Exhibitions

Opnun 9 desember kl.17-19

Hittingur / Encounter / Spotkanie er sýning fjögurra listamanna sem allir eiga það sameigiinlegt að hafa nýlega gengið til liðs við Grafíkfélagið. Þrátt fyrir að að tilurð sýningarinnar og samsetning sé tilviljunarkennd er áhugavert að sjá að þar birtist bæði áhugaverður kontrast í efnistökum en einnig hvernig ólíkir listamenn ná að spila saman á sýningunni, nokkuð sem er dæmi um það sem kallast getur ‘tíðarandi“.
||
Hittingur / Encounter / Spotkanie is an exhibition of four artists who all have have recently joined the Graphic Arts Association. Although the premise of the exhibition and its composition are coincidental, it is interesting to see how it demomstrates an interesting contrast in the treatment of its subject matter while at the same time the artists combine in an interseting way togegher, generating something that is an example of what can be called ‘Zeitgeist’.

Hafdís Pálína – Í garđinum heima

Föstudaginn 29. október kl 16 –19 opna ég sýninguna Í garðinum heima í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. (Gengið inn sjávarmegin).
Titill sýningarnar vísar í að verkin eru innblásin af nærumhverfinu umhverfis vinnustofuna sem er staðsett austur í Hreppum. Á sýningunni eru málverk, olía á striga, og einþrykk, þrykkt af koparplötum.

Sýningin stendur til 14. nóvember og er opin mið.–sun.kl. 14–17.

Velkomin á sýninguna.

GUNNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR – “Slæður”

Síðasti sýningardagur

Sýningin Slæður með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur var opnuð í sal Íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu 26. mars sl. Opnunin var einungis með örfáum boðsgestum og lifandi streymi á facebook. Nú er komið að síðust sýningarhelgi en sýningin samanstendur af grafíkverkum og teikningum í víðum skilningi, innsetningum gerðum úr gömlum gardínum sem ýmist hanga eða er stillt upp í notuðum vínkössum og minna á leikhús eða aðra viðburði í lífi manneskju. Sýningin minnir á hið dularfulla, hættulega, draugalega, leikræna og svífandi. Myndlistamaðurinn er að skoða upplifun fólks í rými og hvernig þau bregðast við slíku rými. Stuðst er við kenningar Toninos Griffero um stemningu og fagurferði í rými og hugtök í þeirri speki t.d. tilfinningatengd skynspeki og um hin lifandi líkama í lifandi rými. Allur efniviður á sýningunni er notaður enda er endurvinnsla, hringrásarhagkerfið og sjálfbærni listamanninum hugleikin þannig breytast gamlar álrimlagardínur í teikningu af fossi, gamalt garn breytist í teikningu af línum og gamalt stórris fær að vera innsetning.

Sýningin verður opin á milli kl.14-17 föstudags – sunnudaga en hún er einstaklega barnvæn sýning.

Gunnhildur lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiploma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu, 002 gallerí og Tate Britain.

Atli Bender listamaður Grafíkvina 2021

Listamaður ársins 2021 er Atli Bender og verða grafíkverk hans tíl sýnis 5.-7. febrúar í sal félagsins á Vetrarhátíð.( Athuga að Safnanótt verður frestað í ár.)

Verkið “Undir teppinu” er óður til skammdegis og því sem Danir kalla að “hygge sig”. Kisi kúrir undir teppi Grafíkvina og neitar að fara fram úr. Kisan er persóna úr myndasögunni Doctor Comicus sem ég hef unnið og birt á samfélagsmiðlum undanfarinn ár” – Atli Bender

Stærð myndarinnar er 12,0 x 20,0 sm. Tækni er silkiþrykk og er þrykkt af listamanninum í 4 akryllitum á Munken Pure Laminated 300g pappír, 20,5 x 29,5 sm í 80 eintökum.

Atli Bender , f. 1987, nam grafiskur hönnun við Listaháskóla Íslands 2000-2014 og Universität der künst í Berlin 2013. Hann býr nú og starfar í Reykjavík og hefur verið iðinn seinustu ár við að grúska í grafík á prentverkstæðinu.

Atli fæst mest við teiknimyndasögur sem hann teiknar með vatnslitum, blýanti og akrýllitum. Myndasögur Atla má skoða á: http://www.instagram.com/dr_comicus/

Í samstarfi við Reykjavíkurborg stóð Atli fyrir sýningunni “Gluggað í Comicus”  sumarið 2020. Þar stillti hann verkum sínum upp í gluggum auðra veslunarrýma í miðborg Reykjavíkur.  Hægt verður að skoða mynd af Grafíkvinaverkinu á heimasíðu félagsins http://www.islenskgrafik.is  n.k. 2. febrúar.

 Á Vertarhátíð, verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 5. febrúar kl. 18.00-20.00 

Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 6. febrúar og sunnudaginn 7. febrúar á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.

Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.

Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og Tryggva Ólafsson.

Beta Gagga “Sjéttering”

sjétt3

Beta Gagga / Elísabet Stefánsdóttir myndlistamaður opnar sýninguna

Sjétterning í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu föstudaginn 10. Júlí kl.17-19.

Á sýningunni eru 16 ný grafíkverk. Sýningin stendur yfir til og með 19. Júlí.

Sýningin ber heitið Sjéttering og eru verkin unnin í vinsælustu litum Slippfélagsins sem eru hannaðir af Fröken Fix og Skreytum heimilið.  Verkin eru abstrakt verk með lífrænum undirtóni tónlistarinnar sem hljómaði á meðan verkin voru sköpuð.

Beta hefur haldið nokkrar einkasýningar og auk þess tekið þátt í fjölda samsýningum þ.á.m.  í Boston og New York í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku,Þýskalandi, Finlandi og víðar.

Beta Gagga útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 með BA í grafíklist og lauk viðbótar diplóma í listkennslu við LHÍ 2003. Hún rekur vinnustofu á Korpúlfsstöðum og  gallerí á Korpúlfsstöðum ásamt fleirum listamönnum.

Opnunar tími Grafíksalsins  er  fimmtudaga til sunnudaga 14-17.