50 ára afmælissýning ÍG the 50th anniversary celebration

Félagið Íslensk grafík fagnar nú 50 ára afmæli sínu og í tilefni þess verður opnuð sýning á verkum 46 félagsmanna í Norræna húsinu laugardaginn 16. maí 2020.

Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir.

Ör-Grafík
Á fyrsta sýningardegi milli klukkan 14 og 17 verður sýningargestum boðið að kynnast og prófa mismunandi grafík aðferðir með aðstoð leiðbeinanda. Vinnustofan fer fram í salnum á efri hæð hússins.
Sýningin stendur til 9. ágúst 2020 og aðgangur er ókeypis. Opnunartími Norræna hússins er þri-sun 10-17. Lokað á mánudögum.

Verk félagsmanna eru unnin með ýmsum aðferðum grafíklistarinnar. Sýningunni er ætlað að fagna starfsemi Íslenskrar grafíkur og þeirri breidd í aðferðum og tækni sem félagsmenn hafa tileinkað sér á löngum og farsælum starfstíma félagsins. Á sýningunni verða einnig valin verk heiðursfélaga Íslenskrar grafíkur.

Uppgangur hefur verið í grafíklistinni á undanförnum árum á Íslandi og í nágrannalöndunum. Það er mikið fagnaðarefni hversu vel grafíkin hefur haldið velli sem listgrein og heldur áfram að eflast. Félagsmönnum í Íslenskri grafík hefur fjölgað töluvert á síðastliðnum áratug og eru þeir nú um hundrað talsins.

Fjölmargar af sýningum Íslenskrar grafíkur hafa verið haldnar í Norræna húsinu, allt frá upphafsárum félagsins. Þykir okkur því viðeigandi og ánægjulegt að halda afmælissýninguna í sýningarsalnum Hvelfingu sem nýlega var opnaður á neðri hæð Norræna hússins eftir endurbætur.

Félagið Íslensk grafík, sem einnig er kallað Grafíkfélagið, var stofnað í núverandi mynd árið 1969 og hefur starfað óslitið síðan. Upphaf þess má þó rekja til ársins 1954. Félagið er hagsmunafélag og fagfélag myndlistarmanna sem leitast við að efla tæknilega og listræna færni sína í grafíkinni og finna sköpun sinni þar farveg. Félagið hefur um árabil rekið sýningarsal og vel búið verkstæði sjávarmegin í Hafnarhúsinu í Reykjavík en heldur senn á nýjar slóðir með starfsemi sína. Meðal meginmarkmiða félagsins er að stuðla að framgangi grafíklistar hér á landi með sýningahaldi á verkum félagsmanna hérlendis og erlendis og að kynna erlenda grafíklist á Íslandi. Félagið hefur í gegnum tíðina staðið fyrir heimsóknum fjölda erlendra grafíklistamanna til landsins og hafa námskeið þeirra í ýmiskonar grafíktækni haft mikilvægt menningar- og fræðslugildi. Sýningar félagsins á verkum þeirra hafa jafnframt haft mikil áhrif á listamenn og aðra listunnendur hér á landi. Verkin á sýningunni í Norræna húsinu endurspegla þá miklu fjölbreytni sem ríkir í listsköpun félagsmanna og nálgun þeirra við grafíkina og er afmælisóður til félagsins Íslensk grafík á hálfrar aldar afmælinu.

Til hamingju með afmælið og heill þér fimmtugri, Íslensk grafík!

-Birta Guðjónsdóttir

Mynd í banner er samsett af verki Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019) Óskasteinar frá árinu 1986 og lógói félagsins eftir Jón Engilberts (1908-1972) frá árinu 1970.

 

Fáðu myndlist að láni í Artoteki Norræna hússins
Listlánadeild bókasafns Norræna hússins er glæsilegt safn grafík listaverka eftir norræna grafíklistamenn. Með aðeins lánþegaskírteini í bókasafninu geta allir fengið 3 grafíkverk að láni í 3 mánuði í senn. Vertu velkomin til okkar í Artotek Norræna hússins til að skoða úrvalið.

Bókasafn Norræna hússins

Þórdís Elín Jóelsdóttir listamaður Grafíkvina 2020

gv2020

Listamaður Grafíkvina  2020 er Þórdís Elín Jóelsdóttir og verða grafíkverk hennar tíl sýnis í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.

Verkið “Jökulhálsinn”.
Íslensk náttúra er Þórdísi hugleikin. Þá sérstaklega jöklarnir, sem óðum hverfa.
Stærð myndarinnar er 10,0 x 20,0 sm. Aðferð: æting, akvatinta, chinecollé og er þrykkt
af listamanninum í aqua-litum á Salland pappír, 20,0 x 28,0 sm í 80 eintökum.
Þórdís Elín Jóelsdóttir var í myndlistarnámi við Fjölbrautarskólinn í Breiðholti 1982-85
og Myndlista-og handíðaskóla Íslands, grafíkdeild 1985-88. Þórdís hefur haldið nokkrar
einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum hérlendis og erlendis, Hún hefur m.a.
stofnað ásamt fleirum Gallerí Korpúlsstaði og er lika búin að vinna í stjórn IG. Nánari
upplýsingar um Þórdísi má sjá á slóðinni http://www.gallerikorpulfsstadir.com.
Á Safnanótt, verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins
Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 7. febrúar kl. 18.00-23.00 Við viljum bjóða
Grafíkvini og gesti þeirra sérstaklega velkomna á foropnun þann dag milli kl.18.00-19.00!
Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 8. febrúar og sunnudaginn 9. febrúar
á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.
Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það
frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.
Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og
Tryggva Ólafsson.

Magdalena Margrét Kjartansdóttir Heiðurslistamaður ÍG 2019

 

Magdalena Margrét Kjartansdóttir var valin Heiðursfélagi Íslenskrar Grafíkur 2019

Magdalena mun sýna verk sín í Grafíksalnum, sýningarsal félagsins í Hafnarhúsinu í desember. Opnun sýningarinnar ÖR verður á laugardaginn 7. desember kl.13.

Magdalena f. 1944, lagði stund á grafík og lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1984. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir list sína haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi sem erlendis.

Auk listsköpunar hefur Magdalena verið virk á myndlistarsviðinu; setið í ýmsum félagastjórnum tengdum myndlist, komið að rekstri listhúsa t.d. Start Art og Meistara Jakob ásamt öðrum listamönnum.  Hún hefur kennt grafík áfanga við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Ísland.

Verk hennar eru meðal annars í eigu Listasafn ÍslandsListasafns ReykjavíkurListasafns KópavogsHafnarborgar og Alþingis Íslendinga.

Magdalena á verk á sýningu 10 evrópskra listamanna sem nú stendur yfir í Rheine Þýskalandi, sem þátttakandi í Münsterland Festival sem opnaði í október 2019.

Sýningar framundan;

Grafiktriennial XVI sýningar í Galleri Sander, Trelleborgs Museum, Kulturens Hus og Grafiska Sällskapet, frá 25. janúar til 1. nóvember 2020 í Svíþjóð.

Sýning í Galeria Arte-Banco Portugal Leiria 2020.

Sýningin stendur yfir næstu 2 helgar: 7.og 8. desember og 14. og 15. desember kl.14-17.

 

Við hvetjum alla  til að mæta og heiðra þessa stórkostlegu listakonu og grafíker.

Haust Námskeið / Fall Workshops

Print

This fall, we have several exciting short courses in printmaking and hand-printed photography techniques! Visiting artist-photographer Constanza Isaza will lead beginners in the cyanotype and photopolymer gravure processes, while our own Valgerður Hauksdóttir will introduce a range of printmaking techniques in her popular course, Hvað er grafík (What is printmaking). Laura Valentino is back with her gum printing class, a 19th century photographic process using watercolor pigments. See registration details here.

“Alternating Currents” Exhibition by Sam Ainsley – 26.07.-10.08.2019

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Sam Ainsley “Alternating Currents” föstudaginn 26. júlí kl. 18.00.   Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin frá kl.14:00-17:30 fimmtudaga til sunnudags.

Sam Ainsley is an artist, teacher, and advocate for Scottish art. She taught for twenty-five years at the Glasgow School of Art, including five years in the groundbreaking Environmental Art Course. Subsequent to this she was the co-founder of the GSA’s Master of Fine Art course with Roger Palmer, Sandy Moffat and John Calcutt. The list of alumni for the time she served as head of the MFA course could be seen, to a large extent, to define Scottish contemporary art. As an artist she has exhibited internationally and continues to do so. Her influence and ongoing contribution to art and education, has been recognised through her recent election to the Royal Scottish Academy this year and with a prestigious Saltire award as one of Scotland’s outstanding women. Glasgow University and Glasgow School of Art recognised her contribution to art and art education with the award of an Honorary Doctorate (D.Litt.) in 2018.

This exhibition of new works in Reykjavik at Islensk Grafik by Sam Ainsley, Former Head of MFA, Glasgow School of Art will feature a huge 35 square metre Red Curtain printed with images of Iceland’s imaginary weather patterns in cobalt blue. This will cover two walls of the gallery. Title “A Curtain for Iceland” On an adjacent wall she will make a large wall drawing which will show real and imagined connections between Iceland and Scotland. Title? The Scotland whose “Auld Alliance” was with Iceland… (courtesy of Momus. There will also be a wall of recent prints and a wall of small famed drawings. “If the word ‘yes’ could rise up in flesh and blood, its human form would be that of Sam Ainsley. The power of affirmation is infinite, and Sam Ainsley is one of its sources. Generations of young artists who trained at Glasgow School of Art have risen high on the swelling waves of her encouragement and support. She is living proof that both praise and critical caution can be offered in the spirit of generosity. The mark she has left on others is indelible and readily acknowledged by those who have benefited from her loyalty, support and advocacy.

It is easily forgotten, however, that she is a formidable artist in her own right. Her remarkable achievements as a teacher have sometimes overshadowed – falsely and unfairly – her own creative output as a painter and printmaker. Infused with the spirits of socialism, feminism and Scottish cultural identity, her powerful images offer vivid and memorable visions of life as it might be, freed from conventional constraints. Anatomy and geography often join forces in these works, reminding us that life is lived within a dynamic network of interconnections, ranging from the microcosmic to the macrocosmic. And red prevails: the colour of lifeblood, passion and borderless energy.” (J.Calcutt, 2017)

sam e-invite iceland

Cyanotype Workshop

Anna Niskanen Hover, float-2

Saturday June 22nd, 2019 from 10am to 4pm

In the workshop we will take a look into the history of light sensitive processes and use of cyanotype, as well as create photograms and photographs using the cyanotype process. All materials are included in the fee. If the weather permits we will create some of the prints outside in sunlight.

15.000ISK

4-8 participants

TO ENROLL: email anna.niskanen@gmail.com

No previous experience is needed, but for more experienced cyanotype printmakers, a tutorial of how to bleach and tone a print will be arranged. Please mention this in your email.

If you wish to create photographs from digital or analogue monotone (black and white) images, please send up to three files no later than June 20th.

Anna Niskanen is a Helsinki based visual artist currently at residence at SÍM. She graduated from Aalto University with a master’s degree in photography in 2017, and has since then exhibited in Finland, Iceland and Russia. Niskanen works with various kinds of photo-based printmaking techniques on paper, fabric and for example clay.

Pictured: Anna Niskanen: Hight Tide, 2017. Cyanotype on paper, 40x50cm.