Margrét Jónsdóttir // 10/5/14-25/5/14

Laugardaginn 10. mai klukkan 17. opnar listmálarinn Margrét Jónsdóttir sýningu í Grafíksalnum Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík. Listakonan veltir fyrir sér tilgangi myndlistar í heimi sölumennsku, markaðshyggju og framleiðslu. Þar sem firringin er allsráðandi, lífsstarfið einskins metið og eins mann dauði er annars brauð. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14-18 og lýkur 25. maí.

Boðskort