Exhibitions

Nánast portrett – Victor Cilia

Nánast portrett – Myndlistarsýning Victors G. Cilia

Þann 26. mai kl.16 opnar Victor Cilia sýningu sína. “Nánast portrett” í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur að Tryggvagötu 17, Rvk. hafnarmegin. Sýningin stendur til 12 júní

Á sýningunni eru pastelmyndir sem eru unnar á árunum 2018 til 2021.

Verkin eru I beinu framhaldi af fyrri verkum Victors nema kanski að hann notar pastelliti frekar en olíu.
“Ég hef notað Pastelliti mjög mikið hingað til í stórar skissur fyrir málverk og hugmyndavinnu en prófaði að fara alla leið með þær og fullvinna sem pastelverk.
Victor notar portrett myndir sem nokkurskonar þema í sýningunni sem gefur verkunum vissa jarðtengingu. Af og til losnar um portrett myndbygginguna og formin fara á flot. Enda eru þetta ekki portertt, en nánast.

20/20 Sölusýning til styrktar flóttamönnum frá Úkraínu

Hvert þrykk kostar kr.5000.-

Helgina 20.– 22. maí mun Íslensk Grafík efna til samsýningar á grafíkverkum listamanna víðsvegar að, sem hafa tekið þátt í alþjóðlegri „ferðasýningu“ 20/20 í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur að Tryggvagötu 17, Rvk.

Opnun föstudag 20. mai kl 17–19
laugardag 21. mai kl.14 -17 og sunnudag 22. maí kl. 14 – 17

Ferlið bakvið þessar 20/20 sýningar er að þeir sem tekið hafa þátt unnu grafíkverk í 25 eintökum í stærðinni 20×20 og þar blandast verkin inn í möppur með öðrum 20/20 listamönnum frá öðrum grafíkverkstæðum um allan heim.
Fær hver þátttakandi senda möppu til baka frá Hot Bed Press með 20 ólíkum verkum ásamt eintaki eftir sig. Öll verkin fara svo á Flickr síðu þeirra: (www.flickr.com/photos/hot_bed_press).
Verkin hafa einnig verið til sýnis víðsvegar um heiminn en nú gefst áhugasömum tækifæri til þess að líta listaverkin augum og kaupa ef vill. En íslenskir grafíklistamenn hafa tekið höndum saman og ákveðið að gefa verk úr sinni möppu og mun ágóðinn renna til félagsins og til flóttamanna Úkraínu .

Rut Rebekka – Málverk og grafík

Málverk og Grafík.

Rut Rebekka opnar sýningu í Íslensk Grafík  Laugardaginn 2 apríl kl.14

Málverkin eru olía á striga, máluð 2019 til 2022, grafíkin er olíu sáldþrykk.

Sýningin er opin kl.14 til 17 fimmtudaga til sunnudaga og lýkur sunnudaginn 17 apríl  kl.17:30. Allir velkomnir.

Þetta er 24 einkasýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur, en hún er fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur stundað myndlist í 48 ár og hennar helstu einkasýningar hafa verið á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie GammelStrand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi, Piteaa Kunstforening Svíþjóð og fleiristöðum. Ásamt tekið þátt í fjölmörgum  samsýningum hérlendis og erlendis eins og í  Beiing Kína, New york, Boston, Munchen, Heidelberg, Köln, Aarhus Kunstforening. Næstved Danmörku og fleirri stöðum.

Listnám sitt stundaði Rut Rebekka í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista og handíðaskóla Íslands og í Skidmore Collage NY USA. Unnið í vinnustofum  erlendis eins og í Danmörku. Sveaborg Finnlandi, Kjarvalsstofu  París og verið gestakennari í myndlist í Skidmore Collage NY.

Jimin Lee – One Day

Fimmtudaginn 17. mars nk, kl. 17-19 opnar Jimin Lee sýninguna “One Day”.
Hún verður viðstödd opnunina og verður með listamannaspjall (artists presentation).
Verið velkomin.
Sýningin stendur frá 17.03-26.03. 2022.

Jimin Lee will open her solo exhibition “One Day”  on Thursday, March 17, 2022 from 5pm-7pm and will holding a presentation Opening hours are from 2-5pm Thursdays – Sundays. Free admission.
   
She will be showing multi-form print media work, including a new series about vulnerability, decline and loss that draws on both personal experience and world events.  
 
Jimin Lee is a Korean-born California-based artist. Since 1995 she has been living in the San Francisco Bay Area, is a professor of art and heads the print media program at the University of California, Santa Cruz, USA as well as the Contemporary Print Media Research Center. 
  
For many years, she has focused on themes of mobility, displacement and labor on the personal and social level as seen in traffic, places of transport, or objects that move or are “in transit” — travel in both the daily and in the migratory sense. 
 
Her research and practice center on the area of photo-based prints.  In recent years she investigated and developed a new option and possibility in print media by adopting emerging print strategies in an expanded art context.  For example, by integrating the traditional woodcut with laser-cutting and inkjet printing processes, she birthed a new creative formula of her own that blends conventional mediums of print and contemporary digital technology so that they interplay with and reshape each other.  While using digital tools and applications has been a critical part of her image-making, she has continued to use the great hands-on, tactile techniques that belong to the long and storied history of printmaking.  

https://www.jiminleeart.net/ 

EFNI & RÝMI

Þóra Sigurðardóttir

Salur Félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17
Laugardaginn 12. febrúar nk. kl. 14:00 – 17:00
Sýningin stendur frá 12.02. til 06.03. 2022

Á sýningunni eru ætingar, prentaðar af málmplötum á bómullarpappír og teikningar unnar á hörstriga. Opið kl. 14:00 – 17:00 þann 12.febrúar.
Þóra Sigurðardóttir hefur sýnt verk sín reglulega á samsýningum og einkasýningum. Hún hefur starfað við listkennslu, sýningarstjórn og var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík um árabil. Hún rekur nú ásamt Sumarliða Ísleifssyni Sýningarrými að Nýp á Skarðsströnd www.nyp.is.

Þóra hóf að kenna við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 1985, en hélt utan tveimur árum síðar og stundaði framhaldsnám í skúlptúr og rými í Danmörku. Eftir framhaldsnámið kenndi Þóra grunnatriði teikningar og rýmis í listaskólum, en vann jafnframt með efni, rými og teikningu í
eigin verkum. Þessi grunnur er viðfangsefni í þeim verkum sem Þóra sýnir nú; teikningar með grafíti, bleki, kolum og eggtempera á hörstriga – ásamt teikningum sem útfærðar eru með ætingu í málm, handprentaðar á 270 gr. bómullarpappír. Prentverkin eru unnin á hausti 2021 í vinnustofudvöl í Feneyjum og á grafíkverkstæðinu í Hafnarhúsi, en teikningarnar eru frá sl. 3 árum. Etv. mætti segja að verkin innihaldi að nokkru leyti eiginleika skúlptúrs, þar sem lag er lagt ofan á lag af efni, hlaðið upp af láréttu plani pappírsins/strigans.

Verk Þóru Sigurðardóttur eru í eigu opinberra safna og einkasafna hér á
landi og erlendis.
Sýningin er í sal Félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, inngangur snýr að höfninni.
Opið kl. 14:00 – 17:00 miðvikudaga, fimmtudaga, föstudaga og laugardaga.

Listamaður Grafíkvina 2022 Marilyn Herdís Mellk

Birtuskil” – “Contrast”

Listamaður Grafíkvina 2022 er Marilyn Herdís Mellk og mun hún sýna úrval af grafíkverkum unnin frá 1987 og fram til dagsins í dag 4. febrúar frá kl. 18-20 og 5. og 6. frá kl.14-17 í sal félagsins á Vetrarhátíð.

“Á gönguferðum með hundunum mínum fell ég oft í stafi yfir hinni ómótstæðilegu fegurð birtunnar. Á þessum stundum staldra ég við og reyni að festa á filmu augnablikið, áferð og andstæður til að vinna áfram með á vinnustofunni minni.  Verkið „Birtuskil“ var unnið undir áhrifum gönguferðar fyrir ofan Rauðavatn. Það var einmitt á einum þessara daga þegar birtan var eins og annars heims og friðsældin ríkti.” MHM 

Marilyn Herdís, fædd 1961 er af íslensku bergi brotin og hefur búið og starfað í Reykjavík síðan 1981. Hún stundaði listnám við California College of the Arts og Myndlista og Handíðaskóla Íslands, nú LHÍ, þaðan sem  hún útskrifaðist 1987 úr grafíkdeild. Marilyn hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hún er félagi í Íslenskri grafík, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og er í stjórn ÍG.  www.instagram.com/marilynmellk/ arkiv.is | Marilyn Herdís Mellk  

Marilyn Herdís Mellk is this year’s artist for the “Grafíkvinir” which will be exhibited alongside her work at Íslensk grafík Friday, February 4th from 6-8 pm, Saturday and Sunday from 2-5 pm. 

 “Often when walking my dogs, the light is so mesmerizing that I have to stop to take in the fleeting beauty of it all.  I snap a few pictures to try and catch the moment, contrasts and textures to work on in my studio at a later date.  “Contrast ” was inspired after a walk on the trails behind Rauðavatn. It was one of those days when the light was otherworldly and peaceful.” MHM 

Marilyn Herdís is an Icelandic/ American, born in 1961 and has been living and working in Iceland since 1981. After studying art at the California College of Arts and Crafts, she continued her studies at the Icelandic College of Arts and Crafts where she graduated in 1987 from the printmaking department. She has held solo exhibitions as well as taken part in many group exhibitions in Iceland and other countries as well as being an active member of the Icelandic Printmakers Association and the Association of Icelandic Visual Artists.  www.instagram.com/marilynmellk/ arkiv.is | Marilyn Herdís Mellk 

Stærð myndar er 18,0 x 10,0 cm, stærð pappírs er 28,0 x 20,0 cm í 70 eintökum. Akua eiturefnalausir þrykklitir á Hahnemühle ætingarpappír 300 gsm.  Aðferð: 2 plötur- koparæting/ akvatinta og sólarplata, handmáluð með vatnslitum frá Winsor & Newton. 
Plate size –18,0 x 10,0 cm, paper size – 28,0 x 20,0 cm, edition 70.  Akua non-toxic inks on Hahnemühle etching paper 300 gsm. Technique: 2 plates - copper etching/aquatint and solarplate, handpainted with watercolors from Winsor & Newton.
Opnun 9 desember kl.17-19

Hittingur / Encounter / Spotkanie er sýning fjögurra listamanna sem allir eiga það sameigiinlegt að hafa nýlega gengið til liðs við Grafíkfélagið. Þrátt fyrir að að tilurð sýningarinnar og samsetning sé tilviljunarkennd er áhugavert að sjá að þar birtist bæði áhugaverður kontrast í efnistökum en einnig hvernig ólíkir listamenn ná að spila saman á sýningunni, nokkuð sem er dæmi um það sem kallast getur ‘tíðarandi“.
||
Hittingur / Encounter / Spotkanie is an exhibition of four artists who all have have recently joined the Graphic Arts Association. Although the premise of the exhibition and its composition are coincidental, it is interesting to see how it demomstrates an interesting contrast in the treatment of its subject matter while at the same time the artists combine in an interseting way togegher, generating something that is an example of what can be called ‘Zeitgeist’.

Hafdís Pálína – Í garđinum heima

Föstudaginn 29. október kl 16 –19 opna ég sýninguna Í garðinum heima í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. (Gengið inn sjávarmegin).
Titill sýningarnar vísar í að verkin eru innblásin af nærumhverfinu umhverfis vinnustofuna sem er staðsett austur í Hreppum. Á sýningunni eru málverk, olía á striga, og einþrykk, þrykkt af koparplötum.

Sýningin stendur til 14. nóvember og er opin mið.–sun.kl. 14–17.

Velkomin á sýninguna.