af jörðu /from ashes -Hjörleifur Halldórsson

Hjörleifur Halldórsson opnar sýninguna Af jörðu í Grafíksalnum næstkomandi fimmtudag, 27. mars kl 17-19. Opið verður alla daga kl 11-18 en lokadagur sýningarinnar er 13. apríl. Öll hjartanlega velkomin.

Listamannaspjall:    Sunnudagur 30. mars kl. 16:00 og sunnudagur 13. apríl kl. 16:00

Sýningin Af Jörðu er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar. Sýningin samanstendur af sextán málverkum, andlitsmyndum sem og landslagsverkum. Umbreytingar tilverunnar birtast í blöndu af náttúrulitum við eldfjallaösku; tákn um eyðingu og endurnýtingu.  Vikur frá sprengigosi úr Heklu og nýmyndað hrauni við Grindavík myndar jarðbundna tengingu við hringrás náttúrunnar, frá fæðingu til dauðadags.

Andlitsmyndirnar ná yfir fjórar kynslóðir og endurspegla brothætt eðli mannsins. Með tímanum dofna andlit, nöfn glatast og kynslóðir hverfa í gleymskunnar dá. Fimmta kynslóðin mun aldrei þekkja þá fyrstu. Þessar myndir bera því ekki nöfn, heldur eingöngu vegabréfsnúmer, endurómun af skammri viðveru.

Landslagsverkin, jörðin mótuð af sömu hráu öflunum og mannslíkaminn, endurspegla síendurtekna hringrás sköpunar og hrörnunar. Landið, rétt eins og við, er í stöðugri umbreytingu; það rís, veðrast og endurfæðist. Því af jörðu skal mankynið aftur verða.

Í þessum hverfulleika býr fegurð. Að sætta sig við hverfulleikann er að viðurkenna hina stuttu dvöl okkar á jörðinni, hvorki mótmæla né syrgja hana, heldur faðma hringrás lífsins.
Því, af jörðu ertu komin, af jörðu skaltu aftur verða, og af jörðu skaltu aftur upp rísa.

Hjörleifur Halldórsson fæddist árið 1972 í Reykjavík og útskrifaðist vorið 2024 úr Myndlistarháskólanum í Poznań (University of Fine Arts Poznań, UAP). Hann lærði verkfræði í Stokkhólmi og áður en hann snéri sér að listinni starfaði hann í áratugi hjá ýmsum fyrirtækjum sem verkfræðingur, sérhæfður í heilbrigðistækni. Verk Hjörleifs fjalla í flestum tilvikum um hverfulleika og umbreytingar, og vinnur hann gjarnan með akrýlmálningu, stafrænar myndir og teikningar. Af Jörðu er fyrsta sýning hans á Íslandi, en hann hefur þó nú þegar haldið ellefu sýningar víðsvegar um Pólland.

Framsækin Eyðing /Progressive Decay – Emilia Telese

EMILIA TELESE
Framsækin Eyðing – Progressive Decay
Solo Exhibition

IPA Gallery Islensk Grafik Association of Icelandic Printmakers
14 February – 2 March

Opening 14 February 5 – 7pm

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík Iceland

You’re invited to Emilia Telese’s solo exhibition Framsækin Eyðing – Progressive Decay at Grafíksalurinn/IPA Gallery , The Icelandic Printmakers Association in Reykjavík.

Progressive Decay is a series of large scale monotypes and monoprints on polylaminate (sometimes known with the brand name of Tetrapak) which Telese began in 2022 as part of an ongoing exploration into the emotional meaning of materials and the conceptual boundaries of printmaking within her practice. Using inks she made from Icelandic glaciers soil, earth from ancient Italian forests and reconstructed polyaminate (sometimes known with the brand name of tetra-pak), Telese employed a painstaking, emotional process to produce a series of monoprints and monotypes where material and mark-making accumulate until the matrix disintegrates and can no longer be printed.

The series is a reflection on temporality in both process and form, becoming a metaphor for both the impermanence of material culture and the inevitable degradation of all things over time, evoking Roland Barthes’ notion of the grain of the voice, where the deterioration of a medium is as integral to its meaning as its initial form.

The exhibition will run from February 14th to March 2nd, with an opening reception on February 14th from 5 to 7 pm at Tryggvagata 17, 101 Reykjavík, Iceland. Literature includes texts by Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir , Gordon Dalton and Emilia Telese.

Opening hours from Tuesday to Sunday from 12pm to 5pm.