Draumalandið / Elysium – Hlynur Helgason

Hlynur Helgason opnar sýninguna Draumalandið / Elysium föstudaginn 2. júní frá 17-19. Hún verður í kjölfarið opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 14–17, fram til 18. júní.
Það væri gaman að sjá sem flesta á opnun og allir vitaskuld velkomnir síðar.

Draumalandið / Elysium, er röð 15 nýrra tónaðra kýanótýpa (cyanotype), ljósmynda unnar með 19. aldar tækni í vatnslitapappír. Í myndefninu mætir óreiða náttúrinnar reglu mannlegs skipulags á dramatískan hátt. Um er að ræða sakleysislegt og hversdagslegt umhverfi, sem í meðförum tækninnar tekur á sig óreiðukenndan og ógnandi blæ. https://tacticalart.net/