Safnanótt / The Annual Museum Eve

LISTAMAÐUR GRAFÍKVINA 2025 – HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON

Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. 

Safnanótt verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00.

Listamaður ársins 2025 er Helgi Þorgils Friðjónsson

“Spegill”

Stærð myndarinnar er 18,0 x 23 cm, stærð pappír 21,0 x 29,7 cm í 70 eintökum. 

Tækni er dúkrista.

“Skýjafar fjærst eins og kyrrt ljósflökt að kvöldi eða að morgni. Sjóndeildarhringur þverlína yfir myndflötinn og honum fylgt eftir með löngum djúpum þveröldum, eða meira eins og sjórinn andi stórum löngum djúpum andardrætti og renni saman við hugmynd um tíbránna. Þegar framar dregur í myndflötinn breytist sjórinn í létt leikandi öldur og öldugjálfur og grípur í sig skýjaflöktið. Svo steinvölur á strönd.

Vængirnir endurtaka form aldanna og efniskennd skýjanna og fljúga eins og ljósið og hár sundmannsins fylgir langljóslínum djúpaldanna og blekkingu tíbrárinnar. Nefið fylgir öldunum líka eftir og hverfur í tíbránna og langlínurnar sem gera einskonar spé spegilmynd og styður þannig sjónhverfinguna. Maríuerla speglar sjálfa sig og er með gogg í gogg og er nálægðin og fjarlægðin. Skuggi sundmannsins er þverlínur á heildarmyndina. Sundmaðurinn fer eitthvað. Vængjamaðurinn er draumur. Maríuerlan veltir fyrir sér hvort spegilmyndin sé hún sjálf.”  HÞF

Helgi Þorgils Friðjónsson er fæddur árið 1953.  Hann stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, De Vrije Academie í Haag Hollandi og við Jan Van Eyck Academie í Maastricht Hollandi. Helgi Þorgils er einn af okkar þekktustu listamönnum, hann hefur bæði kennt myndlist ásamt því að vera virkur í stjórnar og nefndarstörfum í listheiminum.

Hann hefur haldið fjöldann allan af  einkasýningum og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Verk eftir Helga Þorgils  eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Listasafni Háskóla Íslands, í fjölda listasafna í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.

Verða verk Helga Þorgils til sýnis á Safnanótt og um þá helgi, 7.-9. febrúar í sal félagsins, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Þá verða Grafíkvinamyndirnar einnig kynntar eins og verið hefur. Safnanóttin sjálf verður föstudaginn 7. febrúar og verður þá opið í Grafíksalnum kl 18:00-21:00, en einnig verður opið laugardag og sunnudag kl 14:00-17:00. Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Davíðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.

Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 20% afslátt á innrömmun á Grafíkvinamynd.  

Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.                                                    

 Öll velkomin! Ókeypis aðgangur! 

(english below)

LISTAMAÐUR GRAFÍKVINA 2024 – GÍSLÍNA DÖGG BJARKADÓTTIR

Senn líður útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. Listamaður ársins 2024 er Gíslína Dögg Bjarkadóttir og verða verk hennar tíl sýnis 2.-4. febrúar í sal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.

Á Safnanótt verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 2. febrúar kl. 18.00-21.00. Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 3. febrúar og sunnudaginn 4. febrúar á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.

Verkið „Dagdraumar“ er tileinkað öllum þeim draumum sem bærst hafa innra með konum í gegnum tíðina og allra þeirra tækifæra sem ekki urðu að veruleika.

Í verkum sínum hefur Gíslína aðallega verið að vinna með konur og vísa verk hennar til þeirra fjölmörgu kvenna, sem í gegnum aldirnar hafa unnið sín mikilvægu störf í hljóði.  Segja má að um sé að ræða óð til allra þeirra nafnlausu kvenna sem sköpuðu söguna, listina og lífið.  Þessar konur tengdu lífskeðju kynslóðanna saman, lifðu sem nafnlausar hversdagshetjur og eru gleymdar flestu fólki í dag. 

Gíslína Dögg Bjarkadóttir(1975) er fædd og uppalin á Akureyri, en hefur búið í Vestmannaeyjum síðan 2006.  Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2004 í textíl- og fatahönnun og hefur einnig lokið kennsluréttindum í listgreinum fyrir grunn- og framhaldsskóla.  Gíslína hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar hérlendis.  Hún var útnefnd bæjarlistamaður Vestmannaeyja árið 2014. Frá árinu 2018 hefur Gíslína einbeitt sér meira að grafíkinni, en þó hefur málverkið átt stóran sess í verkum hennar í gegnum tíðina auk þess sem hún hefur verið með gjörninga og innsetningar.
Gíslína er félagsmaður í SÍM og ÍG.   www.gislina.is     

Titill: Dagdraumar 

Aðferð: Photopolymer æting 

Pappír: Fabriano, Rosaspina 220 gr. hvítur 

Litur: Intaglio etching ink, shop mix soft black 

Myndflötur: 13.6 x 13.6 sm 

Stærð pappírs: 21 x 25 sm 

Upplag: 80 þrykk          

The Annual Museum Eve/ Winter Lights Festival

IPA Friends Artist 2024 :

Gíslína Dögg Bjarkadóttir  – “Daydreams”

The “Printmaking Friends” artist of the year, 2024 is Gíslína Dögg Bjarkardóttir. Her work “Daydreams”, will be exhibited on The Annual Museum Eve, Friday, February 2nd from 6pm to 9pm at the Icelandic Printmaker´s exhibition hall located at Tryggvagata 17, harbor side. You will also be able to view/collect the print, on Saturday, February 3rd and Sunday, February 4th during opening hour from 2pm – 5pm or later by appointment.

Gíslína´s print “Daydreams” is dedicated to all the dreams that have been held within women throughout time and all the opportunities that did not come true. 

In her work, Gíslína has mainly been working with women and refers her work to the many women who over the centuries have done their important work in silence. It can be said that it is an ode to all the anonymous women who created history, art and life. These women connected the chain of life of the generations together, lived as anonymous everyday heroes and are forgotten by most people today. 

Gíslína Dögg Bjarkadóttir (1975) was born and raised in Akureyri, but has lived in Vestmannaeyjar since 2006. She graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2004 in textile and fashion design and has also completed teaching qualifications in arts for primary and secondary schools. Gíslína has participated in numerous group exhibitions in Iceland and abroad and held several solo exhibitions in Iceland. She was honor award artist of Vestmannaeyjar in 2014.  

Since 2018, Gíslína has focused more on graphics, but painting has had a big place in her work throughout the years, as well as she has had performances and installations. 

Gíslína is a member of Association of Icelandic Visual Artist and the Icelandic Printmakers Association. 

http://www.gislina.is  

Title: “Daydreams”

Method: Photopolymer gravure printing 

Paper: Fabriano, Rosaspina 220 gr. White 

Color: Intaglio etching ink, shop mix soft black 

Image area: 13.6 x 13.6 cm 

Paper size: 21 x 25 cm 

Edition: 80 prints 

LISTAMAÐUR GRAFÍKVINA 2023 – ÞÓRÐUR HALL

Senn líður að útgáfu hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri grafík. Listamaður ársins 2023 er Þórður Hall og verða verk hans tíl sýnis 3.-5. febrúar í sal félagsins á Safnanótt og um þá helgi.

“Uppspretta að mínum myndum er að megninu til íslensk náttúra, margbreytileiki hennar og samspil forma og ljóss í misjöfnum veðrum og árstímum. Það er mikilvægt fyrir mig að vera í snertingu við náttúruna og hið lifandi land sem enn er í mótum og mér mikill fjársjóður við öflun myndefnis. Eins er farið með þessa grafíkmynd sem er hluti úr myndaröð og skorin í dúk. Í gegnum tíðina hefur ég unnið jöfnum höndum með málverk, teikningar og grafík.” ÞH

“Landsýn”

Stærð myndarinnar er 15,0 x 12,5 cm, stærð pappír 28,0 x 20,0 cm í 80 eintökum. Lukas Studio Linol þrykklit á Hanemüllepappír 230 gsm. Tækni er dúkrista.

Þórður Hall stundaði nám við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsyninga bæði hér á landi og erlendis. Þórður hefur tekið vikan þátt félgsstarfi fyrir Íslenska grafík á árum áður. Hann starfaði um árabil við kennslu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Iðnskólann í Reykjavík og Tækniskólann. Hann er félagi í Íslenskri grafík, Félagi íslenskra myndlistarmanna, Sambandi Íslenskra myndlistarmanna og Grafikens Hus í Svíþjóð. Verk eftir Þórð eru m.a. í eigu Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur.

 Á Safnanótt verða Grafíkvinamyndirnar kynntar eins og verið hefur, í húsnæði félagsins Tryggvagötu 17, hafnarmegin, föstudaginn 3. febrúar kl. 18.00-20.00.

Einnig verður hægt að nálgast verkið laugardaginn 4. febrúar og sunnudaginn 5. febrúar á opnunartíma sýningarsalarins kl. 14.00-17.00 eða síðar eftir samkomulagi.

Greiðsla vegna verksins verður innheimt í gegnum heimabanka en þeir sem kjósa það frekar, geta greitt verkið á staðnum. Einungis greidd verk eru afhent. Verð er kr. 15.000-.

Það eru ennþá fáanleg verk eftir m.a. Kristján Daviðsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur og fl.

Tilboð fyrir Grafíkvini, “Innrammarinn” á Rauðarástíg er með 15% afslátt á innrömmunn á grafíkvinamyndum.

Grafíkvinir eru mikilvægur bakhjarl félagsins.           Allir velkomnir! Ókeypis aðgangur!