Exhibitions

Tímamót – Gunnhildur Ólafsdóttir

Verið velkomin á opnun sýningar minnar Tímamót, föstudaginn 1. nóvember kl 17-20 í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin).

Sýningin stendur til og með 10. nóv og verður opið þriðjudag til sunnudags kl 14-18.

Tímamót: tilraunir og tilviljanir

Verk mín eru aðallega unnin sl. 3 ár en nokkur eldri fá að fylgja með á þessum tímamótum. Þau eru unnin með mismunandi aðferðum grafíkþrykks, eins og tréristur, æting, mezzotint, sólarþrykk, lithografí og frjálst handþrykk. Myndefni mitt er náttúran mikil eða minni í sveit og borg kallar á mismunandi tilraunir grafíktækninnar.

Með aldrinum hef ég nálgast myndefni og tækni með meira frelsi en áður, fer frjálslegar með og jafnvel persónulegri nálgun fyrir bragðið. Hugmyndir spretta upp gjarnan í náttúrunni eða á göngu um „göturnar mínar“ í Reykjavík og seinna meir víðar. Í vinnuferlinu koma nýjar hugmyndir til mín gjarnan eins og elding og sumar hverfa jafnskjótt aftur. Þær nýtast þó vel stundum ef ég man þær og þá aðallega núna í brunnloka myndum mínum.

Brunnlokin
Hugmyndin þar að baki var í upphafi að þrykkja af brunnlokum gatna í Reykjavík sem ég hef búið við en á ferð minni í Noregi bættist við brunnlok í Sandnes, þar sem við hjónin vorum með barnabörnum í nokkra daga. Brunnlokin þar voru svo skrautleg að ég stóðst ekki mátið, græjaði mig upp og þrykkti. Ég var kölluð í forfallakennslu í skóla í Grafarvogi nú á haustdögum og á skólalóð þar tók ég eftir mjög skrautlegu brunnloki sem ég læddist að á sunnudegi með manni mínum og þrykkti en það var grískt mynstur á brunnlokinu. Það hefur verið mikil upplifun að þrykkja af brunnlokunum og talsverð áskorun en sérdeilis skemmtileg, sér í lagi viðbrögð fólks við þessu uppátæki mínu, börn og fullorðnir brugðust mismunandi við og átti ég stundum skemmtileg samtöl við fólkið sem staldraði við. Þá upplifði ég líka undarleg „flashback“ augnablik sem voru jafnvel soldið dularfull enda á æskuslóðum og öðrum stöðum sem vöktu upp sterkar minningar.

Verið öll hjartanlega velkomin.

GÓLA
Gunnhildur Ólafsdóttir


Ég lauk námi í grafíkdeild MHÍ og kennaranámi í KHÍ en áður hafði ég lokið Tækniteiknun. Hef kennt myndlist yfir þrjátíu ár ásamt því að vera alltaf með vinnustofu með minni grafíkpressu. Ég hef í gegnum árin farið á mörg endurmenntunarnámskeið í myndlist/grafík og kennslu á Íslandi og á Norðurlöndum, og fór einnig í listfræði í HÍ.

Nokkrar einkasýningar hef ég haldið og tekið þátt í mörgum samsýningum í gegnum árin, bæði hér heima og erlendis td. í Stokkhólmi, Turku og New York.

“Arkir ” – Elva Hreiðarsdóttir

Elva Hreiðarsdóttir opnar sýningu sína Arkir föstudaginn 11. október kl. 17-20 í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Verk Elvu eru unnin með fjölbreyttum aðferðum en eiga það sameiginlegt að innihalda pappírsarkir m.a. gerðar af henni sjálfri. 

Í verkum Elvu veltir hún fyrir sér ýmsu sem hefur haft áhrif í lífinu almennt persónulega og skrásetur á arkir í ýmsum útfærslum. 

Sýningin stendur til og með 20. október. 

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-17. 

Öll hjartanlega velkomin.

Hugsýn í hálfa öld -Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir opnar sýninguna Hugsýn í hálfa öld í Grafíksalnum næstkomandi laugardag, 14. september, kl 14:00. Sýningin mun standa yfir til 29. september. Verið öll hjartanlega velkomin.

Listmálarinn Margrét Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1953 og starfar að list sinni í Frakklandi og Íslandi. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður í hálfa öld og eru 49 ár frá fyrstu sýningu hennar í London. Menntuð við Myndlista og Handíðaskóla Íslands, diplóma í frjálsri myndlist/grafík árið 1974. Masternám (Postgraduate) við Central Saint Martin’s College of Art í London árin 1974 til 1976. Myndlista og Handíðaskóli Íslands, diplóma í grafískri hönnun árið 1984. Diplóma frá Kennaraháskólanum árið 1997. Margrét hefur haldið yfir 50 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Margrét var einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Hún er í ritinu „Íslensk listasaga, sem er fimm binda verk og spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21 aldar. Einn af stofnendum og í stjórn Hagsmunafélags Myndlistarmanna sem var undanfari Sambands Íslenskra Myndlistarmanna en eina markmið félagsins var að stofna hagsmunasamtök sem varð SÍM. Verk eftir Margréti eru í eigu helstu listasafna landsins. Hún hefur hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna. Félagi í FÍM, Íslensk Grafík, SÍM, Nýlistasafninu. Margrét hlaut norræn vatnslitaverðlaun the Winsor & Newton/ NordicWatercolor Association Prize 2023.

TIL MÓTS VIÐ TILVERUNA – Jóhanna Hreinsdóttir

Verið velkomin á opnun sýningarinnar TIL MÓTS VIÐ TILVERUNA fimmtudaginn 29 ágúst kl.17-19 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Sýningin stendur til 8. september og verður opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14-18

Jóhanna reynir að fanga hið skynræna handan tungumálsins, vitundina sem leitast stöðugt við að skapa, hreyfinguna sem leitast við að móta, forma og festa, en um leið að ýta við hinu formaða og brjóta það upp í ófyrirsjáanleika sínum. Margbreytileiki og óútreiknanleg framvinda lífsins eru þannig uppspretta hugmynda hennar. Allt frá fyrstu pensilstroku til þeirrar síðustu eiga sér stað mörg samtöl – frá einu augnabliki til annars – þar sem ekkert er fyrirfram ákveðið. Ferlið þróast og tekur breytingum rétt eins og lífið sjálft. Leitin inn á við verður þannig kveikja að óendanlegum uppgötvunum og nýrri upplifun sem skapar verkunum nánd og varanleika. Þannig öðlast það sinn eigin hljóm.

Núllstilling – Jóhanna Sveinsdóttir

Jóhanna Sveinsdóttir mun opna sýninguna Núllstilling laugardaginn 27. júlí 2024 kl 15:00 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Sýningin mun standa til 11. ágúst og verður opið þriðjudaga til sunnudaga kl 14:00-17:00. Öll hjartanlega velkomin. 

Verkin á sýningunni eru unnin eru unnin út frá orðunum ,,öruggur staður / leiðarljós´´. Öruggur staður er slökunaræfing þar sem þú leitar inn á við og finnur þinn örugga stað úti í náttúrunni. Hvað Jóhönnu varðar er hennar staður á æskuslóðum í sveitinni, innan um gróður þar sem grasið og birkið ilmar, lækur seytlar og fuglar flögra um og syngja. Leiðarljós lýsir áfram veginn en í hluta verkanna nota hún ljós. Verkin eru öll einþrykk og oftast þrykkir hún mörgum sinnum á sama flötinn og vinnur ofan í þau. Marglaga þrykkin kölluðu á ljós til að lýsa upp lög þrykksins og fyrir Jóhönnu gefur það tilfinningu fyrir jarðlögum og liðnum duldum tíma, fólki, dýrum og plöntum sem áður lifðu. Ljósaverkin í innri salnum eru hugsuð sem staður til að slaka á og núllstilla sig, draga andann djúpt og ef vill loka augunum og finna staðinn sinn.      

Sýningin er tileinkuð minningu föður Jóhönnu, Sveins Finnssonar bónda og listunnanda, sem lést árið 2022. Hugsanir og minningarbrot frá æskuárunum hafa ratað inn í verkin og bera sum vott um orðfærið í sveitinni og hve vel var fylgst með veðurfari, árstíðum, fuglum, gróðri og fleiru, hlutum sem sumir leiða kannski aldrei hugann að og eru merki um rofnandi tengsl mannsins frá náttúrunni og grunninum. Sumir hafa jafnvel aldrei gengið í þúfum eða upplifað þögn eða myrkur úti í náttúrunni. Á móti er bóndinn samtvinnaður og háður jörðinni, veðri og vindum. Hið smáa hefur mikið vægi, gróðurinn, trén, blómin, sem er undirstaða alls og ómissandi í stóra samhenginu en má sín lítils á móti sterkari öflum.

ETHNOCENTRISM / SPACES OF ALIENATION

Sýningin ETHNOCENTRISM / SPACES OF ALIENATION verður opnuð í Grafíksalnum fimmtudaginn 11. júlí kl 18:00.

Um er að ræða samsýningu listamannanna Alicja Panasiewicz, Adam Panasiewicz, Anna Krukowska og Tomasz Dobiszewski.

Sýningin mun standa yfir til 21. júlí og verður opið fimmtudaga til sunnudaga kl 14:00-17:00Öll hjartanlega velkomin.

Alicja Panasiewicz Visual artist, studied at the Academy of Fine Arts in Cracow, Poland. Since 1996 she has been working at the Faculty of Art at the University of the National Education Commission, Krakow, teaching biodesign, environmental art and visual structures. She leads workshops for students about visual perception and environmental art. She creates light objects and installations and has put focus on the phenomenon of light in space and the aesthetic value of both that creates the viewer’s impression about them.Organiser of the artists and designers fair „Nówka Sztuka” [brand new art], Juror of the Creative Scholarship of the City of Krakow, Poland. www.alicjapanasiewicz.net

Anna Krukowska – cultural animator, graduate of art history at the University of Wrocław, with seven years of experience working at the Wrocław Contemporary Museum, where she was responsible for creating a social programme – almost three hundred cultural events popularising contemporary art, in cooperation with creative circles, art institutions and educational institutions.Member of the 70/20 Symposium working group, (co-)coordinator of the “Poland-Ukraine” project, author of the programme “Closer to Art. MWW for Seniors” programme. She is interested in social-modernist architecture. In her master’s thesis, she attempted to read the history of Polish architecture (1947-50) through texts published in the magazine “Architektura”. She collaborated with Radio LUZ, where she hosted cultural programmes and her own programme, “It Begins in Wrocław”, devoted to Wrocław architecture and art after 1945. She is relationship-oriented in her work.

Adam Panasiewicz Visual artist, graduated Academy of Fine Arts in Cracow. Since 1994 he has been working at the Faculty of Art at the University of the National Education Commission, Krakow, as a professor. He works in the medium of digital graphics, drawing, and digital video. In his practice, he investigates the limits of perception of the moving image, focusing on the properties of reception in the context of the physiology of vision. He makes interactive installations that employ programming languages to expand the definition of work emerging in the process of participation of the user. https://issuu.com/adpan/docs/input_output1

Tomasz Dobiszewski Visual artist, he graduated Academy of Fine Arts in Poznań, he obtained his diploma in the Intermedia Photography Studio under the supervision of Krzysztof J. Baranowski and Stefan Wojnecki, phD at the Eugeniusz Geppert Academy of Fine Arts in Wrocław. Since 2019 he is an assistant at the Media Art Department. In 2008-2010 he was associated with the FotoMedium-Art Gallery in Krakow. He collaborated with the groups FUgg, laubyn, 6_3 and the Musical Theatre Capitol in Wrocław. He received, among others, Jerzy Grotowski Scholarship for achievements in the field of art (2017), Scholarship of the Minister of Culture and National Heritage (2012). The artist’s works belong to public collections in Poland and abroad, as well as to private collections. He formulates an artistic statement using photography, video, animation, multimedia and site-specific installations, mail art or art books. In works, which are evidence of the processes of artistic taming of the media, he does not stop at purely conceptual cognitive strategies, but enriches the discourse with non-intellectual elements, such as sensual impressions and intuitive cognition. He experiments with a new tools not only to realize works with a result predictable for that tool, but tries to shift the emphasis to the periphery of a given method and use the inherent, although not basic, properties of devices and technologies, often more interesting and not obvious. Recently he has been focusing on visualizing phenomena that are impossible to perceive, which not only broadens our knowledge about the surrounding world, but also deepens our imagination. www.dobiszewski.com

Regn – Elín Helena Evertsdóttir

Sýningin Regn opnar í Grafíksalnum laugardaginn 15. júní klukkan 15:00.

Myndlistarkonan Elín Helena Evertsdóttir býður gestum að stíga inn í hljóðinnsetningu þar sem dropar af öllum stærðum og gerðum hljóma óreiðukennt eða vélrænt.

Opnunartími sýningar 16.- 30. júní, 12:00 til 16:00. Grafíksalurinn í Hafnarhúsinu (hafnarmegin) Tryggvagötu 17. Öll velkomin.

Það rignir. Hver dropi er í ákveðinni þyngd og í vissri fjarðlægð við næsta  Hvað eru þeir margir, munu þeir sameinast, hversu hratt falla þeir og á hverju lenda þeir?  Og hvað ef einn af þeim fer að dansa eftir ósýnilegu vélrænu mynstri?

Elín Helena Evertsdóttir útskrifaðist frá The Glasgow School of Art 2005. Hún vinnur í ýmsa miðla og hefur áhuga á því óvænta í hversdagsleikanum, skynjun og tilfinningum. 

The exhibition “Regn” opens in Grafíksalurinn on Saturday, June 15 at 3:00 p.m.

Visual artist Elín Helena Evertsdóttir invites visitors to step into a sound installation where water droplets of all shapes and sizes sound chaotic or mechanical.

The exhibition opening hours are 12:00 pm to 4:00 pm daily, from June 16th – 30th at Grafíksalurinn, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17, Reykjavík. All welcome.

It’s raining. Each drop has a certain weight and is a certain distance from the next. How many are there, will they merge, how fast do they fall and what do they hit? And what if one of them starts dancing to an invisible mechanical pattern?

Elín Helena Evertsdóttir graduated from The Glasgow School of Art in 2005. 

She works in various media and is interested in the unexpected in the everyday life, perception, and emotions.

skógur og sjór – María Sjöfn, Sabine A. Fischer

Opnun er laugardaginn 1. júní kl.16:00-19:00.

Sýningin er opin alla daga 2. til 8. júní kl14:00-18:00 Grafíksalurinn, Íslensk grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Inngangur bakatil, hafnarmegin. 101 Reykjavík.

Á þessari sýningu mætast María Sjöfn og Sabine og flétta saman hugðarefnum sínum. Hér eru þær að fjalla um skóginn og sjóinn og hvernig við skynjum og upplifum þessi fyrirbæri út frá okkar eigin reynslu og þekkingu. Ofnýting skóga og sjávar af mannavöldum er vel þekkt. Með vísan til þessa er verið að kortleggja einskonar innra landslag skynjunar á hinu ytra landslagi. Marglaga myndmálið sem skapast í ferlinu getur mögulega velt upp nýjum sjónarhornum á þeim loftslagsbreytingum sem við erum að upplifa.

Sýnendur:

María Sjöfn

María Sjöfn vinnur í mismunandi miðla og oft með náttúruleg fyrirbæri og skoðar samband manns og umhverfis sem taka á sig mynd sem innsetningar, í þrívíð form sem skúlptúrar, video-innsetningar og teikningu.Í verkum sínum fjallar hún um fjölþætta skynjun umhverfisins með innsýn í innra og ytra samhengi rýmis og efnis. Hún er að kanna snertifleti manns og náttúru á gagnrýninn hátt í marglaga þekkingarsköpun og skoðar myndmálið sem á stundum veitir ný sjónarhorn. Hún lauk M.A. gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020 og M.A. diplóma gráðu í listkennslufræðum árið 2014 frá sama skóla.

Sabine A. Fischer

Í verkum sínum vinnur Sabine A. Fischer í ferli í endurheimt að ummerkjum upprunans. Hún endurskapar efni og viðfangsefni sem hafa orðið ósýnileg og gleymd vegna verðmætakerfa og hraða lífsins yfir á myndmál sem reynir að endurheimta sambandið við náttúruna og núið. Hún reynir stöðugt að ögra raunveruleikaskyninu með því að kanna mörkin milli veruleika og skáldskapar til að endurheimta nýja reynslu og upplifun.Verk hennar byggja á tilraunakenndri og leiðandi nálgun þar sem hún sameinar eigin reynslu, spurningar og hugsanir við viðfangsefnin. Verk hennar taka á sig mynd sem skúlptúrar, innsetningar, uppákomur, inngrip, þrykk, hljóð- og videoverk. Sabine er með MfA frá Listaháskóla Íslands (2020), framhaldsgráðu í listkennslu (2019) og diplómagráðu í myndlist (2012) frá Myndlistarakademíunni í Leipzig (Þýskalandi) og B.A. í nútíma- og samtímasögu frá Tækniháskólanum í Karlsruhe (Þýskalandi). Website: http://www.adamsfischer.com/test/Archiv/index.php@sabine_a.fischer

Exhibition opening;

forest and sea

Opening: Saturday, 1st of June from 16 to 19 thThe exhibition is open from 2nd to 8th of June from 14 to 18 hThe Icelandic Printmakers AssociationHafnarhúsið, Tryggvagata 17Entrance on the backside of the house from the Port101 ReykjavíkIn this exhibition, María Sjöfn and Sabine meet each other in their current areas of interest. The forest and the sea embody the longing for merely being present with the senses. The forest and the sea however, are also subject to human exploitation. The sensual and the humanly constructed attempt to coexist in these artworks in order to uphold the idea of a resolution to the human/nature dilemma.

Info artists:

María Sjöfn

María Sjöfn’s artistic practice explores forms of natural phenomena and the nature of relationships between human and non human life. Her works often take the shape of installations, sculptural interventions, video, and drawing. Her working process begins with experimentation focusing on multifaceted perceptions of the environment, and in particular the inner and outer contexts of space and matter. She critically investigates the layered relations of the human being with its environment. When those layers are examined in a new context, visual language can create a new perspective on the matter.María Sjöfn holds a M.A. in Fine Art from the Iceland University of the Arts (2020) and an M.A.dipl. in Art Education (2014) from Iceland University of the Arts.Website: http://mariasjofn.net@mariasjofn

Sabine A. Fischer

With her artworks, Sabine A. Fischer pursues a process of restoring traces of origins. She translates materials and subjects that have become invisible and forgotten due to value systems and the fast pace of life into a visual language that attempts to restore the relationship to nature and the present. She constantly tries to challenge the perception of reality by exploring the boundary between reality and fiction in order to recover a new experience from there.Sabine creates works based on an experimental and intuitive approach, combining her own experiences, questions and thoughts with the materials. Her works emerge as sculptures, installations, happenings, interventions, prints, sound and video works. Sabine holds an MfA from the Iceland University of the Arts (2020), a postgraduate degree in Art Education (2019) and a Diploma in Fine Arts (2012) from the Academy of Visual Arts in Leipzig (Germany) and a B.A. in Modern and Contemporary History from the Technical University of Karlsruhe (Germany).

Website: http://www.adamsfischer.com/test/Archiv/index.php@sabine_a.fischer

echo follows song – Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

echo follows song
Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

opnun laugardaginn 4. maí kl. 16

echo follows song er dúósýning myndlistarmannanna Ástríðar Jónsdóttur og Önnu Niskanen, þar sem ný verk eru unnin í kór: prentverk og teikningar sprottnar af samverustundum.

4.–19.5.2024 í Grafíksalnum
opnun 4.5. 16–18
opið fim–sun 14–18

English below:

echo follows song
Anna Niskanen & Ástríður Jónsdóttir

vernissage on Saturday May 4th at 4pm

echo follows song is a duo exhibition by visual artists Ástríður Jónsdóttir and Anna Niskanen, presenting new works created in canon: prints and drawings springing from time spent together.

May 4th– May 19th 2024 at Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17 (Harbour side)
Opening May 4th – 4pm – 6pm
Opening hours from Thursday–Sunday 2pm– 6pm

“Uppáhelling fyrir sæfarendur” – Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu 12. 4. – 28. 4. 2024.

Föstudaginn 12. apríl næstkomandi opnar Guðbjörg Lind sýninguna “Uppáhelling fyrir sæfarendur” í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Steinunn G. Helgadóttir segir í texta um sýninguna: „Í list myndlistarkonunnar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur dvelur lognið í miðju skarkalans, síbreytilegur friður þar sem allt er náttúra og náttúran er allskonar og aldrei alveg kyrr. Við skynjum friðinn í birtuslæðu á haffletinum, viðsjárverðum öldutoppum, þoku-bakka við sjóndeildarhringinn, ljósaskiptum, formföstum hringjum sjóeldiskvía og yfirgefna bátnum sem bíður í flæðarmálinu eins og heimþrá. Friðurinn býr líka í kaffistellunum á gólfinu. Þau eru gamlir kunningjar sem kynslóðirnar hafa umgengist af varúð, bollarnir jafn mismunandi og varirnar sem snertu þá og við nánari athugun reynast sumir þeirra líka varðveita síðustu dropa liðinna gæðastunda og spádóma sem sumir eiga enn eftir að rætast. Kyrrðin verður að performans.“

Guðbjörg Lind er fædd á Ísafirði 1961. Hún á að baki margar einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Hún býr og starfar að list sinni í Reykjavík og á Þingeyri. Verk hennar eru í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.

Sýningin stendur til 28. apríl og er opin frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14 – 17. Öll hjartanlega velkomin.