Sigríður Rut Hreinsdóttir, opnar málverkasýninguna „Smámyndir“ í Grafíksalnum við Tryggvagötu 17, hafnarmegin, laugardaginn 9. september frá kl. 17:00 til 19:00
Þetta er sjötta einkasýning Sigríðar Rutar sem einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Myndirnar sem eru lítil olíumálverk 20 x 20 cm. voru unnar á árunum 2011 til 2017 og hafa ekki verið sýndar áður.
Flest mótífin eru náttúrutengd, hamingjusamir fíflar og lauf og smáblóm úr flóru Íslands.
Sigríður Rut Hreinsdóttir (f. 1957) býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún lauk námi við málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1990 og sótti kvöld og dagskóla í hlutateikningu, módelteikningu, vatnslit og fleiri fögum samhliða í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1985 – 1990. Áður hafði hún tekið myndlistarbraut í Linderud Videregående skole í Oslo Noregi 1983.
Sýningin stendur yfir frá 9. – 24. september 2017 og er
opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14:00 – 18:00
Verið velkomin