Í Garðinum / Rut Rebekka / 8.Mars-23.Mars 2014

rutr
Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Í Garðinum“ og gefur út listaverka og ljóðabók í Grafíksafninu laugardaginn 8 mars n.k. kl 14. Bókin heitir „Málverk og ljóð, Paintings and Poems“ og eru ljóðin jafnframt á ensku. Bókin spannar verk sýningarinnar, og fleiri, en með hverri mynd fylgir ljóð.Ljóðin eru ort samhliða því er hún málaði myndirnar.
Rut Rebekka er fædd í Reykjavík 1944 og þetta er er afmælissýnig  en hún verður sjötug í þessum mánuði.

Hún hefur stundað myndlist í 40 ár og haldið 20 einkasýningar, á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, Norrænahúsinu, Gallerie Gammel Strand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi , Piteå Kunstforening Svíþjóð og fleiri stöðum. Tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er opin þriðjud-sunnudaga kl 14-18 og endar sunnudaginn 23 mars.