Magdalena Margrét Kjartansdóttir var valin Heiðursfélagi Íslenskrar Grafíkur 2019
Magdalena mun sýna verk sín í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins í Hafnarhúsinu í desember. Opnun sýningarinnar ÖR verður á laugardaginn 7. desember kl.13.
Magdalena f. 1944, lagði stund á grafík og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir list sína haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi sem erlendis.
Auk listsköpunar hefur Magdalena verið virk á myndlistarsviðinu; setið í ýmsum félagastjórnum tengdum myndlist, komið að rekstri listhúsa t.d. Start Art og Meistara Jakob ásamt öðrum listamönnum. Hún hefur kennt grafík áfanga við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Ísland.
Verk hennar eru meðal annars í eigu Listasafn Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Kópavogs, Hafnarborgar og Alþingis Íslendinga.
Magdalena á verk á sýningu 10 evrópskra listamanna sem nú stendur yfir í Rheine Þýskalandi, sem þátttakandi í Münsterland Festival sem opnaði í október 2019.
Sýningar framundan;
Grafiktriennial XVI sýningar í Galleri Sander, Trelleborgs Museum, Kulturens Hus og Grafiska Sällskapet, frá 25. janúar til 1. nóvember 2020 í Svíþjóð.
Sýning í Galeria Arte-Banco Portugal Leiria 2020.
Sýningin stendur yfir næstu 2 helgar: 7.og 8. desember og 14. og 15. desember kl.14-17.
Við hvetjum alla til að mæta og heiðra þessa stórkostlegu listakonu og grafíker.