Solander250: Bréf frá Íslandi

 Sýningin Solander 250: bréf frá Íslandi er stærsta og viðamesta myndlistasýning sem hefur ferðast um landið en hún mun teygja anga sína um tólf listasöfn og sýningarsali um allt land frá haustinu 2022 og enda í Svíþjóð 2024. Sýningin er samstarfsverkefni félagsins Íslensk grafík og sænska sendiráðsins á Íslandi.

Sýningin er sett upp til að minnast þess að 250 ár eru liðin frá merkum erlendum vísindaleiðangri til Íslands árið 1772. Með í þeirri för var einn af lærisveinum hins heimsþekkta sænska náttúruvísindamanns Carls von Linné, náttúrufræðingurinn Daniel Solander frá Svíþjóð. Solander skrásetti og safnaði margs konar fróðleik um náttúru Íslands, menningu, siði og klæðaburð þjóðarinnar. Á sýningunni túlka tíu íslenskir listamenn frá félaginu Íslenskri grafík þessa atburði og þær breytingar sem hafa orðið á landi og þjóð síðan.

Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi eru:

Aðalheiður Valgeirsdottir, Anna Líndal, Daði Guðbjörnsson, Gíslína Dögg Bjarkadóttir, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Iréne Jensen, Laura Valentino, Soffía Sæmundsdóttir Valgerður Björnsdóttir og Viktor Petur Hannesson.

Sýningarstjórar eru Anna Snædís Sigmarsdóttir og Beta Gagga