Listamaður Grafíkvina 2020 er Þórdís Elín Jóelsdóttir og verða grafíkverk hennar tíl sýnis í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.
Verkið “Jökulhálsinn”.
Íslensk náttúra er Þórdísi hugleikin. Þá sérstaklega jöklarnir, sem óðum hverfa.
Stærð myndarinnar er 10,0 x 20,0 sm. Aðferð: æting, akvatinta, chinecollé og er þrykkt
af listamanninum í aqua-litum á Salland pappír, 20,0 x 28,0 sm í 80 eintökum.
Þórdís Elín Jóelsdóttir var í myndlistarnámi við Fjölbrautarskólinn í Breiðholti 1982-85
og Myndlista-og handíðaskóla Íslands, grafíkdeild 1985-88. Þórdís hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum hérlendis og erlendis, Hún hefur m.a.
stofnað ásamt fleirum Gallerí Korpúlsstaði og er lika búin að vinna í stjórn IG. Nánari
upplýsingar um Þórdísi má sjá á slóðinni http://www.gallerikorpulfsstadir.com.
Á Safnanótt, verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins
Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 7. febrúar kl. 18.00-23.00 Við viljum bjóða
Grafíkvini og gesti þeirra sérstaklega velkomna á foropnun þann dag milli kl.18.00-19.00!
Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 8. febrúar og sunnudaginn 9. febrúar
á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.
Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það
frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.
Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og
Tryggva Ólafsson.