Birting / Dawning – Aðalheiður Valgeirsdóttir

Birting/Dawning í Grafíksalnum 6. – 23. Mars 2025

Sýningaropnun fimmtudaginn 6. mars kl 17:00. Öll hjartanlega velkomin.

Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitaverk sem unnin eru á síðustu tveimur árum. Í verkunum birtast óljósar en lifandi vísanir í ytri raunveruleika og náttúrufyrirbæri, þar sem straumvatn, gróður, himinn og jörð birtast og vekja upp hugmyndir um flæði, birtu, kyrrstöðu og tíma í síbreytilegri ásýnd náttúrunnar.

Aðalheiður Valgeirsdóttir er myndlistarmaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982 og hefur unnið að myndlist síðan. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hún lauk BA og MA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og hefur unnið ýmis verkefni á því sviði,  m.a. sem kennari, greinahöfundur og sýningarstjóri í söfnum og galleríum.  Aðalheiður er félagi í SÍM, FÍM, Íslensk grafík og Listfræðafélagi Íslands.

Opnun verður fimmtudaginn 6. mars kl 17:00

Opið fimmtudaga til sunnudaga kl 14-18

Öll Hjartanlega velkomin

Málverk Aðalheiðar einkennast af tæru litasamspili. Pensildrættir teikna símynstur eins og net á myndflötinn, draga upp litríka möskva og litasamspilið gerir að verkum að ógreiningur er að átta sig á skilum forgrunns og bakgrunns. Símynstur einkennir líka vatnslitamyndir hennar; frjálst og lífrænt, gegnsætt og flæðandi.
Fyrir rúmri öld umbylti kúbisminn myndfleti málverksins og hefðbundinni fjarvídd, hann máði út skil milli forgrunns og bakgrunns og skipti myndfletinum niður í smærri einingar. Formbylting var hafin og um miðja tuttugustu öld komu fram símynstur abstrakt expressjónista þar sem vísanir í raunveruleika fyrir utan myndflötinn viku fyrir tjáningu á upplifun sameiginlegs mannsanda. Þessir straumar bárust hingað til lands en á meðan á öllu þessu gekk átti náttúran ávallt sinn fasta sess á myndfleti íslenskra málara.
Það má segja að Aðalheiður staðsetji sig sem málari þarna mitt á milli. Í verkum hennar birtast eiginleikar abstraklistarinnar, skipting myndflatar í smærri einingar, óljós skil forgrunns og bakgrunns og iðandi mynstur fyllir myndflötinn. En um leið eru myndir hennar fullar af óljósum en lifandi vísunum til ytri raunveruleika, náttúrufyrirbæra; straumvatns, gróðurs, himins og jarðar eða til manngerðs umhverfis. Í vatnslitamyndum hennar leggjast lífrænir litafletir saman eða hverjir yfir aðra, mætast í andstæðum eða mildu samspili og skapa litríka abstrakt heild sem þó er á einhvern hátt svo gróskumikil, eins og náttúran sjálf.
Í öllum sínum verkum vinnur Aðalheiður fyrst og fremst með eiginleika málverksins; myndbyggingu, pensildrætti, form og liti. Það er á myndfletinum sjálfum sem verkið verður til en innblásturinn fær Aðalheiðar úti í náttúrunni. Þegar hún horfir með öllum skilningarvitum er eins og tíminn standi í stað. Blæbrigði litanna koma smám saman í ljós: mósvartar, dökkmórauðar og skolbrúnar línur rista lárétta, vatnsgræna, kuldabláa og klakagráa litafleti. Kyrrstaða og hreyfing, síðan heldur lífið áfram og seinna dregur málarinn pensil yfir strigann, teiknar línur, veltir fyrir sér litasamspili og á endanum skapast heild á myndfleti.
Seinna nemum við, áhorfendur, staðar fyrir framan málverkið og þegar við horfum á línur, liti og form fer hugurinn á flug. Þræðir netsins, pensildrættir málverkanna, kalla fram í hugann gróður á ólíkum árstíðum, skærgrænt slý, gulnandi stöngla eða dökka, rotnandi vetrarstilka og í möskvunum á milli þeirra birtist straumvatn eða kannski fölur febrúarhiminn, lýsandi bleik sólarupprás eða dimmblátt vetrarrökkur. Erum við undir eða yfir vatnsyfirborðinu? Leikur ferskt loft um vitin eða svalt vatn við húðina? Eða horfum við á borgarmynd með og láréttum og lóðréttum línum bygginga og himininn speglast í rúðunum? Og þó kannski ekkert af þessu, heldur línur, form og liti þar sem ekkert annað skiptir máli og aftur stendur tíminn í stað.

Ragna Sigurðardóttir

Dawning
Aðalheiður’s paintings are characterized by a pure harmony of colours. Her brushstrokes weave continuous patterns across the canvas like a net, creating vibrant meshes, and the interplay of colours blurs the boundaries between foreground and background. This continuous patterning also defines her watercolour works – free and organic, transparent and flowing.
Over a century ago, Cubism revolutionized the picture plane of painting and traditional perspective. It erased the distinction between foreground and background, breaking the surface into smaller fragments. A formal revolution had begun, and by the mid-twentieth century, abstract expressionists introduced continuous patterns where references to reality outside the painting gave way to the expression of a shared human experience. These artistic currents found their way to Iceland, but throughout all this nature remained ever-present in the work of Icelandic painters.
One could say that Aðalheiður positions herself as a painter somewhere in between. Her work exhibits key aspects of abstract painting: the division of the picture plane into smaller units, the indistinct separation of foreground and background, and the dynamic patterns that fill the surface. At the same time, her paintings are infused with elusive but vivid references to external reality, natural phenomena such as flowing water, vegetation, sky, and earth, or even elements of the man-made environment. In her watercolours, organic color fields layer and merge, meeting in contrast or soft harmony, forming a vibrant abstract whole that is, in its own way, as lush and dynamic as nature itself.
In all her works, Aðalheiður is fundamentally engaged with the essence of painting; composition, brushwork, form, and colour. The work takes shape on the picture plane itself but her inspiration comes from nature. When she observes with all her senses, time seems to stand still. The nuances of colour gradually emerge: moss-black, deep reddish-brown, and earth-toned lines cut across horizontal fields of water-green, cool blue, and glacial gray. Stillness and movement intertwine, then life resumes, and later, the painter draws her brush across the canvas, sketching lines, contemplating colour harmony, until a cohesive whole emerges.
Later, we, the viewers, pause before the painting and as we take in its lines, colours, and forms, our minds take flight. The threads of the net, the brushstrokes, evoke images of vegetation across different seasons—vivid green algae, yellowing stalks, or dark, decaying winter stems. Within the meshes between them, we glimpse flowing water, or perhaps a pale February sky, a luminous pink sunrise, or deep blue winter dusk. Are we beneath or above the water’s surface? Do we feel fresh air on our skin, or cool water against it? Or are we looking at a cityscape, its horizontal and vertical lines of buildings reflecting the sky in their windows? Or perhaps none of these – only lines, forms, and colours, where nothing else matters, and once again, time stands still.
Ragna Sigurðardóttir. Translation Ingunn Snædal

Listamaður Grafíkvina 2025 Helgi Þorgils Friðjónsson

Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. 

Listamaður ársins 2025 er Helgi Þorgils Friðjónsson

“Spegill”

Stærð myndarinnar er 18,0 x 23 cm, stærð pappír 21,0 x 29,7 cm í 70 eintökum. 

Tækni er dúkrista.

“Skýjafar fjærst eins og kyrrt ljósflökt að kvöldi eða að morgni. Sjóndeildarhringur þverlína yfir myndflötinn og honum fylgt eftir með löngum djúpum þveröldum, eða meira eins og sjórinn andi stórum löngum djúpum andardrætti og renni saman við hugmynd um tíbránna. Þegar framar dregur í myndflötinn breytist sjórinn í létt leikandi öldur og öldugjálfur og grípur í sig skýjaflöktið. Svo steinvölur á strönd.

Vængirnir endurtaka form aldanna og efniskennd skýjanna og fljúga eins og ljósið og hár sundmannsins fylgir langljóslínum djúpaldanna og blekkingu tíbrárinnar. Nefið fylgir öldunum líka eftir og hverfur í tíbránna og langlínurnar sem gera einskonar spé spegilmynd og styður þannig sjónhverfinguna. Maríuerla speglar sjálfa sig og er með gogg í gogg og er nálægðin og fjarlægðin. Skuggi sundmannsins er þverlínur á heildarmyndina. Sundmaðurinn fer eitthvað. Vængjamaðurinn er draumur. Maríuerlan veltir fyrir sér hvort spegilmyndin sé hún sjálf.”  HÞF

Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur árið 1953.  Hann stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, De Vrije Academie í Haag Hollandi og við Jan Van Eyck Academie í Maastricht Hollandi. Helgi Þorgils er einn af okkar þekktustu listamönnum, hann hefur bæði kennt myndlist ásamt því að vera virkur í stjórnar og nefndarstörfum í listheiminum.

Hann hefur haldið fjöldann allan af  einkasýningum og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Helga Þorgils  eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni Háskóla Íslands, í fjölda listasafna í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.

Verða verk Helga Þorgils til sýnis á Safnanótt og um þá helgi, 7.-9. febrúar í sal félagsins, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þá verða Grafíkvinamyndirnar einnig kynntar eins og verið hefur. Safnanóttin sjálf verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00. Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Davíðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.

Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 20% afslátt á innrömmun á Grafíkvinamynd.  

Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.                                                    

 Öll velkomin! Ókeypis aðgangur! 

Ljósberar á mínum vegum – Svandís Egilsdóttir

Svandís Egilsdóttir opnar sýningu í Grafíksalnum í dag kl 16:00Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegumTitill sýningarinnar Ljósberi á vegi mínum – Ljósberar á mínum vegum, vísar til upplifunar og minningar listakonunnar af því að hafa ekið fram á breiðu af ljósberum á Mýrdalsöræfum eina fagra, bjarta, sumarnótt á þessu ári. Á sýningunni má finna málverk unnin á striga sem og teikningar og tímahylki/dagbækur frá vinnu- og vinkonuferðum sem listakonan hefur farið í undanfarin ár. Hver litur ber í sér mismunandi tíðni ljóss. Það að mála er því eins konar leikur með ljós. Rétt eins verkefni sem snýst um að teikna og mála við vita um allt land er það líkaRétt eins og að finna uppljómun í flæðinuRétt eins og sköpunin sjálfRétt eins og vináttanRétt eins og að vinna á eigin forsendum að því sem er manni kærtÍ öllu þessu er þetta magnaða ljósHeilög frumgerð, ljósið Verkið sem prýðir forsíðu þessa bæklings, er mynd af upplifun minni af fjallinu Snæfelli.Það fjall er heilagur staður í mínum huga og frá því skynja ég orkumikla tíðni. Frumkraftur og andagift er til staðar, eitthvað sem leiðir hugann hærra, í átt að draumkenndri fegurð. Snæfell er fyrir mér ljósberi, rétt eins og vitarnir sem ég heimsótti í sumar og málverkin sem ég vinn að, tímahylkin/dagbækurnar sem geyma dýrmætt afrit af túlkun minni á stað og tíma og ljósinu sjálfu. Á sýningartímabilinu verður stund tileinkuð gjörningi og lokadaginn 1. des verður sölusýning/vinnustofustemming þar sem fleiri verk verða til sölu, ásamt því að boðið verður upp á ilmandi danskar eplaskífur og drykk. Hluti af andvirði hverrar myndar rennur til Bergsins Headspace (https://www.bergid.is/)Bergið veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna frá 12 til 25 ára með markmiðið að efla þátttöku og þekkingu ungmenna sem og að auka tengsl þeirra við samfélagið.