Atli Bender listamaður Grafíkvina 2021

Listamaður ársins 2021 er Atli Bender og verða grafíkverk hans tíl sýnis 5.-7. febrúar í sal félagsins á Vetrarhátíð.( Athuga að Safnanótt verður frestað í ár.)

Verkið “Undir teppinu” er óður til skammdegis og því sem Danir kalla að “hygge sig”. Kisi kúrir undir teppi Grafíkvina og neitar að fara fram úr. Kisan er persóna úr myndasögunni Doctor Comicus sem ég hef unnið og birt á samfélagsmiðlum undanfarinn ár” – Atli Bender

Stærð myndarinnar er 12,0 x 20,0 sm. Tækni er silkiþrykk og er þrykkt af listamanninum í 4 akryllitum á Munken Pure Laminated 300g pappír, 20,5 x 29,5 sm í 80 eintökum.

Atli Bender , f. 1987, nam grafiskur hönnun við Listaháskóla Íslands 2000-2014 og Universität der künst í Berlin 2013. Hann býr nú og starfar í Reykjavík og hefur verið iðinn seinustu ár við að grúska í grafík á prentverkstæðinu.

Atli fæst mest við teiknimyndasögur sem hann teiknar með vatnslitum, blýanti og akrýllitum. Myndasögur Atla má skoða á: http://www.instagram.com/dr_comicus/

Í samstarfi við Reykjavíkurborg stóð Atli fyrir sýningunni “Gluggað í Comicus”  sumarið 2020. Þar stillti hann verkum sínum upp í gluggum auðra veslunarrýma í miðborg Reykjavíkur.  Hægt verður að skoða mynd af Grafíkvinaverkinu á heimasíðu félagsins http://www.islenskgrafik.is  n.k. 2. febrúar.

 Á Vertarhátíð, verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 5. febrúar kl. 18.00-20.00 

Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 6. febrúar og sunnudaginn 7. febrúar á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.

Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.

Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og Tryggva Ólafsson.