Exhibitions

ANDLIT JARDAR / EARTH PORTRAITS

bodskort_v

Andlit Jarðar (English below)

Laura Valentino synir gum bichromate og silfur-gelatín myndir í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, gengið inn hafnarmegin. Sýningin opnar 1. desember, kl. 14, og stendur til 16. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14-17.

Andlit Jarðar kannar áhrif tímans bæði á landslagið og á listsköpunarferlið.

Landslag er síbreytilegt, líkt og manneskjur, og það er erfitt að festa það í augnabliki. Veðurfar, árstíðir, ljós, náttúruöfl og gjörðir manneskjunnar hefur áhrif á það sem við sjáum. Bætum við aðgengi, sjónarhorni, ólíkum gerðum myndavéla sem grípa andartakið, filmum og formi. Síðan þarf að velja (kemísk) efni og lengd framköllunartímans. Filmuna má rispa, toga, teygja, skanna og handfjatla, eins og við förum með líkamann þegar hann þarf að glíma við náttúruna. Myndatökuferlið líkir eftir áhrifum tímans á landslagið. Pappír er valinn og myndefnið galdrað fram, baðað í vökva, lit, ljósi og tíma. Mörgum sinnum. Afraksturinn verður meira en þetta augnablik, þessi smellur í myndavélinni.

Laura hefur meistaragráðu í myndlist frá Kaliforníuháskóla, Berkeley. Hún flutti til Íslands árið 1988 og hefur búið hér síðan. Laura hefur tekið þátt í mörgum sýningum hérlendis og erlendis, sem málari og grafíklistamaður. Hún hefur kynnt sér gamla ljósmyndatækni síðan á tíunda áratug síðustu aldar, og lítur fyrst og fremst á sig sem grafíklistamaður (printmaker). Laura gekk til liðs við SÍM og Íslenska Grafík 2008 og stofnaði ásamt fleirum Félag filmuljósmyndara á Íslandi árið 2014. Hún er í stjórn (stúdíónefnd) ÍG og kennir námskeið í gum bichromate aðferð.

Earth Portraits

Laura Valentino exhibits gum bichromate and silver gelatin prints at Grafiksalurinn, Tryggvagata 17, entrance harbor side. The opening reception is on December 1st, 2pm, and the show stands until December 16th. The gallery is open from 2-5pm, Thursday–Sunday.

Earth Portraits explores the effect of time on both the landscape and the art making process itself.

The landscape, similar to a human subject, is always changing and is hard to pin down in a moment. Weather conditions, seasons, lighting, natural forces and human interference all have an effect on what is perceived. Add to the mix access, point of view, types of equipment used in capture, films, and format. Then comes choice of chemicals and length of development time. The film may be scratched, pushed, pulled, scanned and manipulated, much like the body when attempting to face nature. The process of depiction mimics effect of time on the landscape. Paper is chosen and the image is coaxed out in a bath of colors, chemicals, light and time. Several times. The final result becomes more than a single instance.

Laura Valentino has a masters degree in fine arts from the University of California, Berkeley, and has resided in Iceland since 1988. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad as a painter and printmaker. She has studied historic photographic processes since the late 90s and considersf herself a printmaker. She joined SÍM and Íslensk Grafík in 2008 and was a founding member of Iceland Film Photography Association in 2014. She is on the board of ÍG (studio committee) and teaches workshops in the gum bichromate process.

Greetings from Turku- grafíklist frá Finnlandi 10/11-25/11 2018

S3ORptgQ

Laugardaginn 10.nóvember 2018 kl.17:00 opnar sýningin Greetings from Turku í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins Íslensk Grafík í Hafnarhúsinu.Sýningin er samvinnuverkefni Turku Printmakers Association og félagsins Íslensk Grafík. Sumarið 2019 munu fulltrúar ÍG heimsækja Turku og halda sína sýningu í Gallerí Joella í Turku, Finnlandi.

Félag Turku Printmakers í Finlandi samanstendur að myndlistamönnum sem vinna myndlist sína með fjölbreyttum tæknilegum aðferðum grafíklistarinnar. Félagið var upphaflega stofnað árið 1933 til að koma grafíklistinni og listamönnum á framfæri bæði í Finnlandi og erlendis. Félagið hefur starfað sleitulaust frá fyrsta degi.

Fjölmargar sýningar félagsmanna hafa verið haldnar vítt og breitt um Finnland og vakið mikla athygli almennings á grafíklistinni. Fulltrúar Turku hafa einnig sýnt verk sín á sýningum erlendis, þær fyrstu voru haldnar í Moskvu og Ríga árið 1934. Undanfarin ár hafa Turku Printmakers heimsótt norræna kollega sína og grafíkfélög og með yfir 90 félagsmönnum hefur félagið sett merk sitt á síbreytilegt landslag samtímalistarflóru Finnlands.

Greetings from Turku er samsýning 11 grafíklistamanna sem vinna í mismundandi stíl og tækni í prentlistinni.

Listamennirnir eru: Marja Aapala, Jemena Höijer, Katri Ikävalko, Juha Joro, Petra Kallio, Heli Kurunsaari, Lotta Leka, Marita Mikkonen, Hanna Tammi, Tiina Vainio, Hanna Varis

 

Sýningin stendur yfir frá 10.nóvember – 25.nóvember 2018

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14-17

Verið velkomin

 

Grafíksalurinn

Íslensk Grafík

Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu, hafnarmegin

101 Reykjavík

Welcome to the opening of the exhibition Greetings from Turku, Saturday 10. November from 17-19. The exhibition will be open from 10.november – 25.november 2018 Thursday to Sunday from 14-17.

The Turku Printmakers is a regional association whose members use graphic methods and

drawing for artistic expression. The Association of Turku Printmakers was founded in 1933, originally to improve the status and appreciation of graphic artists and to increase opportunities for exhibiting works both in Finland and abroad.

The Association has been active from the founding moments. Numerous exhibitions held around Finland have ensured that printmaking has indeed been brought to public attention.

It has also been the representative of its hometown with several exhibitions abroad, the first ones taking place already in1934 in Moscow and Riga. The last past years Turku Printmakers have visited their Nordic colleague organizations. Today, the Association has over 90 members and contributes graphic arts as a vivid part of ever-changing contemporary art field.

The exhibition Greeting from Turku is a collaboration of exchange exhibitions with Turku Printmakers Association and Íslenks Grafík.

In the summer of 2019 the Icelandic printmakers will visit Turku and have their own exhibition

In Gallery Joella, Turku Printmakers Assocciation’s own gallery in Finland.

Greetings from Turku showcases 11 artists from the association with different styles and techniques of contemporary printmaking.

The artists are: Marja Aapala, Jemena Höijer, Katri Ikävalko, Juha Joro, Petra Kallio, Heli Kurunsaari, Lotta Leka, Marita Mikkonen, Hanna Tammi, Tiina Vainio, Hanna Varis

The exhibition has been funded by:

Icelandic-Finnish Cultural Foundation & Arts Promotion Centre Finland

 

Turku Printmakers Association / Gallery Joella

Läntinen Rantakatu

21

20100 Turku, Finland

ttg@turun-taidegraafikot.fi

+358-2-232 9996

www.turun-taidegraafikot.fi

Facebook: www.facebook.com/GalleriaJoella

Instagram: @GalleriaJoella

 

Technology and Touch – grafíklist frá San Francisco and Reykjavík

tandtfbbanner_ísl

(English below) 

Opnun 16. ágúst kl 17-19
Opið 16. ágúst–2. september

Félagið íslensk grafík kynnir Technology and Touch  (Tækni og snerting) í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Sýnendur koma frá Íslandi og San Francisco en sýningin hefur áður verið sýnd í San Francisco og Las Vegas. 

„Tækni og snerting“ er titill á samvinnuverkefni grafíklistamanna í Reykjavík og í San Francisco á sviði grafíklistar. Markmið og þema verkefnisins er að rannsaka og sýna nýsköpun í aðferðum sem tengjast hefðbundnum tæknilegum útfærslum í grafíklist og unnið er með á tveimur landfræðilegum stöðum. Á báðum stöðum nýta listamennirnir ýmsar óhefðbundnar leiðir í vinnuferlinu, t.d. tilraunaljósmyndatækni og skurð í plötur með laser tækni eða fræsurum, til að ná fram dýpri persónulegri merkingu í verkum sínum í tengslum við náttúru og umhverfi.

Þeir 5 listamenn sem valdir voru til þátttöku af erlendu sýningarstjórunum eru Elvar Örn Kjartansson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir og Valgerður Hauksdóttir. Synendur frá Kaliforníu eru Carrie Ann Plank, Robynn Smith, Jimin Lee, Michelle Morillo, and Monica Farrar Miller.


Technology and Touch – Printmaking from San Francisco and Reykjavík

Opening reception August 16, 5-7pm
Open from August 16th–September 2nd

The Icelandic Printmakers Association presents Technology and Touch at IPA Gallery, Tryggvagata 17, entrance harbor side. This is the 3rd and final showing of the exhibition, which has already traveled to San Francisco and Las Vegas.

Technology and Touch is a collaboration between fine art printmakers in Reykjavik and the San Francisco Bay area.  The theme is intended to showcase current innovations in printmaking used in tandem with traditional techniques in the two geographic areas. In both locales, artists are using everything from experimental photographic techniques to angle grinders and laser cutters, to create personal visions that express their deep connection to the natural world. By showing the works of both Icelandic and American printmakers together, Technology and Touch seeks to foster a deeper understanding of the cultural similarities of the two cities, and create opportunities for dialog.

Five artists from Iceland were chosen by the curators to take part in the project: Elvar Örn Kjartansson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir og Valgerður Hauksdóttir. The five artist from San Francisco are Carrie Ann Plank, Robynn Smith, Jimin Lee, Michelle Morillo, and Monica Farrar Miller.

Coast to Coast

Síðasta sýningarhelgi á sýningunni Coast to Coast   samsýningu íslenskra og skoskra grafíklistamanna (Dumfries & Galloway) í Gracefield Arts Centre í Dumfries í Skotlandi

Ef þið eigið leið um í Skotlandi kíkið þá í Gracefield Arts Centre, Dumfries, Skotlandi.

                                                                                                                                                        ljósmyndir eftir Colin Tennant

Þessi samsýning var hugarfóstur listakonunar Silvana McLean sem var fulltrúi listamannafélags Dumfries og Galloway. Íslenskt landslag hafði mikil áhrif á listsköpun hennar eftir vinnustofudvöl  á Siglufirði og norðurlandi árið 2016. Silvana var nýlega kosinn í RSW (Royal Scottish Society of Painters in Watercolor) og var glæsilegur fulltrúi síns félags. Því miður lést Silvana eftir mjög stutt og erfið veikindi.

Sýning þessi er  henni til minningar og heiðurs

Sýningin verður einnig sýnd í Grafíksalnum, sýningarsal Íslensk Grafík í Hafnarhúsinu september – 14. október n.k.

Sýnendur eru

Upland CIC:
Gail Kelly, Sarah Stewart, Emma Varley, Sarah Keast, William Spurway, Dorothy Ramsay, Pamela Grace, Hugh Bryden, Claire Cameron Smith, Silvana McLean, Colin Blanchard, Clare Melinsky, Nanna Björnsdóttir, Denise Zygadlo

Íslensk Grafík:
Anna Snædís Sigmarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Iréne Jensen, Kristín Pálmadóttir, Kristín Tryggvadóttir, Laura Valetino, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir,Rut Rebekka, Valgerður Hauksdóttir, Þóra Sigurðardóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir.

GRÉTA MJÖLL BJARNADÓTTIR – “…ekki skapaðar heldur vaxandi”

33837609_10156390365074803_2801441961263759360_oGréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir “…ekki skapaðar heldur vaxandi” í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 1. júní til 17.júní. Opnun kl. 17.00

Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir „…ekki skapaðar heldur vaxandi” í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 1. júní til 17.júní. Á sýningunni er unnið á abstrakt hátt með myndmálið þar sem myndrænar hugmyndir vaxa í ferlinu og beitt er sjónrænum aðferðum við að miðla sögum.
Gréta Mjöll dregur fram skynjun sína og tilfinningar í flæði og segir myndrænar sannsögur. Hún beitir þessum áhrifum í sjónrænan vettvang á þann hátt að þær eru ekki fyrirfram skapaðar heldur vaxnar sannmyndir. Kannski með þeim skilningi að lífið með alls konar upplifun og ferli breytinga kalli fram vöxt, endurnýjun eða annan skilning á eigin sögu. Gréta Mjöll býður áhorfendum í heimsókn inn í hugarheim sinn ekki ólíkt hugmyndinni í myndinni „Being John Malkovitch“.

Verkin verða til í löngu ferli og má upphafið rekja til „handþrykkja“ eða skissa sem unnar voru á lífrænan hátt í heimilislegu flæði. Sýningin er eitt flæði frá skissum, stafrænni vinnslu þessara skissa í lög sem eru m.a. skorin út í í birkikrossvið í tölvustýrðum risafræsara CNC í FabLab. Í framhaldinu fer fram prentun þar sem olíulitir eru bornir á plötuna eftir upplifun, tilfinningu og innsæi augnabliksins líkt og í málverki og prentað á pappír í nokkrum lögum. Það má segja að þarna sé farin ný leið eða nýsköpun í aðferðum þar sem nútímatækni er beitt á gamlar hefðir klisjugerðar og prents.

Myndirnar eru stór prent eða 100×70 en Gréta Mjöll hefur unnið á þennan tæknilega hátt í nokkur ár að blanda saman nútímatækni fræsara við stafræna vinnslu flæðis og hefðbundið þrykk.
Gréta Mjöll hefur áður sýnt geometriskar útfærslur byggðar á þessari tækni m.a. í San Francisko og Las Vegas en lífrænu myndirnar sem eru á sýningunni eru allar nýjar. Sýndar eru skissurnar – plöturnar/klisjurnar og þrykkin sjálf. Ennfremur verður sannsögulegt hljóðverk byggt sameiginlegum vangaveltum og hugmyndum nokkurra einstaklinga á ákveðnu ferli og vídeóverk frá vinnuferlinu.

Listamaður Grafíkvina 2018 Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.

Tryggvi er fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn.

Tryggvi var sæmdur Riddarakrossi Danadrottningar árið 2017.

Mynd Tryggva heitir Þorri og er gerð sérstaklega fyrir Grafíkvini.

Verkið er offsett prent, Tryggvi vinnur verkin ásamt prenturum sem saman leggja mikla vinnu í rétt litaval, rétta tóna, en litirnir í verkum Tryggva eru einstaklega djúpir og fallegir sem hann líkir við tónlist. Verkið er 30cm. x 50cm. að stærð og er Grafíkvinamyndin ásamt öðrum verkum hans  sýnd í sal félagsins á Safnanótt þann 2. febrúar frá kl.18-23 og á laugardag 3.jan. og sunnudaginn 4.jan. kl.14-17

myndinPLAKAT A