HEIMAHÖFN / HOME PORT

MYNDLISTAROPNUN
Fimmtudaginn 15. janúar kl fimm, opnar myndlistarsýningin Heimahöfn í Grafíksalnum hafnarmegin í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17.

SÝNING, LAG OG BÓK
Myndlistarkonan Eirún Sigurðardóttir sýnir fjögur viðamikil útsaumsverk á stórum skala, auk grafíkverks í litlu upplagi. Hér er um að ræða framhaldssýningu á einkasýningu Eirúnar á Svavarssafni á Höfn í Hornafirði undir nafninu Heimtaug / Hiraeth árið 2024. Síðan þá hefur sýningin vaxið og er nú komin í heimahöfn listakonunnar í Reykjavík.

Heimahafnarverkunum fylgir lagið Gullauga eftir tónlistarmanninn Teit Magnússon með texta eftir þau Eirúnu og Teit: https://open.spotify.com/album/1LBiN3XMm7UgU8SxyCmtim

Einnig kemur út listaverkaverkabók tileinkuð Heimtaugarverkunum, með textum eftir Æsu Sigurjónsdóttur, listfræðing og Snæbjörn Brynjarsson, leiklistarmann og rithöfund. Viktoria Maria Kropiewnicka sá um grafíska hönnun bókarinnar.

UM VERKIN
„Það var í samtali við fyrrum safnstjóra Svavarssafns, Auði Mikaelsdóttur árið 2021, um það hvort eða hvenær við aðkomukonurnar gætum sagst vera Hornfirðingar, sem fræjunum að þessum nýjustu verkum mínum var sáð. Hversu lengi ertu aðkomumanneskja? Hvenær áttu heima? Hvenær ertu orðin Hornfirðingur, Íslendingur, Jarðarbúi? 

Hugmynd sem hefur svo smám saman þróast út í heljarinnar útsaumaða tilvistarlega speglun, heims- og sjálfsmynd í senn. Fjögur stór útsaumsverk sem hverfast um það að eiga heima: að eiga heima í heiminum, fjölskyldu, ástinni og í sér. Þau heita: Af jörðu, Gullauga, Andar sem unnast og Ljósaljós

Svo er ég líka á vissan hátt komin heim með því að sýna í Grafíksalnum en ég útskrifaðist úr Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans á sínum tíma.“

NÁNARI UPPLÝSINGAR
Heimahöfn verður opin til 1. febrúar
Opnunartímar Grafíksalsins eru fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan tvö til sex
og eftir hentugleikum fyrir hópa af ýmsum stærðum í gengum eirun@simnet.is www.eirunsigurdardottir.net

ART EXHIBITION OPENING
On Thursday, January 15 at 5 PM, the art exhibition Home Port opens in Grafíksalurinn on the harbour side of Hafnarhúsið, Tryggvagata 17.

EXHIBITION, SONG AND BOOK
Artist Eirún Sigurðardóttir presents four large-scale embroidery works, along with a limited edition print. This is a continuation of Eirún’s solo exhibition at the art museum Svavarssafn in Höfn, Hornafjörður, titled Heimtaug / Hiraeth in 2024. Since then, the exhibition has grown and now arrives at the artist’s home port in Reykjavík.

The Home Port works are accompanied by the song Gullauga by musician Teitur Magnússon, with lyrics by Eirún and Teitur:
https://open.spotify.com/album/1LBiN3XMm7UgU8SxyCmtim

Additionally, an art book dedicated to the Heimtaug works will be published, featuring texts by art historian Æsa Sigurjónsdóttir and theatre maker/author Snæbjörn Brynjarsson. Graphic design by Viktoria Maria Kropiewnicka.

ABOUT THE WORKS
“It was during a conversation in 2021 with Auður Mikaelsdóttir, former director of Svavarssafn, about whether or when we newcomers could call ourselves Hornfirðingar, that the seeds for these latest works were sown. How long are you an outsider? When do you belong? When do you become a Hornfirðingur, an Icelander, a citizen of Earth?

An idea that gradually evolved into a vast embroidered existential reflection—both worldview and self-image. Four large embroidery pieces revolving around the concept of belonging: belonging in the world, in family, in love, and in oneself. Their titles are: Af jörðu(Dust to Dust), Gullauga (Goldeye), Andar sem unnast (Spirits in Love), and Ljósaljós (Light of Light).

In a way, I’ve also come home by exhibiting in Grafíksalurinn, as I graduated from the Printmaking Department of the Icelandic College of Art and Crafts back in the day.”

FURTHER INFORMATION
Home Port will be open until February 1.
Opening hours of Grafíksalurinn are Thursday to Sunday, 2 PM to 6 PM,
and by appointment for groups of various sizes via eirun@simnet.is http://www.eirunsigurdardottir.net