, skordýr, sveppir, örverur og það er falin bæði fegurð og óhugnaður í þeirri staðreynd og framsetningu verkanna.

Hjörtur Matthías Skúlason er fæddur á Patreksfirði 1979 og ólst upp á Rauðasandi í Vesturbyggð. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA gráðu í vöruhönnun. Sérkenni Hjartar síðast liðin ár eru manngerðir skúlptúrar hans, handsaumaðar dúkkur sem minna okkur á hlutskipti mannsins og tengsl við náttúruna, fegurð og óhugnað, en í tvívíðum myndverkum verður líkami dúkkunnar að kyrrstæðri spennu, krafti sem býr undir niðri, munúðarfullu landslagi.

measurement of living distance

Nemendur Listaháskóla Íslands standa fyrir Pop-up sýningu í Grafíksalnum um helgina, 21.-23. júlí og verður opið aðeins þessa 3 daga kl 17:00-20:00

Verið öll hjartanlega velkomin.

Hér er hlekkur á viðburðinn: https://fb.me/e/14NYQXfMw

measurement of living distance – art exhibition comin up at Íslensk Grafík – The Icelandic Printmakers Association, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17 (harbour side).

The opening will be Friday 21st of July at 17:00-20:00 and it will only be open this one weekend.
Opening hours: Friday 21st, Saturday 22nd and Sunday 23rd at 17:00-20:00.

measurement of living distance is a collaborative show between two IUA students, Martina and Mirjam. The exhibition explores the many techniques of printmaking along with drawings, sculpture and film photography, portraying the female form through abstractions and mark-making, imprinting oneself in society, over and over again, in pursuit of oneself.

Martina Priehodová is a Slovak multimedia artist pursuing her master’s in Fine Arts at the Icelandic University of the Arts. Her research revolves around personal and universal experiences of becoming through evolving, learning, eating, and growing up.

Mirjam Maekalle is a visual artist newly graduated from the Icelandic University of the Arts. Her work explores the black & white realm where the figurative becomes abstract. Having acquired a degree in Comparative Literature from the University of Iceland, her works develop from narratives that explore the meaning of self and escapism, melancholy and connections.”

ALISTAIR MACINTYRE “MIRRORS WITH LONG MEMORIES”

Sýningaropnun, fimmtudaginn 22.júní n.k. kl.17. 

Grafíksalurinn hjá Íslenskri grafík í Hafnarhúsinu (hafnarmegin). 

Sýningin stendur til 9.júlí 2023

 Opið alla daga nema mánudaga milli kl. 12-18

Frá því um síðustu aldamót hef ég þróað tímatengt vinnuferli sem byggir á bráðnun íss, og samhliða skoðað undirstöður og aðferðir hliðrænnar ljósmyndar. Sýningin gaumgæfir ýmsa snertifleti sem finna má hér á milli, en í báðum tilfellum er það tíminn sem kallar fram endanlega mynd.  Í nýrri verkum vísa ég einkum til myndraða  Étienne Jules Marey og Eadweard Muybridge.  Ljósmyndin er endurunnin; rist og mótuð í járni og komið fyrir í ísklumpi.  Hér falla til sem setlög augnabliks kennileiti í sögu ljósmyndunar. 

Við ísbráðnunina botnfellur járnið á þykkan pappírinn og samspil skapast við polla ísvatnsins. Efnafræðilegur núningur milli járns, vatns og hvata glæðir kviknandi form lífi og njörvar þau niður í tíma, líkt og þegar ljósmynd kemur fram á pappír í framköllunarvökva. Eins og skuggi sem mjakast út úr þokunni birtist hin endanlega niðurstaða –  hægfara í gegnum ísinn sem þynnist og verður æ gegnsærri – og á einhverjum dögum og vikum styrkist ryðskánin og útlínur skýrast. 

Eftir situr patína sem,  – líkt og þegar ljósmynd verður til -, birtir hinn þrívíða heim í formi myndar á tvívíðum fleti. 

Draumalandið / Elysium – Hlynur Helgason

Hlynur Helgason opnar sýninguna Draumalandið / Elysium föstudaginn 2. júní frá 17-19. Hún verður í kjölfarið opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14–17, fram til 18. júní.
Það væri gaman að sjá sem flesta á opnun og allir vitaskuld velkomnir síðar.

Draumalandið / Elysium, er röð 15 nýrra tónaðra kýanótýpa (cyanotype), ljósmynda unnar með 19. aldar tækni í vatnslitapappír. Í myndefninu mætir óreiða náttúrinnar reglu mannlegs skipulags á dramatískan hátt. Um er að ræða sakleysislegt og hversdagslegt umhverfi, sem í meðförum tækninnar tekur á sig óreiðukenndan og ógnandi blæ. https://tacticalart.net/


103 Vasar – Ragna Ingimundardóttir

Ragna Ingimundardóttir opnar sýninguna 103 VASAR laugardaginn 13. maí kl 14. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl 12:00-17:00 og stendur til og með 28. maí.

Hljóðinnsetning: Ingimundur Óskar Jónsson

103 vasar úr steinleir eftir Rögnu Ingimundardóttur mynda saman innsetningu í sýningarsalnum. Gróft yfirborð vasanna hefur vísun í jarðveg, sand, mold og leirlög. Blóm, lauf, fræhús og önnur náttúruform líða eins og skriðjurtir um yfirborð vasanna og minna á steingervinga sem varðveist hafa í jarðlögum. Plata sem Ingimundur hefur samið í tilefni af sýningunni ómar í rýminu en þar heyrist í hljóðfærum og upptökum frá því þegar verið var að búa til vasana.

Sýningin stendur síðan til og með 28. maí. Opið kl. 12:00-17:00 alla daga nema mánudaga.

Solander250: Bréf frá Íslandi

 Sýningin Solander 250: bréf frá Íslandi er stærsta og viðamesta myndlistasýning sem hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi.

Sýningin er sett upp til að minnast þess að 250 ár eru liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander frá Svíþjóð. Solander skrásetti og safnaði margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð þjóðarinnar. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi eru:

Aðalheiður Valgeirsdottir, Anna Líndal, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir Valgerður Björnsdóttir og Viktor Petur Hannesson.

Sýningarstjórar eru Anna Snædís Sigmarsdóttir og Beta Gagga