Exhibitions

Samt sem áður – Jóna Thors og Elín Þ. Hrafnsdóttir

Næstkomandi laugardag 10. maí kl. 14 – 17 opna Elín Þ. Rafnsdóttir og Jóna Thors sýninguna SAMT SEM ÁÐUR í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin).

Sýningin stendur til 25. maí og er opin fimmtudaga til sunnudags kl. 14 – 18

Öll hjartanlega velkomin.

Myndir Elínar Þóru á sýningunni eru allar olía á striga og unnar árin 2023 – 2024. Verk Elínar Þóru eru flest óræðar náttúrustemmur og landslag þar sem unnið er með áferð jarðar, árstíðir og gróður. Elín sækir sér innblástur í íslenska náttúru og útivist svo og í kennslu en hún hefur um árabil kennt myndlist á framhaldsskólastigi. Í verkum sínum dregur hún upp óvæntar og óhlutbundnar hliðar á landslagi og náttúru og lætur tilfinningar ráða för í sköpunarferlinu. Þannig býr hún til óvænt sjónarhorn á myndefnið og veitir því nýjar víddir. Að loknu fornámi í MHÍ 1978 lagði Elín áherslu á skúlptúr í Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist 1982. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, þar sem hún tók masterspróf í höggmyndalist og grafík. Fyrir Elínu Þóru eru málverkin tjáning forma, lita, efnis og myndbyggingar. Elín Þóra segir að í rauninni skipti hana ekki máli í hvaða miðil hún tjái sig heldur bara að fá að tjá sig og skapa.

Jóna nam við MHÍ ’77-’81, í fornámi og grafíkdeild, og ’87-´90 í leirlistardeild og hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður frá útskrift. Hún var þátttakandi í rekstri Sneglu listhúss ásamt fleirum í 9 ár. Hún var einn af stofnendum Kaolín og starfaði með galleríinu í fjögur ár. Árið 2020 kynntist Jóna aðferð við að mála með olíu og vaxi. Í framhaldi skráði hún sig í fjarnám hjá ColdWaxAcademy og stundaði það nám í tvo vetur. Myndir hennar á sýninguni eru unnar með olíu og vaxi á viðarpanela og minni myndir á olíupappír. Innblástur Jónu getur komið frá ólíklegustu stöðum. Frá sjúskuðum trékassa, steyptum vegg, snjáðu verkfæri eða náttúrusýn, minningum og tónlist.

Elín Þ. Rafnsdóttir s. 8480402 elinrafnsdottir@gmail.com

Jóna Thors s. 8698282 jonathors@simnet.is

Krákustígar – Sigurborg Stefánsdóttir

Þessi sýning á málverkum Sigurborgar Stefánsdóttir endurspeglar þá krákustíga sem myndlistin getur farið um, því oft er leiðin að endanlegu verki snúin. Ásetningurinn er hin eilífa leit að fegurð, sem víða skortir í manngerðu umhverfi okkar. Myndefnið er persónuleg og frjálsleg glíma við myndflötinn, óhlutbundið flæðandi litróf og línuspil. Hér er ekki verið að reyna að líkja eftir neinu, myndirnar lúta ekki lögmálum rökhyggju heldur eru abstrakt tjáning, sem tengist ef til vill meira tónlist og dansi, fremur en vitrænu tungumáli. Leikur og samspil þess agaða og ómeðvitaða.

s.s.

af jörðu /from ashes -Hjörleifur Halldórsson

Hjörleifur Halldórsson opnar sýninguna Af jörðu í Grafíksalnum næstkomandi fimmtudag, 27. mars kl 17-19. Opið verður alla daga kl 11-18 en lokadagur sýningarinnar er 13. apríl. Öll hjartanlega velkomin.

Listamannaspjall:    Sunnudagur 30. mars kl. 16:00 og sunnudagur 13. apríl kl. 16:00

Sýningin Af Jörðu er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar. Sýningin samanstendur af sextán málverkum, andlitsmyndum sem og landslagsverkum. Umbreytingar tilverunnar birtast í blöndu af náttúrulitum við eldfjallaösku; tákn um eyðingu og endurnýtingu.  Vikur frá sprengigosi úr Heklu og nýmyndað hrauni við Grindavík myndar jarðbundna tengingu við hringrás náttúrunnar, frá fæðingu til dauðadags.

Andlitsmyndirnar ná yfir fjórar kynslóðir og endurspegla brothætt eðli mannsins. Með tímanum dofna andlit, nöfn glatast og kynslóðir hverfa í gleymskunnar dá. Fimmta kynslóðin mun aldrei þekkja þá fyrstu. Þessar myndir bera því ekki nöfn, heldur eingöngu vegabréfsnúmer, endurómun af skammri viðveru.

Landslagsverkin, jörðin mótuð af sömu hráu öflunum og mannslíkaminn, endurspegla síendurtekna hringrás sköpunar og hrörnunar. Landið, rétt eins og við, er í stöðugri umbreytingu; það rís, veðrast og endurfæðist. Því af jörðu skal mankynið aftur verða.

Í þessum hverfulleika býr fegurð. Að sætta sig við hverfulleikann er að viðurkenna hina stuttu dvöl okkar á jörðinni, hvorki mótmæla né syrgja hana, heldur faðma hringrás lífsins.
Því, af jörðu ertu komin, af jörðu skaltu aftur verða, og af jörðu skaltu aftur upp rísa.

Hjörleifur Halldórsson fæddist árið 1972 í Reykjavík og útskrifaðist vorið 2024 úr Myndlistarháskólanum í Poznań (University of Fine Arts Poznań, UAP). Hann lærði verkfræði í Stokkhólmi og áður en hann snéri sér að listinni starfaði hann í áratugi hjá ýmsum fyrirtækjum sem verkfræðingur, sérhæfður í heilbrigðistækni. Verk Hjörleifs fjalla í flestum tilvikum um hverfulleika og umbreytingar, og vinnur hann gjarnan með akrýlmálningu, stafrænar myndir og teikningar. Af Jörðu er fyrsta sýning hans á Íslandi, en hann hefur þó nú þegar haldið ellefu sýningar víðsvegar um Pólland.

Birting / Dawning – Aðalheiður Valgeirsdóttir

Birting/Dawning í Grafíksalnum 6. – 23. Mars 2025

Sýningaropnun fimmtudaginn 6. mars kl 17:00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitaverk sem unnin eru á síðustu tveimur árum. Í verkunum birtast óljósar en lifandi vísanir í ytri raunveruleika og náttúrufyrirbæri, þar sem straumvatn, gróður, himinn og jörð birtast og vekja upp hugmyndir um flæði, birtu, kyrrstöðu og tíma í síbreytilegri ásýnd náttúrunnar.

Aðalheiður Valgeirsdóttir er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hún lauk BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið ýmis verkefni á því sviði,  m.a. sem kennari, greinahöfundur og sýningarstjóri í söfnum og galleríum.  Aðalheiður er félagi í SÍM, FÍM, Íslensk grafík og Listfræðafélagi Íslands.

Opnun verður fimmtudaginn 6. mars kl 17:00

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl 14-18

Öll Hjartanlega velkomin

Málverk Aðalheiðar einkennast af tæru litasamspili. Pensildrættir teikna símynstur eins og net á myndflötinn, draga upp litríka möskva og litasamspilið gerir að verkum að ógreiningur er að átta sig á skilum forgrunns og bakgrunns. Símynstur einkennir líka vatnslitamyndir hennar; frjálst og lífrænt, gegnsætt og flæðandi.
Fyrir rúmri öld umbylti kúbisminn myndfleti málverksins og hefðbundinni fjarvídd, hann máði út skil milli forgrunns og bakgrunns og skipti myndfletinum niður í smærri einingar. Formbylting var hafin og um miðja tuttugustu öld komu fram símynstur abstrakt expressjónista þar sem vísanir í raunveruleika fyrir utan myndflötinn viku fyrir tjáningu á upplifun sameiginlegs mannsanda. Þessir straumar bárust hingað til lands en á meðan á öllu þessu gekk átti náttúran ávallt sinn fasta sess á myndfleti íslenskra málara.
Það má segja að Aðalheiður staðsetji sig sem málari þarna mitt á milli. Í verkum hennar birtast eiginleikar abstraklistarinnar, skipting myndflatar í smærri einingar, óljós skil forgrunns og bakgrunns og iðandi mynstur fyllir myndflötinn. En um leið eru myndir hennar fullar af óljósum en lifandi vísunum til ytri raunveruleika, náttúrufyrirbæra; straumvatns, gróðurs, himins og jarðar eða til manngerðs umhverfis. Í vatnslitamyndum hennar leggjast lífrænir litafletir saman eða hverjir yfir aðra, mætast í andstæðum eða mildu samspili og skapa litríka abstrakt heild sem þó er á einhvern hátt svo gróskumikil, eins og náttúran sjálf.
Í öllum sínum verkum vinnur Aðalheiður fyrst og fremst með eiginleika málverksins; myndbyggingu, pensildrætti, form og liti. Það er á myndfletinum sjálfum sem verkið verður til en innblásturinn fær Aðalheiðar úti í náttúrunni. Þegar hún horfir með öllum skilningarvitum er eins og tíminn standi í stað. Blæbrigði litanna koma smám saman í ljós: mósvartar, dökkmórauðar og skolbrúnar línur rista lárétta, vatnsgræna, kuldabláa og klakagráa litafleti. Kyrrstaða og hreyfing, síðan heldur lífið áfram og seinna dregur málarinn pensil yfir strigann, teiknar línur, veltir fyrir sér litasamspili og á endanum skapast heild á myndfleti.
Seinna nemum við, áhorfendur, staðar fyrir framan málverkið og þegar við horfum á línur, liti og form fer hugurinn á flug. Þræðir netsins, pensildrættir málverkanna, kalla fram í hugann gróður á ólíkum árstíðum, skærgrænt slý, gulnandi stöngla eða dökka, rotnandi vetrarstilka og í möskvunum á milli þeirra birtist straumvatn eða kannski fölur febrúarhiminn, lýsandi bleik sólarupprás eða dimmblátt vetrarrökkur. Erum við undir eða yfir vatnsyfirborðinu? Leikur ferskt loft um vitin eða svalt vatn við húðina? Eða horfum við á borgarmynd með og láréttum og lóðréttum línum bygginga og himininn speglast í rúðunum? Og þó kannski ekkert af þessu, heldur línur, form og liti þar sem ekkert annað skiptir máli og aftur stendur tíminn í stað.

Ragna Sigurðardóttir

Dawning
Aðalheiður’s paintings are characterized by a pure harmony of colours. Her brushstrokes weave continuous patterns across the canvas like a net, creating vibrant meshes, and the interplay of colours blurs the boundaries between foreground and background. This continuous patterning also defines her watercolour works – free and organic, transparent and flowing.
Over a century ago, Cubism revolutionized the picture plane of painting and traditional perspective. It erased the distinction between foreground and background, breaking the surface into smaller fragments. A formal revolution had begun, and by the mid-twentieth century, abstract expressionists introduced continuous patterns where references to reality outside the painting gave way to the expression of a shared human experience. These artistic currents found their way to Iceland, but throughout all this nature remained ever-present in the work of Icelandic painters.
One could say that Aðalheiður positions herself as a painter somewhere in between. Her work exhibits key aspects of abstract painting: the division of the picture plane into smaller units, the indistinct separation of foreground and background, and the dynamic patterns that fill the surface. At the same time, her paintings are infused with elusive but vivid references to external reality, natural phenomena such as flowing water, vegetation, sky, and earth, or even elements of the man-made environment. In her watercolours, organic color fields layer and merge, meeting in contrast or soft harmony, forming a vibrant abstract whole that is, in its own way, as lush and dynamic as nature itself.
In all her works, Aðalheiður is fundamentally engaged with the essence of painting; composition, brushwork, form, and colour. The work takes shape on the picture plane itself but her inspiration comes from nature. When she observes with all her senses, time seems to stand still. The nuances of colour gradually emerge: moss-black, deep reddish-brown, and earth-toned lines cut across horizontal fields of water-green, cool blue, and glacial gray. Stillness and movement intertwine, then life resumes, and later, the painter draws her brush across the canvas, sketching lines, contemplating colour harmony, until a cohesive whole emerges.
Later, we, the viewers, pause before the painting and as we take in its lines, colours, and forms, our minds take flight. The threads of the net, the brushstrokes, evoke images of vegetation across different seasons—vivid green algae, yellowing stalks, or dark, decaying winter stems. Within the meshes between them, we glimpse flowing water, or perhaps a pale February sky, a luminous pink sunrise, or deep blue winter dusk. Are we beneath or above the water’s surface? Do we feel fresh air on our skin, or cool water against it? Or are we looking at a cityscape, its horizontal and vertical lines of buildings reflecting the sky in their windows? Or perhaps none of these – only lines, forms, and colours, where nothing else matters, and once again, time stands still.
Ragna Sigurðardóttir. Translation Ingunn Snædal

Framsækin Eyðing /Progressive Decay – Emilia Telese

EMILIA TELESE
Framsækin Eyðing – Progressive Decay
Solo Exhibition

IPA Gallery Islensk Grafik Association of Icelandic Printmakers
14 February – 2 March

Opening 14 February 5 – 7pm

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Iceland

You’re invited to Emilia Telese’s solo exhibition Framsækin Eyðing – Progressive Decay at Grafíksalurinn/IPA Gallery , The Icelandic Printmakers Association in Reykjavík.

Progressive Decay is a series of large scale monotypes and monoprints on polylaminate (sometimes known with the brand name of Tetrapak) which Telese began in 2022 as part of an ongoing exploration into the emotional meaning of materials and the conceptual boundaries of printmaking within her practice. Using inks she made from Icelandic glaciers soil, earth from ancient Italian forests and reconstructed polyaminate (sometimes known with the brand name of tetra-pak), Telese employed a painstaking, emotional process to produce a series of monoprints and monotypes where material and mark-making accumulate until the matrix disintegrates and can no longer be printed.

The series is a reflection on temporality in both process and form, becoming a metaphor for both the impermanence of material culture and the inevitable degradation of all things over time, evoking Roland Barthes’ notion of the grain of the voice, where the deterioration of a medium is as integral to its meaning as its initial form.

The exhibition will run from February 14th to March 2nd, with an opening reception on February 14th from 5 to 7 pm at Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland. Literature includes texts by Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir , Gordon Dalton and Emilia Telese.

Opening hours from Tuesday to Sunday from 12pm to 5pm.

Listamaður Grafíkvina 2025 Helgi Þorgils Friðjónsson

Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. 

Listamaður ársins 2025 er Helgi Þorgils Friðjónsson

“Spegill”

Stærð myndarinnar er 18,0 x 23 cm, stærð pappír 21,0 x 29,7 cm í 70 eintökum. 

Tækni er dúkrista.

“Skýjafar fjærst eins og kyrrt ljósflökt að kvöldi eða að morgni. Sjóndeildarhringur þverlína yfir myndflötinn og honum fylgt eftir með löngum djúpum þveröldum, eða meira eins og sjórinn andi stórum löngum djúpum andardrætti og renni saman við hugmynd um tíbránna. Þegar framar dregur í myndflötinn breytist sjórinn í létt leikandi öldur og öldugjálfur og grípur í sig skýjaflöktið. Svo steinvölur á strönd.

Vængirnir endurtaka form aldanna og efniskennd skýjanna og fljúga eins og ljósið og hár sundmannsins fylgir langljóslínum djúpaldanna og blekkingu tíbrárinnar. Nefið fylgir öldunum líka eftir og hverfur í tíbránna og langlínurnar sem gera einskonar spé spegilmynd og styður þannig sjónhverfinguna. Maríuerla speglar sjálfa sig og er með gogg í gogg og er nálægðin og fjarlægðin. Skuggi sundmannsins er þverlínur á heildarmyndina. Sundmaðurinn fer eitthvað. Vængjamaðurinn er draumur. Maríuerlan veltir fyrir sér hvort spegilmyndin sé hún sjálf.”  HÞF

Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur árið 1953.  Hann stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, De Vrije Academie í Haag Hollandi og við Jan Van Eyck Academie í Maastricht Hollandi. Helgi Þorgils er einn af okkar þekktustu listamönnum, hann hefur bæði kennt myndlist ásamt því að vera virkur í stjórnar og nefndarstörfum í listheiminum.

Hann hefur haldið fjöldann allan af  einkasýningum og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Helga Þorgils  eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni Háskóla Íslands, í fjölda listasafna í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.

Verða verk Helga Þorgils til sýnis á Safnanótt og um þá helgi, 7.-9. febrúar í sal félagsins, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þá verða Grafíkvinamyndirnar einnig kynntar eins og verið hefur. Safnanóttin sjálf verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00. Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Davíðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.

Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 20% afslátt á innrömmun á Grafíkvinamynd.  

Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.                                                    

 Öll velkomin! Ókeypis aðgangur! 

“Alls engin þekking” Hlynur Helgason

Hlynur Helgason opnar sýninguna, “Alls engin þekking”, föstudaginn 17. janúar kl 17:30 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnar megin).

Verkin á sýningunni er ný röð bláprenta frá þessu ári, niðurstöður rannsókna á möguleikum gervigreindar í myndgerð. Sýningin er hluti Ljósmyndahátíðar. Hún stendur til 2. febrúar og verður opin fimmtudaga til sunnudaga frá 14–18. Léttar veitingar verða í boði. Verið öll hjartanlega velkomin.

Hlynur Helgason invites you to attend the opening of his exhibition, Not a knowledge at all, which will be opened in the IPA Gallery, behind Hafnarhús on Tryggvagata in Reykjavík, on Friday, 17 January at 17.30.

The works in the exhibition are a new series of cyanotypes from this year, the results of research into the possibilities of artificial intelligence in image production. The exhibition is part of the Icelandic Photo Festival. It will be open until 2 February, Thursdays to Sundays from 2–6 pm.Light refreshments will be served. We welcome you all.

VÆRÐ – Brynja Emilsdóttir

Í tilefni af fimmtugsafmæli mínu langaði mig að gera eitthvað sem veitir mér ánægju og kem aftur og aftur að í gegnum lífið. Þessi sýning er ekki síst fyrir sjálfa mig á þessum tímamótum enda textíllinn löngu orðinn hluti af sjálfri mér.

Opnun 4. janúar kl 16-19

Opið 5.-12. janúar kl 16-18 alla daga.

Öll hjartanlega velkomin

Sjöfætlan: Samsýning 

Sjöfætlan: Samsýning nokkurra nýliða í Grafíkfélaginu: Bjargey Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Hjörtur Matthías Skúlason, Jóhanna Sveinsdóttir, Rossana Silvia Schiavo, Rósmarý Hjartardóttir og  Sævar Karl. 

Þó að listafólk Sjöfætlunnar séu öngvir nýliðar á sviði myndlistarinnar hefur það tekið þau nokkur ár, jafnvel áratugi, að safna sér saman og staðfesta tilveru sína sem meðlimi Grafíkfélagsins eins og þau gera nú með þessari sprellfjörugu nýliðasamsýningu. Sjöfætlan er ekki við eina fjölina felld þegar kemur að hugmyndum og úrvinnslu þeirra, enda vinnur hún í alla þá miðla sem henni sýnist og býður upp á fjölbreytta samsýningu með útsaumi, mjúkum skúlptúrum, teikningum, mál- og grafíkverkum af ýmsum stærðum og gerðum á breiðu verðbili.

Öll velkomin að gleðjast með fætlunni og njóta verka hennar, búss og djúss, 5. desember 2024  milli kl 17-19, í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, Reykjavík.

Opið fim – sun milli kl 14-18 frá 6. til og með 22. desembers

 The Seven Legged Creature

A group art exhibition by new members of The Icelandic Printmakers Association: Bjargey Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Hjörtur Matthías Skúlason, Jóhanna Sveinsdóttir, Rossana Silvia, Rósmarý Hjartardóttir and Sævar Karl.

Despite the members of the Seven Legged Creature being no newbies in the art world, it’s taken them years to get together and confirm their membership at The Icelandic Printmakers Association as they now do with this group exhibition. The Seven Legged Creature isn’t short of ideas and ways to bring them to life. Using a range of media including embroidery, soft sculptures, drawings, paintings and prints, pieces of all shapes and sizes and price ranges.

Everyone is welcome to join the Seven Legged Creature and enjoy its creations, including booze and juice on the 5th of December between 17pm-19pm at Grafíksalur, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17, Reykjavík. Open Thursday to Sunday between 14pm – 18pm from the 6th – 22nd of December.

L’eptapode – Sjöfætlan

Mostra collettiva dei nuovi artisti ammessi quest’anno alla Grafíkfélag (Assocazione della Grafica): Bjargey Ólafsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Hjörtur Matthías Skúlason, Jóhanna Sveinsdóttir, Rossana Silvia, Rósmarý Hjartardóttir e Sævar Karl.

Sebbene gli artisti de L’eptapode non siano principianti nel campo dell’arte, ci sono voluti diversi anni, addirittura decenni, per riunirsi e confermare la loro esistenza come membri dell’Associazione della Grafica, come stanno facendo ora con questa vivace mostra collettiva per i nuovi iscritti.

L’eptapode non è uno qualunque quando si tratta di idee e della loro elaborazione, poiché lavora con tutti i media che ritiene adatti e offre una mostra collettiva diversificata con ricami, sculture morbide, disegni, dipinti e opere grafiche di varie dimensioni e forme in un’ampia fascia di prezzo.

Tutti sono i benenuti alla mostra de L’eptapode e tutti sono invitati a godersi le opere e il rinfresco il 5 dicembre 2024 dalle 17 alle 19, alla Grafíksalur, Hafnarhúsin, Tryggvagötu 17, Reykjavík.

Aperto da giovedì a domenica dalle 14 alle 18 dal 6 al 22 dicembre.

Ljósberar á mínum vegum – Svandís Egilsdóttir

Svandís Egilsdóttir opnar sýningu í Grafíksalnum í dag kl 16:00Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegumTitill sýningarinnar Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum, vísar til upplifunar og minningar listakonunnar af því að hafa ekið fram á breiðu af ljósberum á Mýrdalsöræfum eina fagra, bjarta, sumarnótt á þessu ári. Á sýningunni má finna málverk unnin á striga sem og teikningar og tímahylki/dagbækur frá vinnu- og vinkonuferðum sem listakonan hefur farið í undanfarin ár. Hver litur ber í sér mismunandi tíðni ljóss. Það að mála er því eins konar leikur með ljós. Rétt eins verkefni sem snýst um að teikna og mála við vita um allt land er það líkaRétt eins og að finna uppljómun í flæðinuRétt eins og sköpunin sjálfRétt eins og vináttanRétt eins og að vinna á eigin forsendum að því sem er manni kærtÍ öllu þessu er þetta magnaða ljósHeilög frumgerð, ljósið Verkið sem prýðir forsíðu þessa bæklings, er mynd af upplifun minni af fjallinu Snæfelli.Það fjall er heilagur staður í mínum huga og frá því skynja ég orkumikla tíðni. Frumkraftur og andagift er til staðar, eitthvað sem leiðir hugann hærra, í átt að draumkenndri fegurð. Snæfell er fyrir mér ljósberi, rétt eins og vitarnir sem ég heimsótti í sumar og málverkin sem ég vinn að, tímahylkin/dagbækurnar sem geyma dýrmætt afrit af túlkun minni á stað og tíma og ljósinu sjálfu. Á sýningartímabilinu verður stund tileinkuð gjörningi og lokadaginn 1. des verður sölusýning/vinnustofustemming þar sem fleiri verk verða til sölu, ásamt því að boðið verður upp á ilmandi danskar eplaskífur og drykk. Hluti af andvirði hverrar myndar rennur til Bergsins Headspace (https://www.bergid.is/)Bergið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna frá 12 til 25 ára með markmiðið að efla þátttöku og þekkingu ungmenna sem og að auka tengsl þeirra við samfélagið.