Coast to Coast

Síðasta sýningarhelgi á sýningunni Coast to Coast   samsýningu íslenskra og skoskra grafíklistamanna (Dumfries & Galloway) í Gracefield Arts Centre í Dumfries í Skotlandi

Ef þið eigið leið um í Skotlandi kíkið þá í Gracefield Arts Centre, Dumfries, Skotlandi.

                                                                                                                                                        ljósmyndir eftir Colin Tennant

Þessi samsýning var hugarfóstur listakonunar Silvana McLean sem var fulltrúi listamannafélags Dumfries og Galloway. Íslenskt landslag hafði mikil áhrif á listsköpun hennar eftir vinnustofudvöl  á Siglufirði og norðurlandi árið 2016. Silvana var nýlega kosinn í RSW (Royal Scottish Society of Painters in Watercolor) og var glæsilegur fulltrúi síns félags. Því miður lést Silvana eftir mjög stutt og erfið veikindi.

Sýning þessi er  henni til minningar og heiðurs

Sýningin verður einnig sýnd í Grafíksalnum, sýningarsal Íslensk Grafík í Hafnarhúsinu september – 14. október n.k.

Sýnendur eru

Upland CIC:
Gail Kelly, Sarah Stewart, Emma Varley, Sarah Keast, William Spurway, Dorothy Ramsay, Pamela Grace, Hugh Bryden, Claire Cameron Smith, Silvana McLean, Colin Blanchard, Clare Melinsky, Nanna Björnsdóttir, Denise Zygadlo

Íslensk Grafík:
Anna Snædís Sigmarsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Iréne Jensen, Kristín Pálmadóttir, Kristín Tryggvadóttir, Laura Valetino, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir,Rut Rebekka, Valgerður Hauksdóttir, Þóra Sigurðardóttir, Þórdís Elín Jóelsdóttir.

GRÉTA MJÖLL BJARNADÓTTIR – “…ekki skapaðar heldur vaxandi”

33837609_10156390365074803_2801441961263759360_oGréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir “…ekki skapaðar heldur vaxandi” í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 1. júní til 17.júní. Opnun kl. 17.00

Gréta Mjöll Bjarnadóttir sýnir „…ekki skapaðar heldur vaxandi” í Grafíksalnum Tryggvagötu 17 1. júní til 17.júní. Á sýningunni er unnið á abstrakt hátt með myndmálið þar sem myndrænar hugmyndir vaxa í ferlinu og beitt er sjónrænum aðferðum við að miðla sögum.
Gréta Mjöll dregur fram skynjun sína og tilfinningar í flæði og segir myndrænar sannsögur. Hún beitir þessum áhrifum í sjónrænan vettvang á þann hátt að þær eru ekki fyrirfram skapaðar heldur vaxnar sannmyndir. Kannski með þeim skilningi að lífið með alls konar upplifun og ferli breytinga kalli fram vöxt, endurnýjun eða annan skilning á eigin sögu. Gréta Mjöll býður áhorfendum í heimsókn inn í hugarheim sinn ekki ólíkt hugmyndinni í myndinni „Being John Malkovitch“.

Verkin verða til í löngu ferli og má upphafið rekja til „handþrykkja“ eða skissa sem unnar voru á lífrænan hátt í heimilislegu flæði. Sýningin er eitt flæði frá skissum, stafrænni vinnslu þessara skissa í lög sem eru m.a. skorin út í í birkikrossvið í tölvustýrðum risafræsara CNC í FabLab. Í framhaldinu fer fram prentun þar sem olíulitir eru bornir á plötuna eftir upplifun, tilfinningu og innsæi augnabliksins líkt og í málverki og prentað á pappír í nokkrum lögum. Það má segja að þarna sé farin ný leið eða nýsköpun í aðferðum þar sem nútímatækni er beitt á gamlar hefðir klisjugerðar og prents.

Myndirnar eru stór prent eða 100×70 en Gréta Mjöll hefur unnið á þennan tæknilega hátt í nokkur ár að blanda saman nútímatækni fræsara við stafræna vinnslu flæðis og hefðbundið þrykk.
Gréta Mjöll hefur áður sýnt geometriskar útfærslur byggðar á þessari tækni m.a. í San Francisko og Las Vegas en lífrænu myndirnar sem eru á sýningunni eru allar nýjar. Sýndar eru skissurnar – plöturnar/klisjurnar og þrykkin sjálf. Ennfremur verður sannsögulegt hljóðverk byggt sameiginlegum vangaveltum og hugmyndum nokkurra einstaklinga á ákveðnu ferli og vídeóverk frá vinnuferlinu.

Listamaður Grafíkvina 2018 Tryggvi Ólafsson

Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.

Tryggvi er fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn.

Tryggvi var sæmdur Riddarakrossi Danadrottningar árið 2017.

Mynd Tryggva heitir Þorri og er gerð sérstaklega fyrir Grafíkvini.

Verkið er offsett prent, Tryggvi vinnur verkin ásamt prenturum sem saman leggja mikla vinnu í rétt litaval, rétta tóna, en litirnir í verkum Tryggva eru einstaklega djúpir og fallegir sem hann líkir við tónlist. Verkið er 30cm. x 50cm. að stærð og er Grafíkvinamyndin ásamt öðrum verkum hans  sýnd í sal félagsins á Safnanótt þann 2. febrúar frá kl.18-23 og á laugardag 3.jan. og sunnudaginn 4.jan. kl.14-17

myndinPLAKAT A

 

Technology & Touch – Printmaking from San Francisco and Reykjavík

Technology and Touch (Tækni og snerting) er titill á samvinnuverkefni grafíklistamanna í Reykjavík og í San Francisco á sviði grafíklistar. Markmið og þema verkefnisins er að rannsaka og sýna nýsköpun í aðferðum sem tengjast hefðbundnum tæknilegum útfærslum í grafíklist og unnið er með á tveimur landfræðilegum stöðum. Á báðum stöðum nýta listamennirnir ýmsar óhefðbundnar leiðir í vinnuferlinu, t.d. tilraunaljósmyndatækni og skurð í plötur með laser tækni eða fræsurum, til að ná fram dýpri persónulegri merkingu í verkum sínum í tengslum við náttúru og umhverfi.

TTcard_web

Sigríður Rut Hreinsdóttir / Smámyndir /09.09.17- 24.09.17

preview

Sigríður Rut Hreinsdóttir, opnar málverkasýninguna „Smámyndir“ í Grafíksalnum við Tryggvagötu 17, hafnarmegin, laugardaginn 9. september frá kl. 17:00 til 19:00

 

Þetta er sjötta einkasýning Sigríðar Rutar sem einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.

Myndirnar sem eru lítil olíumálverk 20 x 20 cm. voru unnar á árunum 2011 til 2017 og hafa ekki verið sýndar áður.

Flest mótífin eru náttúrutengd, hamingjusamir fíflar og lauf og smáblóm úr flóru Íslands.

 

Sigríður Rut Hreinsdóttir (f. 1957) býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún lauk námi við málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1990 og sótti kvöld og dagskóla í hlutateikningu, módelteikningu, vatnslit og fleiri fögum samhliða í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1985 – 1990. Áður hafði hún tekið myndlistarbraut í Linderud Videregående skole í Oslo Noregi 1983.

 

Sýningin stendur yfir frá 9. – 24. september 2017 og er

opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14:00 – 18:00

 

Verið velkomin

Homografíkus á Menningarnótt

20862465_1926184720931031_726040796_o (1)

Samsýning stórkostlegra listamanna sem enginn má láta framhjá sér fara.

Verðlaunaðir, viðurkenndir og nýuppgötvaðir listamenn sem sýna verk sín í gullfallegum sýningarsal félagsins Íslensk grafík. Fjölbreytt verk í hinum ýmsu miðlum en með áherslu á grafíkmiðilinn.

A fantastic exhibition that you can´t miss. Rewarded, recognized and newly descovered artist present their artworks and design at the beautiful gallery of the Icelandic Printmakers Association.

Þetta verður einn af mest spennandi listviðburðum ársins, ekki missa af þessari sýningu á Menningarnótt í Grafíksalnum, Islensk Grafik!
Sýningin er opin frá 17-19 á laugardaginn.

Margrét Jónsdóttir Listmálari og Arna Gná Gunnarsdóttir / Blóðbönd / 08.07.17-23.07.17

Listamennirnir Margrét Jónsdóttir Listmálari og Arna Gná Gunnarsdóttir opna myndlistarsýningu í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.
8 Júli 2017 frá 17:00 til 19:00
Sýningin stendur yfir frá 8.júlí 2017 -23.júlí 2017
Opið er þriðjudag – laugardags frá 14:00-18:00

Á sýningunni Blóðbönd sýna listamennirnir málverk unnin á pappír og skúlptúra unna í mjúk efni. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera tengdar blóðböndum. Þær starfa í tveimur löndum á Íslandi og í Frakklandi að myndlist sinni. Þær vinna báðar út frá hefðum og gömlu handverki. Kvennleika, feminisma og heimilinu.

Margrét Jónsdóttir 1953 býr og starfar á Íslandi og Frakklandi. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma frá Kennaraháskólanum. Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna.

Verk Margrétar eru vatnslitamyndir á pappír í yfirstærð unnar út frá frönsku veggfóðri en yfirleitt notar hún efni og áhöld sem tilheyra skreytilist og lætur síðan eyðilegginguna og rotnunina vinna á myndfletinum. Verkin eru hugleiðing um forgengileikann, græðgi og hroka, því er myndröðin blóðug að þessu sinni.

Hér er hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verk Margrétar

http://mjons.blogspot.com
http://www.artslant.com/global/artists/show/59512-margret-jonsdottir
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/276
http://margretjonsdottir.blogspot.com

 

Arna Gná Gunnarsdóttir (1974) býr og starfar í Strassborg, Frakklandi.  Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við Lista­háskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Eftir að Arna lauk námi hefur hún tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Íslandi og í Frakklandi.

Verk Örnu eru skúlptúrar (IDOL) unnin út frá tilfinningum, umhverfinu og menningu. Þeir eru Hlutgerfi Tilfinninga, birtingamyndir mannlegrar tilveru. Arna túlkar einnig eigin nostalgíu tengda handverkinu og íslenskum handverkshefðum í verkum sínum og þá þekkingu sem hún hefur erft frá fyrri kynslóðum.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verk Örnu

www.arnagna.wix.com/arnagna

www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/643

 

Allar nánari upplýsingar um sýninguna veitir Arna Gná Gunnarsdóttir s: 0033789212437 og Margrét Jónsdóttir s: 00336083399