Technology and Touch (Tækni og snerting) er titill á samvinnuverkefni grafíklistamanna í Reykjavík og í San Francisco á sviði grafíklistar. Markmið og þema verkefnisins er að rannsaka og sýna nýsköpun í aðferðum sem tengjast hefðbundnum tæknilegum útfærslum í grafíklist og unnið er með á tveimur landfræðilegum stöðum. Á báðum stöðum nýta listamennirnir ýmsar óhefðbundnar leiðir í vinnuferlinu, t.d. tilraunaljósmyndatækni og skurð í plötur með laser tækni eða fræsurum, til að ná fram dýpri persónulegri merkingu í verkum sínum í tengslum við náttúru og umhverfi.