103 Vasar – Ragna Ingimundardóttir

Ragna Ingimundardóttir opnar sýninguna 103 VASAR laugardaginn 13. maí kl 14. Sýningin verður opin alla daga nema mánudaga kl 12:00-17:00 og stendur til og með 28. maí.

Hljóðinnsetning: Ingimundur Óskar Jónsson

103 vasar úr steinleir eftir Rögnu Ingimundardóttur mynda saman innsetningu í sýningarsalnum. Gróft yfirborð vasanna hefur vísun í jarðveg, sand, mold og leirlög. Blóm, lauf, fræhús og önnur náttúruform líða eins og skriðjurtir um yfirborð vasanna og minna á steingervinga sem varðveist hafa í jarðlögum. Plata sem Ingimundur hefur samið í tilefni af sýningunni ómar í rýminu en þar heyrist í hljóðfærum og upptökum frá því þegar verið var að búa til vasana.

Sýningin stendur síðan til og með 28. maí. Opið kl. 12:00-17:00 alla daga nema mánudaga.