
Helgina 20.– 22. maí mun Íslensk Grafík efna til samsýningar á grafíkverkum listamanna víðsvegar að, sem hafa tekið þátt í alþjóðlegri „ferðasýningu“ 20/20 í sýningarsal Íslenskrar Grafíkur að Tryggvagötu 17, Rvk.
Opnun föstudag 20. mai kl 17–19
laugardag 21. mai kl.14 -17 og sunnudag 22. maí kl. 14 – 17
Ferlið bakvið þessar 20/20 sýningar er að þeir sem tekið hafa þátt unnu grafíkverk í 25 eintökum í stærðinni 20×20 og þar blandast verkin inn í möppur með öðrum 20/20 listamönnum frá öðrum grafíkverkstæðum um allan heim.
Fær hver þátttakandi senda möppu til baka frá Hot Bed Press með 20 ólíkum verkum ásamt eintaki eftir sig. Öll verkin fara svo á Flickr síðu þeirra: (www.flickr.com/photos/hot_bed_press).
Verkin hafa einnig verið til sýnis víðsvegar um heiminn en nú gefst áhugasömum tækifæri til þess að líta listaverkin augum og kaupa ef vill. En íslenskir grafíklistamenn hafa tekið höndum saman og ákveðið að gefa verk úr sinni möppu og mun ágóðinn renna til félagsins og til flóttamanna Úkraínu .