FERNA – Emilia Telese

(English below)

FERNA er ný sería ætinga eftir Emiliu Telese, sem sýnd verður í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, hafnar megin, 4.-19. mars.
Opnunarkvöld laugard. 4. mars kl 17:00-19:00.
Opið verður miðvikudaga til sunnudaga kl 12:00-18:00.
Verið öll hjartanlega velkomin.

Fernur, gerðar úr mörgum lögum af plasti, pappír og áli, eru algengar í lífi okkar og eru t.d. notaðar undir mjólk, safa og aðra drykki. Fernur sem þessar eru hins vegar þekkt umhverfisvandamál, þar sem ekki er hægt að endurvinna þær eins og venjulegan pappírsúrgang, heldur þarf sérstakt endurvinnsluferli til að aðskilja þau efni sem fernurnar samanstanda af. Fyrir vikið eru aðeins 20% slíkra ferna endurunnin um allan heim, meðan 80% þeirra eru urðuð.

Emilia Telese sameinar hér þjálfun sína í aðferðum endurreisnartímabilsins og huglæga listsköpun, sem hefur verið hennar aðalsmerki síðastliðin 25 ár. Með nýtingu þessara marglaga drykkjarferna hefur hún nú skapað röð verka sem kortleggja
tilfinningaleg ferðalög um innileg augnablik lífsins, bæði á Ítalíu og á Íslandi.

Emilia leikur sér með andstæðurnar sem hefðbundnar listsköpunaraðferðir mynda við hversdagslegan efnivið. Efnivið sem í fljótu bragði gæti sýnst einskis nýtur, en er í raun viðvarandi öldum saman sem hluti af þeim iðnaðarúrgangi sem safnast fyrir á
jörðinni. Veðruð áferðin á yfirborði fernanna endurspeglar þá viðkvæmni lífsins og þau hverfulu augnablik sem við föngum í huga okkar; minningar um fjölbreytt tilverustig okkar, ljós og skugga lífsins.

Ferna er framhald hugmyndafræðilegra og formlegra rannsókna Emiliu Telese á áþreifanleika listforma og aðgreiningu samfélaga á verðmætum, milli listamanna og listmunanna sem framleiddir eru.
Verkið Ferna inniheldur 10 nýjar ætingar í breytilegu upplagi, en allt að fimm prent má gera þar til fernan er ekki lengur nothæf til prentunar. Sem hluta af þessu sama verki hefur Emilia auk þess framleitt þrjár ætingar í samvinnu við ítalska hönnuðinn og
listamanninn Edoardo Malagigi, en undanfarin ár hefur hann notað samskonar umbúðir til sköpunar á stórum skúlptúrum.

Emilia Telese útskrifaðist úr málaralist frá Listaakademíunni í Flórens árið 1996 og í framhaldi nam hún við háskólann í Brighton (Printmaking), háskólann í Sussex (Art Management), háskólann í Warwick (Cultural Policy) og háskólann í Loughborough (Social Science), þaðan sem hún lauk svo doktorsgráðu (AHRC CDA
PhD) árið 2020. Frá árinu 1994 hefur Emilia sýnt verk sín víða um heim.

We welcome you to Emilia Telese’s exhibition. FERNA is a new series of etchings by Emilia Telese, which will be shown for the first time at Ìslensk Grafìk – The Association of Icelandic Printmakers in Hafnarhúsið, Reykjavík, Iceland.
Openingnight: Saturday 4th of March at 17:00-19:00.
Opening hours: Wednesdays to Sundays 12:00-18:00.

Aseptic cartons (ferna in Icelandic), made of multiple layers of plastic, paper and aluminium, are a common feature of our life, containing, for example, milk, juice, and other beverages. Yet they are a known environmental problem, as they cannot be recycled like normal paper waste, but need to go to special recycling units for separation of the different materials. As a result, only 20% of them are recycled worldwide, with the rest going to landfill.

Combining her Florentine training on Renaissance techniques with her practice as a conceptual artist over the past 25 years, Emilia Telese has created a series of works on multi-layer beverage cartons, charting emotional journeys about intimate life moments in Iceland and Italy.

Telese plays on the contrast between traditional art techniques and everyday materials which appear throwaway, but which in fact endure on Earth for centuries as part of the Earth’s industrial waste. On their surface, the weathered texture of the cartons reflects the fragility of life and the fleeting moments we capture with our mind’s eye, memories of the different stages of our existence made of lights and shadows.

Ferna continues Emilia Telese’s conceptual and formal research focusing on the tangibility of artforms and society’s separation of value between artists and the artefacts they produce.
The exhibition includes ten new etchings by Emilia Telese in variable editions of up to five prints, or until the carton is no longer printable. In addition to these, as part of this project, Emilia Telese has also produced three joint etchings in collaboration with Italian designer and artivist Edoardo Malagigi, who has been using carton packaging to create large scale sculptures for the past few years.

Emilia Telese (b. 1973) born in Italy, based in Reykjavík, Iceland. Emilia graduated in Painting from Fine Arts Academy in Florence in 1996 with a particular interest in XIV Century techniques, the Italian Trans-AvantGarde movement and contemporary performance. She subsequently furthered her studies at the University of Brighton (Printmaking), University of Sussex (Arts Management), University of Warwick (Cultural Policy) and University of Loughborough (Social Science). She has exhibited worldwide since 1994.