Listamaður Grafíkvina 2018 Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.

Tryggvi er fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn.

Tryggvi var sæmdur Riddarakrossi Danadrottningar árið 2017.

Mynd Tryggva heitir Þorri og er gerð sérstaklega fyrir Grafíkvini.

Verkið er offsett prent, Tryggvi vinnur verkin ásamt prenturum sem saman leggja mikla vinnu í rétt litaval, rétta tóna, en litirnir í verkum Tryggva eru einstaklega djúpir og fallegir sem hann líkir við tónlist. Verkið er 30cm. x 50cm. að stærð og er Grafíkvinamyndin ásamt öðrum verkum hans  sýnd í sal félagsins á Safnanótt þann 2. febrúar frá kl.18-23 og á laugardag 3.jan. og sunnudaginn 4.jan. kl.14-17

myndinPLAKAT A