Grafísk Tilbrigði / Graphic Variatons

Samsýningin Grafísk Tilbrigði / Graphic Variatons verður opnuð í Gafíksalnum í Hafnarhúsinu (hafnarmegin) fimmtudaginn 11. desember kl. 17.00 til 19.00

Hópur nýrra félaga í Grafíkfélaginu stillir hér saman strengi og sýnir fjölbreytt tilbrigði við grafík í opnum og víðum skilningi.

Hver listamaður leggur fram eigin sýn og skapar í sameiningu fjölbreytt rými þar sem ólík sjónarhorn mætast og mynda nýja heild. Á sýningunni má sjá mjög fjölbreytt verk unnin í margvíslegum miðlum.

Nýir meðlimir í Grafíkfélaginu, eru Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, Dagur Benedikt Reynisson, Duna August, Gunnar R Kristinsson, Marco Dorn, Pétur Halldórsson, Sara Riel, and Þórir Karl Celin.

Verkin eru öll til sölu og í húsinu verður notaleg jólastemning

Opið 12. til 21. desember, virka daga kl 15-18, laugardaga og sunnudaga frá kl 14:00 til 17:00.

The joint exhibition Grafísk Tilbrigði / Graphic Variatons will open in the IPA Gallery in Hafnarhús (harbor side) on Thursday, December 11th at 5 pm to 7 pm. 

A group of new members in The Icelandic Printmakers Association will join forces here and show diverse variations of graphics in an open and broad sense. Each artist presents their own vision and together creates a diverse space where different perspectives meet and form a new whole. The exhibition will feature a wide variety of works made in a variety of media.

The new members in The Icelandic Printmakers Association are Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir, Dagur Benedikt Reynisson, Duna August, Gunnar R Kristinsson, Marco Dorn, Pétur Halldórsson, Sara Riel, and Þórir Karl Celin.

The works are all for sale and the house will have a cozy Christmas atmosphere

Open December 12th to 21st, weekdays 3 pm – 6pm, Saturdays and Sundays from 2:00pm to 5:00pm.

Verk í vinnslu / Works in progress Brumm Brumm

“Verk í vinnslu“ er sýning á silkiprentverkum eftir farandprentsmiðjuna Brumm Brumm,
unnin á síðustu þremur árum.

Fyrir þessa sýningu breyta þau sýningarrýminu í lifandi prentverkstæði — filmur, rammar, litir og verkfæri — þar sem gestir og gangandi geta fylgst með ferlinu frá upphafi prentunar til loka­verks, líkt og áhorfendur að gjörningi.

Brumm Brumm er farandprentsmiðja, silkiprentstúdíó og gallerí með aðsetur í gömlum húsbíl sem ferðast á milli áfangastaða. Hún var stofnuð í Reykjavík árið 2022 af Atla Bender og Mai Shirato.

Allt er teiknað og prentað handgert. Litirnir og aðferðirnar sem þau nota eru gamaldags
og vekja upp nostalgíu.

Samstarfsverkefni sem þau unnu með Bónus verður að hluta til sýnt í rýminu
og prentverk Brumm Brumm verða til sýnis og sölu.

“Verk í vinnslu“ eftir Brumm Brumm
22. nóvember – 7. desember 2025
Sýningaropnun
Laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00–19:00

Öll hjartanlega velkomin.

Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhúsið, 
Tryggvagata 17, hafnarmegin
Opnunartími: Fimmtudaga til sunnudaga kl. 15:00–18:00

English

“Works in Progress” is an exhibition of silk prints by Brumm Brumm, showcasing creations from the past three years.

For this show, we’re transforming the gallery into a live print studio — transparency papers, frames, colours, and printing tools — Visitors are invited to experience the process of printmaking as a live performance. 

 
Brumm Brumm is a mobile printing studio housed in an old camper, travelling between locations to showcase printmaking as a live performance. It was founded in Reykjavik in 2022 by Atli Bender and Mai Shirato. 

All designs, illustrations and printing processes are done by hand. The colours and techniques they use evoke nostalgia and a sense of the old days.     

Their collaborative works with Bónus will be presented to the public for the first time, and selected prints by Brumm Brumm will be available for purchase.

“Works in Process “ By Brumm Brumm
22. November – 7. December 
Exhibition Opening 
Saturday, 22 November at 16 – 19 o’clock 

Grafísksalurinn / IPA gallery, Hafnarhús,

Tryggvagata 17, Entrance is by the seaside
Opening hours: Thursday to Sunday from 15 – 18 o’clock

ROCK / Elvar Örn

ROCK

Sýning eftir Elvar Örn

2. – 16. Nóvember 2025 í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin)

Opnun: sunnudaginn 2. nóvember kl 14:00
Listamannsspjall: laugardaginn 8. nóvember kl 14:00

Verkið ROCK er fyrsti hluti af stærra verkefni sem fjallar um hreyfingu steina í jarðfræðilegu samhengi. Ljósmyndirnar sýna steina sem hafa fallið úr fjallinu Ukkusissaq í Nuuk, Grænlandi. Þær skrásetja augnablik í ferli þar sem jarðskorpan færist og yfirborðið breytist. Steinar sem virðast kyrrir eru í stöðugri ferð — þeir losna, falla og færast með tíma. Yfirborð hvers steins ber merki um tíma, hreyfingu og breytingu.

//

English

ROCK

Exhibition by Elvar Örn
2 – 16 November 2025 at Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhús, Tryggvagata 17 (harbour side)

Opening: Sunday, 2 November at 14:00
Artist talk: Saturday, 8 November at 14:00

The work ROCK is the first part of a larger project that explores the movement of stones within a geological context. The photographs depict rocks that have fallen from Ukkusissaq Mountain in Nuuk, Greenland. They record a moment within a process in which the Earth’s crust shifts and the surface changes. Rocks that appear still are in constant motion — they detach, fall, and move through time. The surface of each stone bears traces of time, motion, and change.

Samrými / Cospace Fríða María Harðardóttir

Fríða María Harðardóttir
10. – 26. október 2025

Opnun föstudaginn 10. október kl 17:00 – 20:00
Öll hjartanlega velkomin.
Grafíksalurinn / IPA Gallery, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17, hafnarmegin

Opnunartími:
miðvikudaga til föstudaga kl 15:00 – 18:00
laugardaga til sunnudaga kl 14:00 – 17:00

Heimur 

síbreytilegur
síkvikur
sameiginlegur
án eignarhalds
þó á hvert líf sinn stað

Lífheimar
leggjast 
hver yfir annan
flæða
hver inn í annan
og frá hver öðrum
lag ofan á lag ofan á lag
eða ekki
rekast á eða tengjast
sundrast eða sameinast

Eitt síbreytilegt flæðandi líf 

Fríða María Harðardóttir lauk námi við Grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1998. Hún starfaði í kjölfarið við auglýsinga-, tísku- og kvikmyndageirann. Árið 2017 hóf hún meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist árið 2019. Síðan þá hefur Fríða María starfað við listkennslu, fyrst við Myndlistaskólann í Reykjavík og svo við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem hún starfar enn. Einnig hefur hún staðið fyrir listasmiðjum fyrir hópa kvenna í viðkvæmri stöðu. Samhliða kennslunni hefur Fríða María unnið að sinni listsköpun og er þetta hennar fyrsta myndlistasýning.

Samrými / Cospace

Fríða María Harðardóttir
October 10th-26th 2025

Opening Friday October 10th at 5pm – 8pm
Opening hours:
Wednesdays to Fridays at 3pm-6pm
Saturdays and Sundays at 2pm-5pm

World
ever-changing
ever-shifting
shared
without ownership
yet every life has its place

Living worlds
layering
one over another
flow
into each other
and away from each other
layer upon layer upon layer
or not
colliding or connecting
breaking apart or merging

One ever-changing, flowing life

Fríða María Harðardóttir graduated from the Printmaking Department at the Icelandic College of Art and Crafts in 1998. She subsequently worked in the advertising, fashion, and film industries. In 2017, she began a master’s program in art education at the Iceland University of the Arts, from which she graduated in 2019. Since then, Fríða María has worked as an art teacher, first at the Reykjavík School of Visual Arts and later at her current workplace, the Breiðholt College. She has also organized art workshops for groups of women in vulnerable circumstances. Alongside her teaching, Fríða María has continued to develop her own artistic practice and this is her first art exhibition.

FLÆÐARMÁL /FLOW Hafdís Helgadóttir

Sýningin Flæðarmál opnar laugardaginn 30. ágúst kl 16:00-19:00 í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17
Opnunartími: Þriðjudag til sunnudags kl 13:00-18:00, sýningin mun standa til 14. september 2025.

Á sýningunni Flæðarmál eru verk, unnin með sandkornum sem mótuð eru í geometrísk form á pappír, ljósmyndum og lausum sandi ásamt teikningum og myndar sýningin 8 mismunandi samsett verk. Í heild byggja verkin á vísunum í raunverulegt landsvæði í Vesturbyggð, hinum gamla Rauðasandshreppi þar sem sandsýnunum var safnað á 8 mismunandi stöðum og unnin ný verk sérstaklega fyrir verkefnið Umhverfing 4, sem spannaði sýningar víðsvegar á Vestfjörðum og Vesturlandi sumarið 2022 en í því tóku þátt listamenn sem tengdir eru þeim landssvæðum.  

Geometrísku formin, sem sandurinn myndar, eru sótt í forna arabíska leturlist, Kufic ferning (e.Kufic square) og tákna þau heiti staðanna þar sem sandinum var safnað.

Sú hugmynd að nota Kufic ferninginn tengist kynnum af teikningu svo kallaðra „heilagra rúmmynda“ (e.sacred geometry) í vinnustofudvöl í Marokkó 2017, sem fram fór undir handleiðslu þarlendra kennara. Hér um að ræða speglun, sem birtist í flæði áhrifa milli menningarheima og flæði hafsins milli strandsvæða.

Í arabískri menningu eru heilagar rúmmyndir undirstaða mynstra og skreytis í byggingum og handverki og er margra alda gömul hefð sem enn lifir. 

Óskir um sérstaka skoðun og leiðsögn um sýninguna, ásamt nánari upplýsingum, veitir Hafdís Helgadóttir. https://hafdishelgadottir.art/

FLOW Solo exhibition August 30 – September 14 2025 at Grafíksalurinn IPA, Tryggvagata 17, by the harbour. Opening is saturday 30.august at 16:00-19:00. Opening hours: Tuesday to Sunday, 1pm – 6pm.

In this exhibition, the artist presents eight differently composed works, each consisting of geometric images with grains of sand on paper, small lumps of loose sand, as well as photos and drawings. The works make reference to a real area in the southern Westfjords, where specimens of sand were collected from 8 separate locations and used to make new works specifically as a contribution to “Umhverfing 4”, a project which comprised several exhibitions and took place all over the Westfjords and West Iceland in the summer of 2022; the participating artists all had some connection to the region.

The images made of sand are modelled on an ancient style of Arabic script known as Kufic square. Here, they represent the names of the places from which the sand was collected. The idea to use “Kufic squares” was inspired by a workshop on sacred geometry which the artist attended in Morrocco in 2017 under the guidance of local teachers and craftsmen. This involves the notion of a flow of influences between cultures as well as the flow of currents from one coastal region to another.

In Arabic culture, Sacred Geometry is fundamental to architectural decoration, and arts and crafts and it is an age old tradition which still lives on.

For further information or if a special and guided viewing is desired please feel free to contact the artist. https://hafdishelgadottir.art

Rými er rými er rými/Space is a space is a space-Sara Björnsdóttir

Sýningin Rými er rými er rými opnar laugardaginn 2. ágúst kl 16:00 í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17
Opnunartími: Fimmtudagur til sunnudags kl 14:00-18:00, sýningin mun standa til 17. ágúst

Rými er rými er rými er staðbundið verk af Grafíksalnum þar sem nokkrum tugum mynda af salnum frá ólíkum sjónarhornum er varpað inn í hann aftur. Myndirnar birtast aftur og aftur í síbreytilegri endurtekningu og áhorfandinn horfir á rýmið horfa á sig sjálft.

Varpararnir líkjast völvum sem hljóðlega leiða okkur inn í rýmið og tímann, inn í ímyndunarafl okkar og óróleika. Þeir krefjast þess að við veitum verkinu athygli og tíma. Það getur reynst áskorun að stíga inn í rými þar sem ekkert truflar eigin hugsanir og tilfinningar. Í heimi átaka þar sem tæknin hefur yfirtekið stóran hluta daglegs lífs verður verkið að bæði athvarfi og hljóðlausri áskorun um innri ró.

Space is a space is a space at Grafíksalurinn IPA 2–17. August 2025
Opening: August 1, at 16:00 PM Grafíksalurinn IPA, Tryggvagata 17, by the harbour

Space is a space is a space is a site-specific work at the IPA gallery Tryggvagata 17 harbour side Reykjavík where dozens of images of the room taken from different angles are projected back into the space. The images appear again and again in an ever-changing repetition and the viewer watches the space watching itself.

The projectors resemble oracles, silently guiding us into the space and into time, into our own imagination and restlessness, demanding that we give the work our time.
It can be challenging to enter a space that offers no distraction from our own thoughts and feelings. In a world of conflict where technology has taken over a large part of our daily lives, rest and mental stillness the work becomes both a refuge and a silent demand.

Öskurþögn/Muted Scream-Anna Gunnlaugsdóttir og Hjörleifur Halldórsson

Verið velkomin á sýninguna Öskurþögn í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin)
Sýningaropnun verður fimmtudaginn 10. júlí kl. 17:00-19:00 

Opnunartími: þriðjudaga til sunnudaga kl 12:00-17:00, sýningin mun standa til 27. júlí

Myndlistarmennirnir Anna Gunnlaugsdóttir og Hjörleifur Halldórsson sýna um tuttugu verk, sprottin úr ástandi kulnunar. Verkin takast á við veruleika kulnunar og leitast við að varpa ljósi á þá þögn, doða og sjálfsafmáun sem hún skilur eftir sig.

Muted Scream at Grafíksalurinn IPA July 10 – July 27 2025
Opening: July 10, at 5:00 PM Grafíksalurinn IPA, Tryggvagata 17, by the harbour
Visual artists Anna Gunnlaugsdóttir and Hjörleifur Halldórsson present around twenty new works born out of a state of burnout. The works confront the reality of burnout and seek to shed light on the silence, numbness, and self-erasure it leaves behind.

Nafli heimsins / The navel of the world – Sara Sigurðardóttir

Fimmtudaginn 19. júní kl. 17–19 opnar sýningin Nafli heimsins með nýjum verkum eftir Söru Sigurðardóttur, í Grafíksalnum í Reykjavík. Sýningin stendur til og með 6. júlí og er opið mið – föst frá kl. 14 – 17 og kl. 12 – 17 um helgar. 

Listamannaspjall verður laugardaginn 21.júní kl. 14:00. Verkin eru unnin með hjálp launasjóðs listamanna og sýningin er styrkt af Myndlistarsjóð Íslands.
Nafli Heimsins er fyrsta einkasýning Söru á Íslandi, en hún er búsett og starfar í London. Sara útskrifaðist með M.A. í Málun frá Konunglega Listaháskólanum í London 2019, en lærði þar áður við Myndlistarskólann í Reykjavík og Art Institute of Cumbria, Englandi. Fyrri sýningar eru meðal annars, 16:9 Billboard Commission at Kingsgate Project Space, London (2022), Secondhand daylight at Thameside Gallery Space, London (2022) Journeyman, solo show at XXijrahii, London (2021), Degree show from Royal College of Art, London (2019). Hide and Seek at Fitzrovia Gallery, London(2019). Meshes of the afternoon at Courtyard Gallery, London (2019). Surge at the Courtauld Institute Somerset House, London (2018).

In Nafli heimsins / The Navel of the World, Icelandic artist Sara Sigurðardóttir (b. 1993) guides us through explorations of materiality, time and consciousness to reflect on the shifting experiences and cataclysmic transformations of motherhood. Blending earthy textures with celestial forms, her paintings draw from volcanic landscapes, physical sensations and spiritual visions. The exhibition’s title references an Icelandic expression for a place of central importance, linguistically tied to the womb – the navel marking our physical detachment from our mothers. It also evokes the idea of navel-gazing,’ alluding to the long-standing cultural dismissal of motherhood as an unserious subject for art. Sigurðardóttir subverts this perception by employing decorative forms and combining seemingly opposing imagery to create her layered compositions. Working from quick sketches made during everyday moments of care, she digitally develops selected forms and cuts them from wood, using them as the foundation for her surfaces. Built up with paint scraps, marble dust, and sand, these works evoke both the raw materiality of the earth and the visceral intensity of the body in labour. Recurring motifs, such as umbilical cords, chains and erupting landscapes, reflect the emotional complexity of motherhood: its beauty and burden, serenity and violence, its power to both bind and liberate.

Text by Millie Walton

Umbrot – samsýning

Síðasta sýningahelgin, Soffía Sæmundsdóttir verður með listamannaspjall á laugardaginn 7. júní kl.15

Fimmtudaginn 29. maí opnaði sýningin UMBROTí Grafíksalnum.

Með fjölbreyttri nálgun á efnismeðferð og myndmáli hefja sex listakonur samtal sín á milli og eða við áhorfandann. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, sum brakandi fersk, önnur eiga sér lengri aðdraganda eða eru í umbreytingarferli.

Umbrot vísar til hreyfingar, þess augnabliks þegar eitthvað breytist, molnar, brestur eða tekur á sig nýja mynd. Það er hvorki upphaf né endir, heldur ástand í þróun.

Sýnendur eru: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Elva Hreiðarsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Soffía Sæmundsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir.

Þær hafa allar langan feril að baki og hafa starfað saman innan félagsins Íslensk grafík. Sýningin stendur til 8. júní. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–17. Aðgangur ókeypis. Öll hjartanlega velkomin.

Samt sem áður – Jóna Thors og Elín Þ. Hrafnsdóttir

Næstkomandi laugardag 10. maí kl. 14 – 17 opna Elín Þ. Rafnsdóttir og Jóna Thors sýninguna SAMT SEM ÁÐUR í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17 (hafnarmegin).

Sýningin stendur til 25. maí og er opin fimmtudaga til sunnudags kl. 14 – 18

Öll hjartanlega velkomin.

Myndir Elínar Þóru á sýningunni eru allar olía á striga og unnar árin 2023 – 2024. Verk Elínar Þóru eru flest óræðar náttúrustemmur og landslag þar sem unnið er með áferð jarðar, árstíðir og gróður. Elín sækir sér innblástur í íslenska náttúru og útivist svo og í kennslu en hún hefur um árabil kennt myndlist á framhaldsskólastigi. Í verkum sínum dregur hún upp óvæntar og óhlutbundnar hliðar á landslagi og náttúru og lætur tilfinningar ráða för í sköpunarferlinu. Þannig býr hún til óvænt sjónarhorn á myndefnið og veitir því nýjar víddir. Að loknu fornámi í MHÍ 1978 lagði Elín áherslu á skúlptúr í Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn og útskrifaðist 1982. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna, þar sem hún tók masterspróf í höggmyndalist og grafík. Fyrir Elínu Þóru eru málverkin tjáning forma, lita, efnis og myndbyggingar. Elín Þóra segir að í rauninni skipti hana ekki máli í hvaða miðil hún tjái sig heldur bara að fá að tjá sig og skapa.

Jóna nam við MHÍ ’77-’81, í fornámi og grafíkdeild, og ’87-´90 í leirlistardeild og hefur verið sjálfstætt starfandi listamaður frá útskrift. Hún var þátttakandi í rekstri Sneglu listhúss ásamt fleirum í 9 ár. Hún var einn af stofnendum Kaolín og starfaði með galleríinu í fjögur ár. Árið 2020 kynntist Jóna aðferð við að mála með olíu og vaxi. Í framhaldi skráði hún sig í fjarnám hjá ColdWaxAcademy og stundaði það nám í tvo vetur. Myndir hennar á sýninguni eru unnar með olíu og vaxi á viðarpanela og minni myndir á olíupappír. Innblástur Jónu getur komið frá ólíklegustu stöðum. Frá sjúskuðum trékassa, steyptum vegg, snjáðu verkfæri eða náttúrusýn, minningum og tónlist.

Elín Þ. Rafnsdóttir s. 8480402 elinrafnsdottir@gmail.com

Jóna Thors s. 8698282 jonathors@simnet.is