Regn – Elín Helena Evertsdóttir

Sýningin Regn opnar í Grafíksalnum laugardaginn 15. júní klukkan 15:00.

Myndlistarkonan Elín Helena Evertsdóttir býður gestum að stíga inn í hljóðinnsetningu þar sem dropar af öllum stærðum og gerðum hljóma óreiðukennt eða vélrænt.

Opnunartími sýningar 16.- 30. júní, 12:00 til 16:00. Grafíksalurinn í Hafnarhúsinu (hafnarmegin) Tryggvagötu 17. Öll velkomin.

Það rignir. Hver dropi er í ákveðinni þyngd og í vissri fjarðlægð við næsta  Hvað eru þeir margir, munu þeir sameinast, hversu hratt falla þeir og á hverju lenda þeir?  Og hvað ef einn af þeim fer að dansa eftir ósýnilegu vélrænu mynstri?

Elín Helena Evertsdóttir útskrifaðist frá The Glasgow School of Art 2005. Hún vinnur í ýmsa miðla og hefur áhuga á því óvænta í hversdagsleikanum, skynjun og tilfinningum. 

The exhibition “Regn” opens in Grafíksalurinn on Saturday, June 15 at 3:00 p.m.

Visual artist Elín Helena Evertsdóttir invites visitors to step into a sound installation where water droplets of all shapes and sizes sound chaotic or mechanical.

The exhibition opening hours are 12:00 pm to 4:00 pm daily, from June 16th – 30th at Grafíksalurinn, Hafnarhúsið, Tryggvagata 17, Reykjavík. All welcome.

It’s raining. Each drop has a certain weight and is a certain distance from the next. How many are there, will they merge, how fast do they fall and what do they hit? And what if one of them starts dancing to an invisible mechanical pattern?

Elín Helena Evertsdóttir graduated from The Glasgow School of Art in 2005. 

She works in various media and is interested in the unexpected in the everyday life, perception, and emotions.