ANDLIT JARDAR / EARTH PORTRAITS

bodskort_v

Andlit Jarðar (English below)

Laura Valentino synir gum bichromate og silfur-gelatín myndir í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, gengið inn hafnarmegin. Sýningin opnar 1. desember, kl. 14, og stendur til 16. desember. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl.14-17.

Andlit Jarðar kannar áhrif tímans bæði á landslagið og á listsköpunarferlið.

Landslag er síbreytilegt, líkt og manneskjur, og það er erfitt að festa það í augnabliki. Veðurfar, árstíðir, ljós, náttúruöfl og gjörðir manneskjunnar hefur áhrif á það sem við sjáum. Bætum við aðgengi, sjónarhorni, ólíkum gerðum myndavéla sem grípa andartakið, filmum og formi. Síðan þarf að velja (kemísk) efni og lengd framköllunartímans. Filmuna má rispa, toga, teygja, skanna og handfjatla, eins og við förum með líkamann þegar hann þarf að glíma við náttúruna. Myndatökuferlið líkir eftir áhrifum tímans á landslagið. Pappír er valinn og myndefnið galdrað fram, baðað í vökva, lit, ljósi og tíma. Mörgum sinnum. Afraksturinn verður meira en þetta augnablik, þessi smellur í myndavélinni.

Laura hefur meistaragráðu í myndlist frá Kaliforníuháskóla, Berkeley. Hún flutti til Íslands árið 1988 og hefur búið hér síðan. Laura hefur tekið þátt í mörgum sýningum hérlendis og erlendis, sem málari og grafíklistamaður. Hún hefur kynnt sér gamla ljósmyndatækni síðan á tíunda áratug síðustu aldar, og lítur fyrst og fremst á sig sem grafíklistamaður (printmaker). Laura gekk til liðs við SÍM og Íslenska Grafík 2008 og stofnaði ásamt fleirum Félag filmuljósmyndara á Íslandi árið 2014. Hún er í stjórn (stúdíónefnd) ÍG og kennir námskeið í gum bichromate aðferð.

Earth Portraits

Laura Valentino exhibits gum bichromate and silver gelatin prints at Grafiksalurinn, Tryggvagata 17, entrance harbor side. The opening reception is on December 1st, 2pm, and the show stands until December 16th. The gallery is open from 2-5pm, Thursday–Sunday.

Earth Portraits explores the effect of time on both the landscape and the art making process itself.

The landscape, similar to a human subject, is always changing and is hard to pin down in a moment. Weather conditions, seasons, lighting, natural forces and human interference all have an effect on what is perceived. Add to the mix access, point of view, types of equipment used in capture, films, and format. Then comes choice of chemicals and length of development time. The film may be scratched, pushed, pulled, scanned and manipulated, much like the body when attempting to face nature. The process of depiction mimics effect of time on the landscape. Paper is chosen and the image is coaxed out in a bath of colors, chemicals, light and time. Several times. The final result becomes more than a single instance.

Laura Valentino has a masters degree in fine arts from the University of California, Berkeley, and has resided in Iceland since 1988. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad as a painter and printmaker. She has studied historic photographic processes since the late 90s and considersf herself a printmaker. She joined SÍM and Íslensk Grafík in 2008 and was a founding member of Iceland Film Photography Association in 2014. She is on the board of ÍG (studio committee) and teaches workshops in the gum bichromate process.