Guðrún Öyahals / MAME COUMBA BANG / 06.05.2017-21.05.2017

Guðrún - Boðskort - 3 mm bleedLaugardaginn 6. Maí kl. 16 opnar GUÐRÚN ÖYAHALS myndlistarmaður

sýningu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík

Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14 – 18 og stendur til 21. maí

 

—Með hvíta fætur í söltu vatni skelfur hún af kulda, hún skelfur af kulda og virðir fyrir sér fegurð marglita fjörugróðursins. Hún skelfur af hita, hún skelfur af reiði, hún skelfur af fegurð með svarta fætur í hvítu vatni. Skjálfnadi af hvítri fegurð hverfur hún í salt vatnið.—

 

Titill sýningarinnar er sóttur til Senegal en Gyðjan, Mame Coumba Bang er verndari vatnsins í Saint Louis, þar sem Guðrún dvaldi á vinnustofu um tveggja mánaða skeið. Húsnæðið sem hún dvaldi í er á eyju í Senegal ánni, en borgin skiptist í þrjá hluta þar sem áin klýfur hana á tveimur stöðum. Innblástur Guðrúnar að sýningunni er sprottinn af þessum framandi en þó kunnuglega stað og eru sum verkanna að hluta til unnin í Senegal, en eftirvinnsla og önnur verk unnin á Íslandi síðastliðna mánuði.

 

Sýningin samanstendur af innsetningu ásamt myndbandi og teikningum, þar sem Senegal áin, Atlants hafið, hvít fórn og bláar plastflöskur eru í öndvegi.

 

Guðrún Öyahals stundaði ná við Myndlista og Handíðaskóla Íslands og var um hríð gestanemandi við Burg Giebichenstein í Halle, Þýskalandi, hún útskrifaðist vorið 1997. Einnig nam hún Kennslufræði við Listaháskóla Íslands og lauk því námi vorið 2005. Guðrún starfar jöfnum höndum við myndlist og leikmyndahönnun og hefur komið að fjölmörgum sýningum hér heima og

erlendis.