Beta Gagga “Sjéttering”

sjétt3

Beta Gagga / Elísabet Stefánsdóttir myndlistamaður opnar sýninguna

Sjétterning í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu föstudaginn 10. Júlí kl.17-19.

Á sýningunni eru 16 ný grafíkverk. Sýningin stendur yfir til og með 19. Júlí.

Sýningin ber heitið Sjéttering og eru verkin unnin í vinsælustu litum Slippfélagsins sem eru hannaðir af Fröken Fix og Skreytum heimilið.  Verkin eru abstrakt verk með lífrænum undirtóni tónlistarinnar sem hljómaði á meðan verkin voru sköpuð.

Beta hefur haldið nokkrar einkasýningar og auk þess tekið þátt í fjölda samsýningum þ.á.m.  í Boston og New York í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku,Þýskalandi, Finlandi og víðar.

Beta Gagga útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 með BA í grafíklist og lauk viðbótar diplóma í listkennslu við LHÍ 2003. Hún rekur vinnustofu á Korpúlfsstöðum og  gallerí á Korpúlfsstöðum ásamt fleirum listamönnum.

Opnunar tími Grafíksalsins  er  fimmtudaga til sunnudaga 14-17.