Rut Rebekka – Málverk og grafík

Málverk og Grafík.

Rut Rebekka opnar sýningu í Íslensk Grafík  Laugardaginn 2 apríl kl.14

Málverkin eru olía á striga, máluð 2019 til 2022, grafíkin er olíu sáldþrykk.

Sýningin er opin kl.14 til 17 fimmtudaga til sunnudaga og lýkur sunnudaginn 17 apríl  kl.17:30. Allir velkomnir.

Þetta er 24 einkasýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur, en hún er fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur stundað myndlist í 48 ár og hennar helstu einkasýningar hafa verið á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie GammelStrand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi, Piteaa Kunstforening Svíþjóð og fleiristöðum. Ásamt tekið þátt í fjölmörgum  samsýningum hérlendis og erlendis eins og í  Beiing Kína, New york, Boston, Munchen, Heidelberg, Köln, Aarhus Kunstforening. Næstved Danmörku og fleirri stöðum.

Listnám sitt stundaði Rut Rebekka í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista og handíðaskóla Íslands og í Skidmore Collage NY USA. Unnið í vinnustofum  erlendis eins og í Danmörku. Sveaborg Finnlandi, Kjarvalsstofu  París og verið gestakennari í myndlist í Skidmore Collage NY.